Brautin


Brautin - 28.09.1928, Blaðsíða 2

Brautin - 28.09.1928, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN Grammófónplötur. Sigurður Skagfeld hefir nýlega sungið inn: Sólskins- skúrinn, Biðilsdans, í skóginum, Nú lokar munni rósin rjóð, í djúpið mig langar, Gissur ríður góðum fáki, Gígjan, Bí, bí og blaka, Þess bera menn sár. Hljóðfæraverslun. Katrín Viðar. Lækjargötu 2. mmi q d;q d;q d;q d;q d;q d oqTdqJd q?d qtd q?d q Afmælis Fermingar Brúðar ]óla Vina 8 :|jons Föroarsoi ! >0000000000000 URVALIÐ MEST VERÐIÐ LÆGST Verslun Jóns Hrðarsonar. bein áhrif á meðferð og fram- gang heizta stórmála þjóðar- innar, og meðferð á miljóna fjárveitingam hins opinbera. Það er ákveðinn vilji Braut- arinnar að berjast fyrir jafnrétti kvenna ekki á pappirnum, held- ur i raun og veru, og til þess vill hún fá allar konur i lið með sér, hvaða flokki, sem þær annars tilheyra. En það fæst aðeins með því að konum sé lögtrygð jöfn völd og karlmönnum í opinberum málum. Það er viðurkent af öllum, að Alþingi eigi að vera vörður réttlætisins. En hvernig . getur það verið vörður réttlætisins ef það byggir fyrirkomulag sitt á ranglæli og misrétti, þar, sem það að nafninu viðurkenuir jafnan rétt allra til kosninga, en falsar svo visvitandi þetta ákvæði, með því að þola kjör- dæmaskipun, sem beitir suma kjósendur óþolandi ranglæti og hindrar gersamlega réttláta að- stöðu kvenna, sem vegna lang- varandi kúgunar og ráðrikis karlmanna, er að mestu varnað að neyta réttar sins sem skyldi? Nei, hér verður að taka fast og einarðlega í taumana. Allar islenskar konnr, eldri sem yngri, munu sameina sig i baráttunni gegn ranglæti og oíbeldi. Þær munu sameina sig undir kjörorðinn: Vér konur viljum engar hornrekur vera á löggjaf- arsamkomu þjóðar vorrar. Pundur um járnbrautarmálid. 22. þ. m. var fundur haldinn um járnbrautarmálið i alþing- ishúsinu. Mættir voru á fundin- um allflestir þeirra, er nefndir voru i fundarboðinu í Timanum. Dómsmálaráðh., Jónas Jóns- son, hóf umræðurnar með þvi að endurtaka að mestu grein um járnbrautarmálið, er hann hafði skrifað i Tímann 30. júni s. 1. Viðurkendi hann hina brýnu nauðsyn á því, að járn- braut yrði lögð frá Rvík austur að Ölfusárbrú. Kvað hann járn- brautarmálið hafa verið að flækjast milli pólitiskra þing- flokka öðru hvoru í rúm 30 ár, eða síðan dr. Valfýr Guðmunds- son fyrstur manna hafði borið fram frumvarp um járnbraut hér á landi 1894. Þó myndi á- huginn fyrir þessu þjóðþrifa- máli ekki meiri en svo enn þá, að full þörf væri að vekja hann og glæða. Áleit að með þvi, að athugasamir framkvæmdamenn i þeim bygðarlögum, sem mest- an hag kæmu til að hafa af járnbraut, svo sem Reykjavík, Hafnarfjörður, Árnes- og Rang- árvallasýslur, leituðu fyrir sér um fjársöfnun, er samsvaraði að upphæð eins árs útsvörum Reykjavfkur, Hafnarfjarðar og austur sýslanna beggja, og gefin væru út i forgangs hlutabréfum. Óg myndi með þvi meiri áhugi verða vakinn til endanlegra framkvæmda járnbrautarmáls- ins. Jón Þorláksson fyrverandi ráðherra talaði næst og kvaðst hafa komið á þennan fund, þó hann hefði ekki fengið skriflegt fundarboð. Tímann læsi hann ekki. En myndi sækja hvern opinberan fund um járnbrautar- málið, ef hann gæti. Leit hann svo á, að hlutafjársöfnun i þessu máli kæmi að litlum notum. Lýsti hann því yfir að hann myndi hiklaust fylgja núverandi landstjórn i járnbrautarmálinu, ef hún vildi leysa úr því á skyn- samlegan og heppilegan hátt. Þá tók til máls bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Magnús Jónsson. Kvaðst hann vera þakklátur fyrir að sér hefði verið boðið á þenn- an fund, og áleit að umræðu- fundir um járnbrautarmálið væru nauðsynlegir. Jón Bald- vinsson alþingismaður kvaðst eindregið vera fylgjandi járn- braut austur með rfkisrekstri. En þótti ekki blása byrlega fyrir málinu á alþingi, þar sem jafn- vel þingmenn Gullbringu- og Kjósarsýslu mundu vera því andstæðir. Ólafur Thors upp- lýsti, að þessi ummæli Jóns Baldvinssonar