Brautin


Brautin - 10.08.1928, Blaðsíða 1

Brautin - 10.08.1928, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdöttir. Sími 1385. Marta Einarsdóttir. Sími 571. Brautin Útgef endur: Nokkrar konur í Reykjavík. AfgreiBslushni: 437. 1. árgangur. Föstudaginn 10. ágúst 1928. 7. tölublað. Myndin. Nýlega barst mér í hendur siðasta bindi af „Folkenes Hi- storie", sem er vandaðasta og stærsta veraldarsaga, sem gefin hefir verið út í Danmörku á síðari árum. Þetfa bindi segir sögu þjóðanna frá árinu 1815 og fram yfir aldamót. Það sem mér fyrst varð star- sýnt á var mynd, sem var fram- an á titilblaðinu. Af hverju halda menn að mynd þessi hafi verið? Sumir munu ef til vill giska á, að hún hafi verið af einhverjum frægum stórn- málamanni eða stórskáldi. Aðr- ir að hún hafi verið af stórbar- daga, eða frægu listaverki. Nei, svo var ekki. Myndin var af járnbrautarlest, sem kemur brunandi eftir rennslcttum járnbrautarteinunum. Hvað þýðir þetta? Hvernig . stendur á því að lærðustu sagn- fræðingar Dana velja þessa táknmynd fyrir merkasta fram- faratimabili veraldarsögunnar? Er það tilviljun ein, eða er það gert af gildum ástæðum? Eg tel það vafalaust að sagn- fræðingarnir hafi gert sér ljós- ar ástæðurnar, og þær eru á- reiðanlega, að járnbrautin markar stærstu og merkustu viðburðina á menningarbraut þjóðanna á siðari tímum. Járnbrautin hefir reynst öði"- um þjóðum besta og öruggasta samgöngutækið á landi. fsland hefir ekki enn orðið aðnjótandi þeirra framfara, er járnbrautin getur fært íbúum þess. Fyrir deyfð vora og kjark- leysi hefir tekist að hindra framgang málsins til þessa. Nú verða íslendingar að hefj- ast handa og reyna að draga af sér slenið. Það verður að telja hug í kjarkleysingjana og brýna áhugaleysingjana ög Iít- ilmennin, sem alt vex í augum og aldrei hafa trú á neinu, nema ágæti sinnar eigin vesal- mensku. Island má ekki lengur vera án járnbrautar. Táknmyndin á að skýra fyr- Jr oss nauðsyn þess, að ísland fái sem fyrst að verða aðnjót- andi þeirra gæða, sem járn- brautir hafa veitt öðrum þjóð- um í ríkulegum mæli. Reynsla annara þjóða sýnir oss nytsemi járnbrautanna. — Hún sýnir oss að þær hafa ger- breytt lífsskilyrðum heilla þjóða til batnaðar. Og flestar þeirra myndu telja sér það ó- bætanlegt tjón, ef þær ættu alt í einu að missa þær. Það myndi valda stórbyltingum og jafnvel lömun á öllu viðskiftalífi þeirra. Slík er reynslan af þvi farar- tæki, sem íslenska þjóðin hefir hingað til forsmáð að regna, jafnvel þar sem öll skilgrði virðast fgrir hendi, til þess að þetta ætti að blessast. : En nú verður þetta að breyt- ast. Nú er komið að voru eigin landi, að reyna nú að hagnýta sér sem fyrst þetta mikia sam- göngutæki. Tökum því allir böndum saman og látum myndina knýja oss til sameiginlegrar baráttu fyrir jránbrautarmálinu. — Gleymum úlfúð og flokkadeil- um, þegar hamingja íslensku þjóðaiinnar krefst samvinnu af oss, þá er sigurinn nær en margan grunar. Unglingaskóli Á. M. Bergstaðastr. 3, Revkjavík. Skólinn byrjar fyrsta vctrardag og starfar í 6 mánuði. Kenslan fer fram að 'kvöldinu eins og að undanförnu. Námsgreinar: íslenska, danska, enska og reikningur. Stúlkur fá tilsögn í útsaum ef þær vilja. Nemendur verða að hafa heilbrigðisvottorð. Inntökuskilyrði í yngri deild: að hafa lokið tögskipuðu barnaskólanámi. Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður. ísleifur Jónsson. P. O. Box 717. Sími 713. Líkamsuppeldi kvenna. hefir, eins og kunnugt er. mjög verið vanrækt hér á Jandi. — Kvenfólkið hefir verið kúldað, inni oft við óholl störf og ekki fengið að njöta lifslofts og sól- ar neitt svipað því eins mikið og karlmenn. Átakanlegast er þetta i kaupstöðum og þá sér- staklega í Reykjavík. Leikfim- iskensla telpnanna í barnaskól- anum er það einasta er hið op- inbera leggur tií Hkamsræktar kvenfólksins hér i höfuðstaðn- um. Nokkrar stúlkur æfa tenn- isleik og allmargar sund. En allur fjöldinn gerir ekkert til þess að auka þrótt sinn og styrkja heilsuna. Enginn þarf að ætla, að þessi vanræksla á, likamsment kvenna ekki komi kynslóðinni í koll, því auðvitað þurfa telpur hreyfingu, loft og ljós til þess að þroskast og vaxa, ekki síður en aðrar ver- ur. — Ef til vill er nú þegar hægt að benda á ýmsar afleiðingar af hirðuleysi undanfarandi tíma um uppeldi kvenfólksins. Mér er tjáð, að mjög beri nú orðið á því hér í Reykjavík, að vinnustúlkur kvarti undan erf- iðum vistum, og kveði svo ramt að þessu, að varla sé sú vist til að ekki þyki hún erfið, og að altaf þurfi húsmæður að vera að undanskilja fleiri og fleiri störf, er þær ráða sér vinnu- stúlkur, þvotta, hreingerning- ar og fleira, er hvert heimili þarf á að halda. Þessi flótti ungra kvenna frá þvi, sem erf- itt er, sýnir glögt fjörleysi þeirra og vanmátt. Seinna giftast þessar sömu stúlkur og standa þá oft í miklu meira erfiði en í nokkurri vist, enda mun þá ekki óalgengt að þær yfirbugist mjög bráðlega af heilsuleysi. Þetta sýnir það, sem reyndar flestir vissu, . að lífið er erfitt yfirleitt, bæði fyr- ir karla og konur, og þess vegna er nauðsynlegt að bæði kyn séu sem best . undir það búin, og konur alls ekki síður, þvi oft mun það vilja verða svo, að erfiðleikar heimilisins hvíli ennþá þyngra á þeim. En það eitt er vist, að æsku- fólk, sem er að vaxa og þrosk- ast, það á ekki að hörfa undan smá erfiðleikum, og ef það gerir það, þá er eitthvað ekki, með feldu. Væri því síst úr vegi að konur þessa bæjar og þessa lands, tækju til athugunar það uppeldi og þau vaxtarskilyrði, sem þeiiu, eru veitt. Konan ber, eins og áður er sagt, bróðurpartinn af þunga lífsins í flestum tilfellum, en auk þess hvílir þyngst á henni ábyrgðin gagnvart kynslóðinni sem kemur. Konan þarf því umfram alt að vera hraust og sterk. Má því undarlegt heita, að hér í Reykjavík skuli vera fjöldi af iþróttafélögum, er öll eða flest starfa fyrir karlmenn eingöngu, en ekkert skuli vera hér til, er heitir íþróttafélag kvenna. — Ótrúlegt þykir mér að ungar stúlkur séu það óþroskaðri fé- lagslega, að þær geti ekki haldið saman félagsskap. Mér finst starfsemi eldri kvenna hér í bænum benda á alt annað. En hitt kann vel að vera, og það ætla ég að sé aðalorsökin til þess, að stúlkur svo lítið fást við að herða líkama sinn, að þær vita ekki vel að hvaða grein iþróttanna þær eiga að snúa sér, þær vita að ekki er þeim fært eða holt að stunda allar þær iþróttir er karlmenn stunda. Sundi og fjallagöngum hafa þó allir gott af, tennisleikur er ágætur fyrir konur, að eins nokkuð dýr, en það eru fjölda- margir aðrir knattleikir til, sem mjög eru við hæfi kyenna. Þessar línur hef eg ritað til þess að vekja konur til um- hugsunar um þá nauðsyn, er þeim ber til þess að efla heilsu sína og þrótt, bæði gagnvart sjálfum sér og þjóðfélaginu, og hinsvegar til að benda á þá vanrækslu, er átt hefir sér stað í þessu efni og á þá hættu, sem af því getur stafað. Vildi eg svo að síðustu óska þess, að konur nú þegar, mynduðu félagsskap hér í þessum bæ, sem hefði það., sérstaklega að takmarki að bæta líkamsuppeldi kvenna, þvi það mun hver og einn finna, er um þetta mál fer að hu'gsa, að slikt er engin vanþörf. S. V. Virði konan manninn sinn mest allra manna, nýtur hún Htillar virðingar af honum. ,

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.