Brautin


Brautin - 27.07.1928, Blaðsíða 3

Brautin - 27.07.1928, Blaðsíða 3
BRAUTIN 3 fciov/öfe ov/oiov/oiov/oiov/o ov/oiov/o J L -- ;x J U JL-'iv JL -'♦s- J L —' -ronnnn«/i/i^ ,4»o\ §/?* ^ JL J fc* U b b ^jr •* ♦* zTJ- JL^.^ JL JL^ 0;,\Q|0;Vv0'0/Vv0]0;VvQ!6mÖÍ07,T0lðmÖ;6mÖtó7,Tö;ðmQ‘0máÍömÖ (30(30 IHUSMÆSIIR! I ^Vi l/UU uu V •^ASHBURN-CROSBYC0, yP^ÐlO Medal Fiouí,j\ Biðjiö kaupmann yðar altaf um GOLD-MEDAL HVEITl. PA'Æíov/ojov/o.ov/ojov/o ^ JL ”^tv' ^ b -'4S- JL-'NJL^ OmQ 0/,vQíð;,v0'0„vQ!0„v0307,'vQ^l0m0l0m0!0m0 OmOtO;,'0!O;VvO StraDdarkirkja i Selvogi. Síðastliðinn vetur var ég með fólki sem átti fé svo tugum þús- unda skifti í stað, sem margir töldu óvissan. Eg stakk upp á því, að það skyldi heita á Strandakirkju þá mundi fjár- heimtan varla bregðast, fólkið tók ckki óliklega undir það en bjóst við að upphæð sú er heitið væri yrði að vera nokkuð há, þar sem svo mikið væri í húfi. Ekki þyrfli það að vera, sagði einn af þeim sem viðstaddir voru, því Strnndakirkja er eng- inn okrari. Nú Jeið og beið. Eg vissi ekki hvort áheitið var framkvæmt og hugsaði ekki meira um þetta, þangað til nú fyrir skömmu að ég las það i „Morgunblaðinu“ að Alþingi hafi ákveðið að verja nokkru af sjóð Stranda- kirkju til að fegra og bæta landið kringum hana og sé þess mikil þörf en héraðsfundur Ár- nesinga mótmælti því, að nokkru af fé krikjunnar væri varið til þess. Mér brá í brún og ég spurði: er verið að reyna að gera Strandakirkju að okrara? Á að láta hana glenna greyparnar utan um peningana eins og hann Jón heitinn greypaglennir utan um spásagnarandann. Mundi þá ekki ef það tækist fara eins fyrir henni og fór fyr- ir honum að hún yrði til als góðs verks óhæfileg eins og mig minnir að standi einhversstaðar i kverinu minu. Auðvitað liggur sú hugsun bak við að það sé landsjóður sem eigi að bera kostnaðinn. Það sé sanngjarn- ara að fátækir gjaldendur i fjar- lægur héruðum taki þátt i hon- um heldur en hin rika kirkja þó daglega liækki í buddu henn- ar af framlögum frá þeim. Þó er eins og héraðsfundur finni að eitthvað sé veilt í þessu því hann kemur með það sem nokkurskonar afsökun að gef- endur muni ekki hafa ætlasl til að fé kirkjunnar væri varið á þennan hátt, en það hýgg ég að sé áreiðanlegt, að fæstir af gefendunum hugsi um þegar þeir festa heitið, heldur láti forráðamenn kirkjunnar eina um það. Þeir ganga varla með uppdrátt af kirkjunni í hugan- um svo þeir geti ákveðið hvern- ig þeirri og þeirri krónunni skidi varið; en væru nú samt sem áður einhverjir svo for- sjálir þá sæju þeir sjálfsagt hver fegurðarauki henni væri í því að hafa girt og ræktað land kringum sig og mundu varla amast við því. . Héraðsfundur gerir ráð fyrir málshöfðun en það er hættuleg leið, mætti þá svo fara í því brauki og bramli að kirkjan misti hinn undursamlega kraft sem hún hefur lengi haft, auk þess er alls eigi víst að dóm- ararnir hittu á hið rétta, þeir eru þó aðeins menn, sem getur skjátlast eins og sést best á þvi, að æðri dómstólar ónýta þrá- sinnis gerðir hinna lægri og geta þá varla báðir haft rétt fyrir sér, öðrumhvorum hlýtur að skjátla. öruggasta ráðið væri eflaust að lofa kirkjunni sjálfri að skera úr málum ef henni þókn- aðist að taka það að sér, sem er alls ekki ólíklegt, hún hefur áður velt þyngra hlassi og þeir liafa ekki allir kembt hærurnar sem hafa verið lienni andvígir. 