Brautin


Brautin - 17.08.1928, Side 3

Brautin - 17.08.1928, Side 3
BRAUTIN 3 Komið á Prjónastofuna Malín og skoðið framleiðsluna. Gerið fyrirspurnir, eða pantið eitthvað til reynslu og þér munuð sannfærast um að þar gerið þér bestu kaupin á öllum prjónavörum. Stúlkur teknar til kenslu á öllum tímum. STVÐJIÐ ÞAÐ SEM ÍSLENSKT ER AÐ ÖÐRU JÖFNU. Prjónastofan Malín. Laugaveg 20. — Reykjavík. — Sími 1690. — Box 565. v Hafnarstræti 18 leysir af hendi allskonar smáprentun. Sanngjarnt verð. — Sími 2170. Kjötfars, Fiskfars, Kjötbúðingur Fiskbúðingur, margar tegundir. Fiskmetisgerðfn, Hverfisgötu 57. — Sími 2212. er bræður Dínu, þeir Sínion og Leví, komu heim frá fjárgeymsl- unni, fréttu þeir þetta, og lögðu þá á ráð, að komast inn í borg Síkeins með undirferli, og drápu þar, með svikum, Síkem og alla karlmenn, sem með honum voru, en fluttu Dínu heim með sér, ásamt öllum auðæfum Sík- ems. En er faðir þeirra, Jakob Isaksson, vissi nm þetta, ávitaði hann syni sína harðlega fyrir þetta örþrifaráð. Eú þeir svör- uðu: »Átti hann að fara með systur okkar eins og skækju«. Svo hátt var sómi kvenna met- inn á dögum Gamla-Testament- isins, að karlmenn urðu að af- má hvern blett með blóði sínu. Og líkt var þessu variö hér á landi á gullaldartímabiiinu. Þá voru Norðmenn vegnir fyrir þær sakir, að sitja á tali við bænda- dætur. En nú er öldin önnur. Út- lendingar geta nú á tímum af- vegaleitt ungar stúlkur, án þess svo mikið sem þeir séu löðr- ungaðir fyrir. Síðastliðinn vetur gekk ég suður Bergstaðastíg. Par voru þá nokkrar smátelpur að syngja á götunni: »Gæti ég krækt í danskan dáta, sem dálítið borða- lagður er, myndu þær Rúna og Ranka grála, og rauðeygðar stara á eítir mér«. — Ég veitti sárstaklega eftirtekt lítilli hnyðju með rauðgult hár, sem kross- lagði höndurnar og söng með af öllum kröftum. þegar hlé varð á söngnura, spurði ég hana hvað hún béti. »Unnur«. Og hver æíti hana. Hún sagði þá nafn móöur sinnar. En pabbi hennar — hvað hét hann. Rá fór að vandast málið, það vissi hún ekki. Þá sagði stór telpa í hópnum, að Unnur ætti engan föður, eða hann væri útlend- ingur á einhverju skipi. Ég þekki fjögur lítil systkini, sem öll eru föðurlaus; eitt er 6 ára drengur; leiðir hann mörg- um geturn um, að þessi eða hinn sé, ef til vill, faðir hans. Og þegar ég segi honum, að spyrja mömmu sína um það, roðnar hann og segir, að hún vilji ekki segja það. Móðurást- inni er mikið hælt bæði i ræðu og riti, en ekki reyndist mér föðurumhyggjan neitt síður. — Þar að auki hlýtur það að vera tómlegt, að vera einættaður, svo það er ekkert smáræði að ræna hvítvoðunginn faðerni og föður- ætt. Og þó er þetta athæfi heim- ilað með lögum, og er það ein- hver sá fáránlegasti lagabálkur, sem karlmenn hafa samið og samþykt. Þvi að ekki virðist þurfa neitt sérlega mikla stjórn- málaskarpskygni til að sjá, hví- lík hætta stafar af þessum lög- um, sú, að hálfsystkini giftist eða eigi börn saman, og jafnvel aö dætur eigi börn með feðr- um sínum. Ég var einu sinni út í Vest- mannaeyjum, boðin til miðdeg- isverðar með mörgu fólki, sessu- nautur minn við borðið — út- lendur fiskikaupmaður, sagði mér strax ágrip af æfisögu sinni. Fyrst hafði hann verið sjómað- ur, svo snéri hann sér að því að kaupa fisk, nú var hann bú- mmsmwmm og fæst alstaðar. mmmmmmm Aðalumboðsmenn Storlaagur Jónsson £ Co. Reykjavík. settur í hafnarbæ á Englandi, og átli dálítinn sumarbústað uppi í sveit. En honum likaði illa sveitalííið, hann kvaðst blátt áfram verða veikur af sveita- loftinu, með líkum hætti og fólk, sem væri sjósjúkt. En hann sagðist leggja á sig með ljúfu geði, að vera sumarmán- uðina í sveit, vegna barna sinna, sem yndu þar svo ágætlega, og spryttu upp eins og gras í haga. Ég spurði hann þá hvað hann ætti mörg börn, og svaraði hann þá tafarlaust með kankvíslegu brosi: »Prjú, sem ég þekkfa. — Mér varð orðfall af undrun. — Þessi húsfaðir, sem talaði með svo miklum innileik um heimili sitt og börnin þar, gat á sama augnabliki sagt frá því með kærulausu háði, að hann vissi ekki hvað hann kynni að eiga mörg börn, sem hann þekti 28 — Hvað áttu við með skýrara svari? — Eg á við skarpara svar. — Er ekki nægileg skerpa fólgin í þvi einu, að þú neitar hjálp hans? —- Ekki eins og þú orðar það. Hann hlýtur að skilja það svo, sein mér hafi opnast einhver úrræði, og ástæðan lil þess, að ég neiti hjálpsemi, sé sú, að ég þurfi hennar ekki. Nú þarfnast ég hennar ákaflega, en ég tek ekki móti hcnni af honuin. Þetta vil ég að honum verði ljóst. — Það er ég, sem skrifa bréfið, Vilhelm, og' ég hlýt að orða það á þann hátt, er mér þykir best fara. Augu hans skutu leiftrum. — Er það mögulegt, að þú getir sýnt þessum manni mildi og sáttfýsi? — Já. y — Einnig þá, er þú minnist pabba, og dauða hans? — Einkum og allra helst þá, svaraði hún rólega. Því að þá ryfjast upp fyrir mér, hversu hann fyrirgaf. Eina nótt- ina, skömmu fyrir andlátið leit hann til mín; augu hans vörpuðu geislum og hann mælti: „Nú get ég loks fyrirgefið Gissler, svo sem ég og vona, að guð fyrirgefi mér“. Nokkru siðar sömu nóttina fól hann mér, að flytja honum kveðju sina og fulla fyrirgefningu, þegar er ég yrði þess vör, að hann iðraðist. I þessu boði Gisslers sé ég fólgna iðrun, en ekki kemur hún þó svo skýrt i Ijós, að ég geti flutt honum kveðju löður þíns, en nægilega skýrt til þess, að ekki ber að sýna stygð í móti. Vilhehn hafði hlýtt á með slikum alvörusvip, að móðir 25 —•• Eg vil ekki vera kenslukona, eg vil vera listakona. —- Ertu nú viss um, að þú hafir meiri hæfileika en svo, að þú verði aðeins léleg listakona. Og hversu hyggur þú þá að framtíðarhorfurnar verði? — Eg er ekkert að hugsa um framtíðina, nema þessa ára dvöl í París. Að hugsa sér að komast til annara landa! Margt getur að borið á þremur árum! — En hvað þú ert mikið barn, Cecilía. Það er líkara því, að þú sért yngst, en ekki elst barna minna. —• Mamma, hvað segir Vilhelm um þetta bréf? spurði Elsa alt í einu. — Hann vill ekki taka við einum eyri. —■ Vill hann ekki það? Sagðir þú honum ekki ástæður þínar? —■ Jú, en hann skildi þær ekki. • Vill hann ekki taka við peningunum? Hvernig hugs- ar hann sér þá að halda áfram námi sinu? Ætlar hann sér að verða strætasópari? spurði Cecilia. —■ Hann hefir í hyggju að bjargast á eigin spýtur. — Hversvegna vill hann ekki taka við peningunum? —• Hann getur ekki fyrirgefið Gissler. —* Það er alls engin þörf á að fyrirgefa honum, þótt pen- ingar hans séu þegnir. Mér dettur ekki í hug að fyrirgefa honum, þó ég ætli mér til Parísar á hans kostnað. —• Finst þér Vilhelm breyta rétt í þessu, mamma? spurði Elsa. — Eg skil hann. Og mér geðjast betur að framkomu hans i þessu máli, en Cecilíu.

x

Brautin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.