Brautin


Brautin - 20.07.1928, Blaðsíða 2

Brautin - 20.07.1928, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN OO0<K»OOCH3aO{>OOC»OK5OOOO<HSO BRAUTIN kemur út á föstudögum. — Árgangurinn kostar 6,00 kr. Einstök blöð kosta 15 aura. Afgreiðslan er í húsi K. F. U. M. § Simi 437. jSj O oooooooooooooooooooooooo (( , Al Biðjíð ávalt um GLER- Gí EKTA KRISTALLVORUR frá Holmegaard glersmiðju. - - - ----------------------- hans, þess vegna yfirgáfu þeir hann og létu hann einan um erfiðustu þjáningarnar. Þannig gengur það venjulega. Vér eygjum sjaldnast sálirnar og vinnum þess vegna lítið fyrir þær. Þegar meðsystltini vor eru sjúk á líkamanum, eða eru í annari ytri nauð, þá erum vér fús á að hjálpa, eins og þær þjáningar séu — þegar öllu er á botninn hvolft — ekki létt- bærastar. En daglega verða á vegi vor- um menn og konur, sem bera í brjósti þyngstu sálarraunir og tærandi þorsta eftir hvetj- andi vingjarnlegu orði. Hversu létt væri ekki að tala það orð? —• En vér sjáum ekki! Vér erum altof sokkin niður í eigin málefni. Þín hugsun snýst um þig og mín um mig; og þó væri það á- vöxtur hins sanna kærleika, að hafa augun opin fyrir slíku. Hin sanna elska ætti, með næm- um skilningi og heitri samúð, að leita, einmitt hins smæsta og besta í fari mannanna og hlúa að þvi. Það er e. t. v. eng- in tilviljun, að Jesú valdi konu til þess að vera lærimeistari í sliku lundarfari. Konan hefir oft skarpari athugunargáfu en maðurinn, þó hún misbeiti henni stundum; hann hefir oft næmari skilning á málefnuin, en hún á því persónulega, og guði sé lof, að margar eru þær konurnar í heiminum, sem end- urspegla þetta skin hins guð- lega geisla. En karlmennirnir eiga að læra af þeim. Einnig þeir eiga að læra að nota augun rétt, því að maður og kona eiga hvert á sinn hátt að kenna hinu fagn- aðarerindið. Jesús var maður, en hann benti á konuna, sem fyrirmyndar boðbera boðskap- ar síns. — Oss hefir öllum — bæði hinum guðhræddu og eins heimsbörnunum, sem ekki eru síður bundin föstum formum — verið bent á konu þessa, því að hún kom auga á hið „eina nauðsynlega“ og hafði hugrekki til þess að hlýðnast rödd hjart- ans. Hún sá dásemdir ljóma í geislum þess guðsríkis, sem Jesú opinberaði. Enn þá er hún o o 1 q oíq d;q o;q d;q d;q d;q d;q o;q d D QTD QTD QTD QID QID QTO q|d Q i D QTD Q HUSMÆÐUR! Muniðeftiraðverslaí INGÓLFSHVOLI. Það er best. M. Fredrekssen. 00 sa 00 BS 00 0a m m m m m m m m m w Co wCptptPtDíö tö® ©öí® tööí W® tö tö tytJJ m ssm vilja láta sér líða vel vanda til matarkaupa. Þar sem mestu er úr að velja og vörurnar eru bestar er best að kaupa. Kaupið nesti í ferðalög hjá Matarverslun Tómasar Jónssonar Laugaveg 2. Sími 212. i m m m m m m tpvyCDCPCDCPtDCyCDtPajClJQj Cpt|7tPtp CptDCUttttptDttJtP Það er ávalt vel viðeigandi að >> Segja það með blómum (( Eigi er hægt að nefna neitf tilefni nje tækifæri. þar sem það sje eigi aðeins fagur siður heldur líka eðlilegt aö láta blómin flytja óskir sínar: viÖ barnaskirn, fermingu, trúlofun, brúðkaup, afmælisdag, minningardag, greftrun o. m. m. fleira. Við hvert tilefni sem hugsast getur túlka blómin tilfinning- arnar með fögrum en Iátlausum hætti. Við tökum aö okkur aö senda blómakveðjur símleiðis hvert sem er á hnettinum. Blómaverslunin „SóleY“. Sími 587. Reykjavík. Símnefni Blóm. undantekning, en síðan hefir hún eignast margar systur og bræður og mun