1« af hennar hálfu, og hann fyltist af nýju bljúgrar lotningar fyrir móður sinni, er honum hafði verið svo töm, áður en þessi samræða þeirra hófst. Ekki voru tilfinningar hans það ljósar, að þeim yrði með orðum lýst, en þó þann veg vaxnar, að þær slóu hann af laginu. Hann hætti því með öllu að deila við móður sina um ástæðurnar fyrir breytni hennar. — Hvernig hefir þú hugsað þér að svara honum, mamma? spurði hann eftir stundar þögn. — Eg mundi taka hoði hans fyrir ykkur öll þrjú. Hún hafði tekið hréfið i hendur sér og reyndi nii að greiða úr brotunum. Þag Var auðsætt, að jafnvel um þessar ósjálf- ráðu handatilteklir hennar þótti honum miður. Honum þótti of mikið haft við bréfið. Eg fyrir mitt leyti skorast undan að veita viðtöku ein- mn eyri af þeim manni, mælti hann ákveðið, en stillilega. * " Um það þurfum við ekki að ráða neinu til lykta mi þegar. Viltu ekki hugsa málið — og tala við guð um það? Síðustu orðin mælti hún með innilegri ástúð, og það var ekki laust við, að henni fyndist full djarft að mæla þau fram. Því að hana grunaði, að gremja hans við Gissler hefði raskað, ef ekki glatað með öllu lífssambandi hans við guð. Með þvi aö spyrja hann, eins og áður er á vikið, hugðist lnin að geta komist eftir því„ hversu þessu væri háttað. — Eg er ekki bænarinnar maður, svaraði hann með þráa, og nokkurri hörku. Hefir þú lagt bænirnar fyrir óðal, Vilhelm? Eg hygg að eg hafi aldrei getað beðið, svaraði hann, 13 Hún leit framan i hann rannsóknaraugum, til þess að reyna að sjá af útliti hans, hvort honum gæti með engu móti skilist það sem hún var að halda fram. En hún gat ekki ráðið neitt af útliti hans. Þótt hann horfði beint fram- an í hana, gat hún ekki giskað á, hvað hann hugsaði. Hún hafði engin önnur ráð en halda áfram i fullkominni óvissu, þótt hún svo fengi engu um þokað. — Eg hugði mig vera komna það áleiðis, að eg gæti fyrir- gefið, já, jafnvel á vissan hátt elskað hann, sem breytti illa við okkur---------- Þar þagnaði hún, því að Vilhelm tók ósjálfrátt snögt við- bragð. Hann kiptist allur við, svo sem væri hann stunginn. — Elska þann mann! hrópaði hann, og varð hreimnum i röddinni ekki með orðum lýst. — Já, svo að skilja,- að ég ann honum góðs, í stað þess að vilja honum ilt, svaraði hún, án þess að jafnvægi hennar raskaðist hið minsta. Á þann hátt fékk hún yfirhöndina i svip, og hann setti hljóðan. Eg hugðist vera búin að ná fullu valdi yfir mér i þessa átt. En er ég fékk þetta bréf í hendur, varð mér ljóst, hve langar leiðir ég var i rauninni frá því marki, er ég þóttist hafa náð. Nú er ég gat gert honum gott, brast mig viljann. Vilhelm starði á hana með óumræðilegri undrun. — Þig furðar, hvað gott ég ætti að geta gert honum. Það er ofur einfalt; gefa honum færi á, að bæta með nokkru úr böli því, er hann hefir bakað okkur. Vilhjálmur snaraði bréfinu, er hann hafði lialdið saman- bögluðu í hendi sér, á borðið, og rak upp stuttan hlátur.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.