væru hvað sig snerti bygð á því, að hann hefði fyrir nokkrum árum látið opin- berlega f ljósi, að hann teldi bilveg og bflferðir heppilegri en járnbraut. Nú væri skoðun sín breytt fyrir upplýsingar sem hann hefði aflað sér siöan, og teldi hann nú járnbraut einu fullnægjandi samgöngubólina milli Reykjavfkur og Suður- lands sveitanna, sem ekki yrði komist af án. Jörundur Brynjólfsson, al- þingismaður Árnesinga, kvaðst jafnan hafa verið eindregið fylgj- andi járnbraut austur, og nú i sumar hefði hann enn betur styrkst i nauðsyn þess. Skóla- bróðir sinn, búsettur erlendis, gjörathugull maður, hefði heim- sótt sig og sagt, að mesta fram- farasporið fyrir fslensku þjóðina og öruggasta leiðin til velmeg- unar yrði það, að meginþorri íslendinga flyttu á suðurlands- undirlendið, ræktuðu það með nýtýsku vélum og byggju þar að nútfma hætti. En þá þyrftu samgöngurnar að vera öruggari við umheiminn, járnbraut að koma frá Reykjavfk austur. — Einar Jónsson, alþingismaður frá Geldingalæk, kvaðst vera lengst að rekinn á þennan fund. En hann teldi ekki eftir þessa ferð frá heimilisönnum um rétt- irnar né hvað annað er hann gæti i té Iátið, til að flýta fyrir heppilegri úrlausn járnbrautar- málsins. Fagnaði hann því, að konur í Reykjavík lofuðu járnbrautarmálinu fylgi sinu í vikublaði, sem þær nú væru farnar að gefa út. Og myndi það sannast, að þetta yrði mál- inu hinn mesti styrkur. Magnús Jónsson, alþingismaður, kvaöst hafa ásamt Jörundi Brynjólfs- syni borið fram á alþingi 1926 frumvarp um rfkisrekstur á járnbraut. Kvað álit sitt á þessu máli óbreytt. Járnbraut væri ekki annað en þjóðvegur, og þjóðvegir hefðu aldrei verið lagðir með hlutafjársöfnun. — Þingmenn Árness- og Rangár- vallasýslu hefðu á sfðasta þingi greitt atkvæði með byggingu nýs strandferðaskips, þó þeirra kjördæmi hefðu engan hag af þeim samgöngubótum. Nú mælti öll sanngirni með þvi, að þing- menn úr þeim kjördæmum, sem eingöngu hefðu hag af strand- ferðunum greiddu atkvæði með því, að þessar sýslur fengju járnbraut, þvf það væri sú eina BRAUTIN | kemur út á föstudögum. — Mánaðargjald fyrir fasta á- skrifendur er 60 aura; einstök blöð kosta 15 aura. Afgreiðsla blaðsins er í húsi K. F. U. M. Opin kl. 4—7 dagl. aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaai IMT* Kaupenduv Brautar- arinnar, sem hafa bústaða- skifti, eru vinsamlega beðnir að láta afgreiðslu blaðsins vita um það. samgöngubót, er gæti komið þar að fullum notum. Magnús Torfason, sýslumaður Árnesinga var fundarstjóri, talaði hann að lokum um, að nú væri byrjað á byggingu mjólkurbús nálægt Ölfusárbrú og f ráði væri að byggja einnig mjög bráðlega ann- að mjólkurbú á Reykjum f ölf- usi. Kvað hann þess myndi ekki langt að bíða, að járn- braut yrði meiri lífsnauðsyn fyrir Reykjavík en austur sýsl- urnar. Umræðurnar fóru friðsamlega fram, og béldu ræðumenn sér óvenjuvel við málefnið. Að dómsmálaráðherra undanskild- um taldi enginn ræðumanna hlutafjársöfnun heppilega leið. Þó lýstu þingmenn Árnes- og Rangárvallasýslu því yflr, að þeir teldu liklegt að hægt yrði að safna forgangshlutum, sem svaraði til eins árs útsvörum i þeim sýslum, ef það upplýstist að það gæti á nokkurn hátt flýtt fyrir heppilegri úrlausn málsins. Fréttir. Ðánarminning. Kristfn Sigurðardóttir kaupkona andað- ist 22. þ. m. á heimili sfnu Laugaveg 20, hún var 76 ára. Kristin heitin fékst lengi fram- anaf æfinni við kjólasaum, og þótti mjög smekkleg og vand- virk. Enda einkendi prúðmenska og samviskusemi alt hennar æfistarf. Hún ól upp Ingvar Sigurðsson, bókhaldara, sem er giftur Mörtu Einarsdóttir, rit- stjóra Brautarinnar. Jórunn Sighvatsdóttir ekkja Þorvaldar Björnssonar lögreglu- þjóns andaðis 20 þ. m. eftir langa legu, hún var frfð sfnum og sæmdarkona f hvfvetna. Heimili hennar sfðustu missirin var á Uppsölum hjá frændkonu manns hennar, frökin Hólmfriði Rósenkrans, sem annaðist hana í hennar löngu og ströngu bana-

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.