Brautin


Brautin - 28.09.1928, Blaðsíða 1

Brautin - 28.09.1928, Blaðsíða 1
Riísijórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Sími 1385. Marta Einarsdóttir. Stmi 571. Brautin Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Afgreiðslusími: 437. 1. árgangur. Föstudaginn 28. september 1928. 14. tölublað. réttlát tilrltiutiiul Landinu skal öllu skift i jafn fjölmenn tvimenningskjörrJæmi og skal annar þingmaður hvers kjördæmis altaf vera kona. Undirslaðan undir allri lög- gjöf vorri, er kosningaréttur og kjörgengi. Og eiga aliir að hafa jafnan rétt tii hvortveggja, konur sem karlar. En með úreltri og ranglátri kjördæmaskipun hefir þessum jafn rétti verið snúið upp i mesta ranglæti og yfirgang. Samkvæmt atkvæðagreiðslu við siðustu kosningar heiir verið reiknað út hve mörg atkvæði slæðu bak við þingmenn hvers flokks og er það sem hér segir: Íhaldsfl. 14441 atkv. 16 þm. Framsóknarfl. 9962 atkv. 20 þm. Jafnaðarm.fi. 6257 atkv. 5 þm. Frjálsllyndrafl. 1996 atkv. 1 þm. En ef réttt væri ættu: íhaldsfl. að hafa 18 þm. Framsóknarfl. að hafa 13 þm. Jafnaðarm.fl. að hafa 9 þm. Frjalsl.fi. að hafa 2 þm. Þetta sýnir gífurlegt rangiæti og alveg óþolandi, og er ómögu- legt að segja hvern dilk þetta dregur á eftir sér. En þetta getur haft þær afleiðingar, að landinu sé alt öðruvisi stjórnað og löggjöf alt öðruvísi, en vera bæri, ef réttlát kjördæmaskipun væri. Þetta er þvi hið þýðingar- mesta mál fyrir alla þjóðina. Sem dæmi upp á eitt mesta ranglætið má nefna að Reykja- vik hefir að eins -4 fiúltrúa, og hefir þó íbúatólu, sem að réttu- lagi ætti að veita henni minst 8 /nlltrúa, og svipað þessu er ranglœtið i snmum öðrnm kjör- dœmum. Þetta rangiæti hefir i í för með sér óþolandi aðstöðu fyrir þá, sem mestum órétti eru beittir, bæði einstaklinga, flokka og héruð. f Þegar vér nú athugum hvernig hlutfallið er milli kvenmanna og karlmanna um þingsetu er á- standið enn iskyggilegra. Af 42 þingsœtum á að eins ein kona sœti á þingi. Geta allir gert sér i hugarlund, hve aðstaða hennar er erfið og hve litlu húu fær á- orkað um framgang á nauð- synjamálum kvenna. Enda má svo segja að ekkert tlllit sé tekið til vilja kvtnna « aðallöggjafar~ samkomu rikisins. Stafar þetta af þvi að konum eru ekki tryggð nein þingsæti i lögunum, en þær hafa, sem kunnugt er, alt fram á siðustu ár verið algjörlega útilokaðar frá allri þátttöku í löggjafarstarfi þjóðarinnar. En þó þær að nafninu til hafi nú kjörgengi og kosningar- rélt, þá er ráðriki og frekja karlmanna svo mikil, að þær eru nær aldrei valdar, sem full- trúaefni við kosningar, eða ef siíld hentar, þá oftast í vafasæti sem sjaldan geta unnist. Alt framferði gagnvart konum er þessu likt. Á hverju ári er varið um 12 miljónum króna af opinberu fé til útgjalda og þó konur eigi að laka sinn þátt i þessum óhófs- greiðslum. hafa þær engan i- hlutunarrétt um hvernig þeim er varið, þvi þær verða nauð- ugar, viljugar að kjósa þá karl- menn, sem harðsviraðar flokk- stjórnir, sem oftast karlmenn einir skipa, fá algjörlega að ráða. Konurnar verða að vinna og erfiða og jafnvel að taka mjólkina og hrauðið frá munn- um barna sinna til þess að safna i þessa botnlansu hit, Já, jafnvel hver pjatla, sem þær bæta með fiikur sinar og barn- anna eru tollaðar okurtollum, sem þær fá engu ráðið um hve háir skulu vera eða hvernig ráðstafað skuli. Eftir þessu fer alt annað. Allar nefndir, sem skipaðar eru á þingi og utan þings eru nær eingöngu skipaðar karlmönnum. Allar nefndir sem stjórnin skip- ar, undantekningarlaust ein- göngu karlmenn, þó kunnugt sé að kvenmenn gætu fuit eins vel innt flest þau störf af hendi. Engin kona á sæti i banka- ráðunum eða í baukastjórn- unum. Konur