ávalt eignast fleiri og fleiri. Slíkar mann- eskjur mun boðskapur Jesú skapa. Guðs börn, menn og konur, sem orðin eru frjáls í guði, og sem mölbrjóta fangelsin, sem sumir skapa en aðrir sam- þykkja. Menn og konur, sem fyrir hann eru orðin mikil- menni, og sem hafa fyrir samfélagið við hann vaxið svo, að þau þora að rétta hvort öðru hönd sína yfir þjóðfélagslegar, kirkjulegar og náttúrlegar tak- markanir. Menn og konur, sem ekki dæma, heldur skilja og hjálpa. Menn og konUr, sem vita aC þau fá alt frá guði og eru sjálf frá honum runnin og þjóna þess vegna meðsystkinum sín- um af öllum mætti sálar sjnn- ar og vinna þess vegna fyrst og fremst eigin sálum sínum gagn. Menn og konur, sem geisla frá sér og úthella gæsku guðs og kærleika yfir aðra. Menn og konur, sem eru ekki orðin 'stirðnuð í guðhræðslu sinni og siðsemi, heldur fullkomlega frjáls og náttúrleg eins og guð skapaði þau i upphafi, þegar listræn fegurð guðsríkis um- vafði þau Ijómandi geisladýrð sinni. En þessir menn og þess- ar konur verða að hafa hug- rekki, þau verða að færa þær fórnir, sem allar nýjungar krefjast; buðkinn með dýrmætu smyrslunum verður að brjóta, svo að ilmur þeirra nái að fylla allan heiminn. Guð gefi að endurskin þessa boðskapar megi lýsa oss. Vér finnum að þessi kona, þessi boð- beri fagnaðarerindisins hefir margt að kenna oss. Það yrði yndislegt að lifa, ef vér gætum numið af henni. fiort með dnnpo. Því hefir oft verið haldið fram, og það ekki að ástæðu- lausu, að íslendingar væru þunglynd og dul þjóð. Það ber náttúrlega magrt til þess, allir staðhættir eru mjög örðugir, strjálbýli landsins, og talsvert mikil einangrun, þar eð sam- göngumálin eru enn eltki komin 1 viðunandi horf. Alt hefir gengið út á að vinna, vinna sig gegu um margskonar örðug- leika til sigurs. Þá liafa menn- irnir lokað sál sinni hver fyrir öðrum; sumir af ótta fyrir að hugsanir þeirra væru misskild- ar, ef til vill að þeim hlegið, og gárungarnir myndu henda þeim á milli sín. Ég efast ekki um að margt frækorn hefir á þennan hátt farið til einkis, fæðst, dáið og verið grafið án þess að aðrir en sá eini hlut- aðeigandi hafi haft hugmynd um. En þetta er eðlilegt. Und- ireins kemur fræðsluþráiii i ljós hjá börnunum, þau spyrja bæði um eitt og annað, en fá því miðUr mjög mismunandi góðar undirtektir. Ég hefi ekki svo sjaldan heyrt að fullorðna fólkið hefir rekið börnin frá sér með kulda og skilnings- leysi er þau spyrja. Með öðr- um orðum þeir eldri og fróðari nenna altof sjaldan að fræða þá sem skemra eru komnir. Svo þegar börnin fiiina hve lít- ið gagn þau hafa af að spyrja, þá loka þau hugarlífi sínu fyrir umheiminuin. Geta ekki lengur spurt. ímynda sér jafnvel að hugsanir þeirra séu heimska, og þau hörmulega fávís, en á fáviskunni verði að láta sem minst liera. Á þennan hátt eyði- leggur fullorðna fólkið svo títl frumleik barnsins og lamar þessi skapandi lífsöfl, fróð- leiksþrána og léttlyndið. Hversu oft er ekki kveðin niður eðli- ]eg hugsun, glaðværir hlátrar og saklaus skemtanaþrá æsku- lýðsins. Þegar fólkið er komið á vissan þroskaaldur þykir því ekki sæmandi að gera þetta eða hitt. Það er þetta sífelda að sýnast en ekki að vera, þessi eilífi yfirdrepskapur sem er svo ríkur á meðal vor, seni þarf að Kaupið eingöngu hjá BRUUN LAUGAVEG 2. 2GLERAUGNASALA n SÉRFRÆÐINGSINS

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.