Brautin


Brautin - 06.07.1928, Blaðsíða 4

Brautin - 06.07.1928, Blaðsíða 4
4 BRAUTI N ÚRVAL af fata- og frakkaefnum tilleggi til fata ásamt allri smávöru. Alt á sama stað. GUÐMUNDUR B. VIKAR. LAUQAVEG 21. Versl. ,,Baldursbrá“ Skólavörðustíg 4. Sími 1212. Kaffikönnur kr. 2,65. Katlar kr. 4,55. Pottar kr. 2,25. Þvottabalar kr. 3,95. Þvottabretti kr. 2,95. Vatnsfötur — 2,00. Kaupið eidhúsáhöld hjá mér. Sigurður Kjartansson, Laugaveg 20 B. , Simi 830. Hefir allskonar útsaums og baldýringaefni, einnig allt til upp- hluta o. m. íl. — Sent gegn eftir- kröfu um alt land. Fyrsta flokks vörur. Sanngjarnt verð. Fljót og góð afgreiðsla. Húsgagnaverslun Kristjáns Siggeirssonar Laugaveg 13 hefir á v a 1 t fyrirliggjandi vönduð og smekkleg hús- gögn. Spyrjist fyrir um verð. Sendum gegn p ó s t k r ö f u hvert á land sem óskað er. Virðingarfylst Kristján Siggeirsson. Brunatryggingar sími 254. Sjóvátryggingar sími 542. □ □ □ E3 E3 E3 □ □ □ Miðstöðvartæki af ýmsum gerðum. Tökum að oss uppsetningu þeirra í tímavinnu eða samningsvinnu. J. Þorláksson & Norðmann. Reykjavík. ES E3 Engin hætta. Hann: Æ, yndið mitt, þar seni þú hefir íofað að verða konan mín, þá skulum við ekki láta tilhugalífið verða alt of langt. Hún: Nei, kæri vinur, ég hefi altaf verið stutt trúlofuð í einu. Prentsmiðjan Gutenberg. 2 þ\i að sorgarbúningurinn var orðinn slitinn og gamall, og engin vanþörf á að skifta um. En frú Gripenstam hafði auð- sæilega hvorki ráð á, né tíma til að breyta um búning, Sorg- arslæðan og leggingarnar urðu að duga, meðan þær gátu hangið saman; hún hafði annað að iðja, en að hugsa um skrautið. Til allrar hamingju var yfirbragð hennar og fas þann veg, að klæðnaðurinn gleymdist, og ekkert tekið eftir því, sem, ef til vill, hefði mátt telja galla. Andlitsdrætt- irnir og framkoina hennar öll bar vott um meðfædda, lát- lausa prúðniensku, er henti til þess, að hún væri af góðu bergi brotin og vel mentuð; en sálargöfgin og sjálfsgleymsk- an, sem skein út úr hverjum andlitsdrætti, var þó það, er gerði hana einkum aðlaðandi. Þarna sat hún í þungum hugsunum með bréfið. Marg- sinnis var hún búin að lesa það. í þetta skiftið lét hún eink- um augun hvarfla að heimilisfanginu, er prentað var efst á bréfsefninu, því að það heimilisfang vakti henni beiskju, ekki síður en efni bréfsins sjálfs. Fallsta-námum. Torpa. Þetta var heimilisfangið. Hversu oft hafði hún ekki séð þetta kunna heimilisfang á bréfum til hennar sjálfrar síðustu tuttugu árin. Og nú hafði hún fengið bréf frá sama staðnum, og varð að beina svari sínu þangað aftur. Erfitt mundi verða að skrifa það svar, og miklar sjálfs- afneitun mundi þurfa til að rita rólegri hendi utan á bréf- íð nafnið: Anton Gissler. Þegar hún hugsaði til þess manns, flaug sár stingur gegn- um sál hennar, og hún háði þunga baráttu við sjálfa sig. Þegar hún nú sat þarna með bréf Gisslers í höndum sér, fór hún að ryfja upp fyrir sér liðna ævibraut sina og eigin- manns síns, og jafnfraint öll þau árin, siðan Anton Gissler greip inn í lifsstarf þeirra fyrsta sinni. Hún mintist þess, hversu maður hennar, majór Otto Grip- enstam hafði á erfiðum tíinum leitað ráða Gisslers og skýrt fyrir honum, hversu öllum atvinnurekstri sínum væri kom- ið. Gissler hafði þá ráðið honum til að ná sér í hærri vexti af peningum sinum, og jafnframt boðist til að hjálpa hon- um til þess með því að selja majórnum í hendur hlutabréf nokkur, er gæfu í aðra hönd drjúgum hærri vexti, en Gissler reiknaði sér sjálfur; aftur i móti skyldi Gissler fá hludeild í Fallsta-námum. Gat vinur sýnt af sér meiri óeigingirni? Majórinn og kona hans komust mjög við, og voru á báðum áttum um, hvort þau ættu að nota sér slíkt göfuglyndi. — Mig langar nú til að hjálpa þér, svaraði Gissler, og vildi ekki heyra neitt þakklæli nefnt á nafn. Eitt einasta skifti fékk majórinn háu vextina af nýju hlutabréfunum sínum, áður en hlulafélagið mikla valt um koll og hlutabréf hans um leið einkis virði. Ekki kom majórnum og konu hans til hugar, að Gissler hefði, á þeim tíma er hann fékk þeim í hendur hlutabréfin, séð fyrir, að líkindi væru til að félagið félli um koll, og ætlað sér að hjarga fé sínu í tæka tíð, undir því yfirskyni að hann væri að hjálpa þeim. Þau voru alsannfærð um, að það væri

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.