eru alveg útilok- aðar frá að ráða nokkru um hvernig ié bankanna er varið eða jafnvel fá nokkra vitneskju um þá ráðsmensku. Og þó er kunnugt að margt heíh' þar farið i handaskolum og mörgu verið miður ráðstafað og þær ráðstaf- anir lent að miklu Ieyti á kon- unum, og heimilum þeirra, með greiðslu hárra vaxta af lánum, hárri húsaleigu o. s. frv. MfflM0mmmmmmmmmmfflmMMM0mffl0mm. ALLSKONAR S]0- BRUNA- BIFREIÐA TRYGGINGAR 1 i ERU ÁBYGGILEGASTAR HJÁ TROLLE & ROTHE HF. EIMSKIPAFÉLAGSHÚSINU. mmmMmmmmmmmmmmmmmmmmmmomo Konur eiga ekkert sæti i hæðstarétti og ekkert sæti i stjórninni. Helst ekkert embætli má veita konum eða forstjóra- siöður hversu vel gefnar sem þœr eru og saviskusamar. Og kunn- ugt er að bráðgáfaðar og vel- hæfar stúlkur hafa hætt námi i mentaskólanum af því þær töldu sig ekki geta fengið neitt embætti. Alstaðar eru karlmennirnir fyrir og búa sem bezt i haginn fyrir sig, en lita fyrirlitningar- augum á kvenfólkið og starfs- hæfileika þess. Eins og þeir vildu segja: Ykkar er að vinna lítilmótlegustu vinnu og okkar að fara með völdin. Ykkar að hlýða möglunarlaust; okkar að skipa fyrir. Virðing karlmanna fyrir kon- um, hvað opinber störf snerlir, er engin og traust þeirra á þeim ekkert. Þeir vilja flestir halda þeim niðri f þekkingarleysis- og kúg- unarástandinu; þeir vilja hreiðra um þær i sakleysisástandi fá- fræðinnar, trúgirninnar og áhuga- leysisins. Þeir skoða þær fremur, sem leikbrúður, en sem fullorðnar hugsandi manneskjur, i öllu þvi sem alvarleg opinber mál snertir. En þetta verður að breytast. l'etta ástand er hvorki holt fyrir konurnar eða þjóðina. Pœr, sem eiga að þroska og ala upp fram- tíðarkgnslóðir islenzku þjóðar- innar eiga ekki að vera eins og börn eða fáráðlingar iþeim mál- um, sem þjóðina varðar mestu. Slikt er óþolandi og hœtialegt. En úr þessu verður aðeins bætt með þvi að kvenþjóðinni sé trygður jafn réttur við karl- menn á Alþingi lslendinga. Kon- ur verða að fi trygðan fullan ihlutunarrétt við karlmenn um löggjof og stjórn og fulla þátt- töku í æðstu stjórn landsins. Til þess að það megi verða, ber Brautin fram þá tillögu sem allar konur verða að sameina sig um. Og hún er sú: Að ng og réltlát kjördœmaskipnn verði lögleidd sem fgrst, skal öllu land- inu skift i jöfn tvimenningskjör- dœmi og skal annar þingmaður hvers kjördœmis ávalt vera kona. Enn er ekki jafnrétti karla og kvenna nema nafnið eitt. Það er ekki jafnrétti þegar annar heíir alt löggjafarvaldið, hinn ekkert; annar ræður yfir öllu fjármagni, hinn engu; annar hefir alt dómsvald, hinn ekkert; annar hefir öll embætti, hinn ekkert; annar hefir alt fram- kvæmdarvald, hinn ekkert; annar hefir öll stærstu og við- lesnustu stjórnmálablöðin á sinu valdi, hinn ekkert. Slikt er ekki jafn leikur, þó svo sé skirt á pappirnum. Og vér kvenmenn eigum ekki að þola þetta ranglæti framvegis. Vér höfum fengið kosningarrétf, vér höfum tengið kjörgengi, én vér höfum ekki fengið aðstoð löggjafarvaldsins til að tryggja það, að þetta komi að nokkrum raunveruiegum notum. Og því verður ný og réttlát kjördæma- skipun að kippa i lag. Vér búumst við að sumum muni i fyrstu þykja Brautin gangá nokkuð Iangt í kröfum sinum, þykja takmarkið sett of hátt. En þegar karlmenn sýna þann yfirgang og ofriki, að heimta að öll þingfulltrúaefni, sem von er um, að kosningu geti náð, séu karlmenn, er það ekki til ofmikils mælst, að konur, sem eru fleiii en karlmenn, vilji óska þess að fá aðeins helming pingsæta handa sér. Og Brantin vill ráða bót á þessu ranglæti og ofbeldi gagnvart islenzku kvenþjóðinni, þvi hún telur það óheillavænlegt og skaðlegt að konur hafi engin

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.