Brautin


Brautin - 21.09.1928, Blaðsíða 4

Brautin - 21.09.1928, Blaðsíða 4
4 BRAUTIN >00000000000000000000000 BRAUTIN kemur út á föstudögum. — Mánaðargjald fyrir fasta á- skrifendur er 50 aura; einstök blöð kosta 15 aura. Afgreiðsla blaðsins er i húsi K. F. U. M. Opin kl. 4—7 dagl. loooooooaoac og þroska þess. Kristnu trii- arbrögðin voru hin fyrstu trú- arbrögð, sem lögðu áherslu á einstaklingseðli mannsins og gildi þess. Öll önnur trúarbrögð bygðu alt á fjölskyldulífi, þá er um þjóðfélagsmál var að ræða. Því var það, að kristnu trúar- brögðin höfðu sjerstakt verk að vinna í heimsþróuninni. Þjónusta. Kristna trúin lagði einnig á- herslu á annað atriði og hélt því á lofti sem eftirsóknar- verðri hugsjón: Þjónustu telur kristna trúin hámark hugsjón- anna, þjónustu með hag fjöld- ans að markmiði. — Hinn þroskaði einstaklingur fórnar kröftum sinum fyrir fjöldann, i stað þess að nota þá til að kúga og undiroka. „Týndu sjálfum þér, og þú munt finna sjálfan þig“, sama sem, gleym þú öllu öðru en að gefa. „Sá yðar, sem mestur er, sé allra þjónn“, innifelur sannindi, sem leggja má til grundvallar fyrir öllum þroska og framförum. „Til þess er ég í heiminn kom- inn að þjóna“, voru orð hins mikla meistara. Framh. Fréttir. Slys. Guömundur Kristinn Ólafsson, alkunnur sæmdar- og gæðamaður hér í bænum, drukn- aöi af togaranum Ólafi aðfara- nótt 16. þ. m. Heimili hans var á Bergstaðastig 20. Lætur hann eftir sig konu og uppkomna dóttur. Er raunalegt til þess að vita, hve títt er að menn taki út af skipum hér við land. "V ond færð. í síöustu rigningum, varð færðin á Hellis- heiði svo, að bilar áttu erfittt með að komast áfram. Langt þing’. Pétur G. Guðmundsson, fulltrúi Alþýðu- flokksins i hátiðanefndinni fyrir 1930, hefir i viðtali við frétta- ritara Alþýðublaðsins um tilhög- un á hátiðahöldunum 1930 talið líklegt að alþingi, er kæmi sam- an í febrúar yrði dregið á lang- inn fram yfir hátiðahöldin i júli. Landhelgisgæislan. Yfirmaðurinn á Fyllu tilkynnir i skýrslu til dönsku stjórnar- innar, að Fylla hafi við strand- Nýkomiö! Undirkjólar, Buxur, Golf- treyjur, Hápuhnappar, Hápu- spennur, Punthnappar, Barna- spunfur, Tréflar og Slæður mikið úrval. Verðið sann- gjarnt eins og vant er. Vör- ur sendar gegn póstkröfu. Verslun Gmmiórunnar & Co. Eimskipafélagshúsinu. — Sfmi 491. gæsluna hér við land i sumar, veitt læknishjálp matsveini á einum þýskum togara. Nú hefir Islands Falk tekið við strand- gæslunni af Fyllu, og liknar- starfsemi hér við land, og flutt hingað til bæjarins þann 18. þ. m. austan af »Vopnafirði« Halldór Stefánsson alþingis- mann frá Torfastöðum ásamt einhverju af fjölskyldu hans og dóti. Kaffikönnur . . . 2,65 Pottar........1,68 Katlar ....... 4,55 Kökuform .... 0,85 Handklæðahengi 2,25 Hitabrúsár .... 1,45 Konur og meyjar! Þið eruð áreiðanlega á réttri braut, ef þið kaupið búsáhöld hjá mér. SieORDUR KJARTANSSON Langavegs og Klapparstlgshorni. „CIROL" gljálögur bónar best. Hver hyggin hús- móðir notar aðeins Cirol. Spakmæli í ljóðum. Eitthvert ef stundar þú starf stöðugt sem uppvekur hugann, ósælutilfinning af upptekinn verður ei þá. Gott meðal við hárrotl og flBsu. Taka skal 10 gröm af græn- sápn, leysa það upp í hálfum pela af soðuu vatni. Láta það svo á flösku og samanvið Oli- venoliu fyrir 10 aura; hrista það vel saman og bera í höf- uðið að kvöldinu. Skal þá nudda hársvörðinn í hring, svo að hörnndið hreyfist undan gómunum. Sé verið við störf 1 ryki eða reyk, er nauðsynlegt að hafa léreftshúfu sem fellur yfir hárið. Ekki er gott að þvo höfuðið mjög oft, en hárbursta ættn allir að nota. (Heimiittbi.). PrentsmiCjan Gutenherg. 46 47 — Hvernig litið þér í rauninni á starf yðar? spurði Scott alt í einu, og svo óvænt, að Vilhelm varaði sig ekki, og svar- aði þvi einu til, er hann hefði annars ekki gert, hefði hann fengið tíma til að hugsa sig um: — Eg hata það! Við þessu hafði Scott ekki búist. Hánn kipraði saman augun, eins og hann stæði frammi fyrir skjótlega brugðnum brandi. — Hvað er það, sem gerir yður starfið svo hvimleitt? spurði hann, og raælti hægt og seint. — Eg er ekki skapaður til að græða fé. — Hvers viljið þér þá afla? — Sæmdar. Eg vil verða mannkyninu að liði. — Á hvern hátt? Vilheim hafði rétt úr sér, og svarið hafði krokkið út úr honum eins og neisti frá innibyrgðum eldi, er loks fékk út- rás. En við síðustu spurningu Scotts stóð vonlaus veruleik- inn Ijóst fyrir sjónum hans, og slökti eldinn. — Eg hafði ætlað mér að verða læknir, mælti hann, og bar röddin vott um hugarkvöl. — Höfðuð þér ætlað yður? Er það þá ekki vilji yðar enn? Vilhelm hafði náð valdi yfir sér aftur, og fyrirvarð sig fyrir það, hvað hann hefði verið opinskár, og látið þannijf húsbónda sinn skynja að nokkru það, sem inni fyrir bjó. Scott virti hann nákvæmlega fyrir sér, og sá, hversu hann duldi aftur með sér hið eldfima skap. Hann hafði engin fleiri orð um, en gekk þÖgull til her- bergis síns, og hugleiddi það, sem hann nú hafði heyrt og séð. — VII. Nokkrum dögum eftir heimsókn Gjsslers, að loknum skrifstofutima, er Vilhelm var í þann veginn að ganga út, voru gerð boð eftir honum inn á einkaskrifstofu húsbónda hans. — Nú verða reikningarnir gerðir upp, hugsaði hann með sér, og setti i sig hörku. Viðmót húsbónda hans hafði verið með nokkuð öðrum hætti síðustu dagana. Vilhelm gat ekki gert sér þess fulla grein, í hverju breytingin væri fólgin, en hann fann hana. Og þegar hanii var kallaður inn, bjóst hann við, að bund- inn mundi verða endi á málið, ef til vill með því, að honum yrði sagt upp stöðunni. Hann fann með sjálfum sér, að hann hafði sýnt af sér vanþakklæti með því að segja, að hann hataði það starf, sem honum hafði verið trúað fyrir af góðum hug, og að hann hafði talað með ótilhlýðilegri fyrirlitningu um kaup- sýslustörfin. Hann sagði við sjálfan sig, að ef Scott kysi að losna við sig, væri það ekkert meira, en hann ætti skilið, og það ætl- aði hann sér líka að segja honum. .— Takið yður sæti! mælti bankastjórinn, og benti Vil- helm á stól gagnvart þeim, er hann sat á sjálfur. Vilhelm settist niður, fölur af geðshræringu. •—• Eg hefi verið að hugsa um samræðu okkar í gær, tók Scott til máls, og mér skilst af þvi, sem þér sögðuð, að kaup-

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.