Brautin


Brautin - 14.12.1928, Blaðsíða 2

Brautin - 14.12.1928, Blaðsíða 2
BRAUTIN Hefi fyrirliggjandi fallegar Hörfljettur við ís- lenskan og útlendan búning. Sömuleiðis unnið úr Rothári. Verslun Kristólínu Kragh Bankastræti 4. — Sími 330. ■— ------—~~----------------------------> Jólaskór. Fallegt úrval lakk og brocade, einnig mjög fallegar tegundir í /jósu og brúnu skinni. — Yfirstígvél og skóhlífar. Notið Fg-gu skóáburðinn. STEFÁN GUNNARSSON SKÓVERSLUN AUSTURSTRÆTI 12. HINIR MARGEFTIRSPURÐU & PEYSUFA TA FRAKKAR evu komniv í FA TABUÐINA 3._____________________________!2 götur malbikaðar, og munu R'-ykvikingar ekki láta á sér standa með að mála og prýða hús sin. Þá ætlar þjóðin ekki að vera mjög illa til fara við hatiðahöldin. Br allmikill við- búnaður hafinn um fatatilbúning, sitja hannyrðakonur við að út- sauma hátíðaíöt kvenna og karia. Gullsmiðir eru önnum kafnir, að smiða skrautgripi úr gulli og siifri, að prýða klæðnaðinn með, fyrir utan alia aðra skraut- tnuni, nælur og hringa. Br það mikil von að islenska þjóðin vilji kosta kapps um að koma sem myndarlegast fram við þetta hátiðlega tækifæri, þúsund ára afmæli A þingis, sem þar að auki er einsdæmi í veraldarsög- unni. Verða tslendingar 1930 for- gönguþjóð heimsins, og mun jafnan siðar verða á það bent, að lslendingar héldu slikt af- mæli fyrstir allra þjóða. Er búist við mikilli aðsókn útlendra gesta hátiðasumarið auk Islendinga frá Vesturheimi, sem munu koma fjölmennir, svo skifti þúsundum. Br áætlað að afmælishátiðina á Þingvötlum sæki um 20 þúsund manns. Geta má nærri að hinir útlendu gest- ir, og þá einkum landar frá Ameríku gefi gætur að fleiri framkvæmdum i landinu, en húsabyggingum og fataskrauti, og þætti ef til vill ekki minna um það vert hvern smekk fs- lenska þjóðin sýnir í því að klæða og skreyta landið sitt. Væri leitt að Fjallkonan yrði að ávarpa gesti sfna á þnsund ára afmæli Alþingis, með likum hætti og Bolu-Hjdmar lét benni farast O'ð við Kristján konung IX. á þúsund ára hátíð lands- ins. »Sjá nú hve ég er beinaber, bjóstin visin og fölar kinnara. Bitthvað mun vera unnið að þvi, að rækta og prýða landið kringum Þmgvöll, og er það á- gætt og mjög nauðsynlegt, en það má telja alveg víst, að út- lendu gestimir fara viðar um landið en til Þingvalia, og dæmi þjóðina og landið engu siður eftir þvf, sem þeir sjá annar- staðar en þar. í Reykjavík er árlega unnið nokkuð að ræktun túnbletta kringum bæinn, eru þær jarðabætur allar mjög erf- iðar og kostnaðarsamar. Inni í bænum heíir reynst mjög erfitt að koma upp skóg- viðai hríslum, deyja hrislurnar er þær hafa náð nokkrum þroska. Kenna margir þvi um, að mal- argrjót og klappir séu undir öll- um Reykjavikurbæ, og nái trén því aldiei að festa verulega djnpar rætur. Er öll jarðrækt i Reykjavík og nágrenninu bæði stopui og dýr, getur brugðið til beggja vona —hvern mælikvarða erlendir menn leggja á þá fram- takssemi, að fámenn þjóð byrji á þvi með ærnum kostnaði að brjóta upp grjóturðir og leir- mold, en láti mjúkan jarðveg og frjósaman liggja óhreyfðan. Bílasamgöngur austur yfir Hellisheiði eru nú mjög lofaðar, og hvað sem kann að vera til i þvf hve öruggar og notadrjúg- ar þærsamgöngur séu, koma þó bílferðir oft að sæmilegum not- um á sumrin. Þar að auki eiga margir Reykvfskir borgarar eig- in bfla, og ættu þvf bægt með að nota landið austan Hellis- heiðar fyrir sumarbústaði. Lands- lag sunnan undir Ingólfsfjalli er mjög fagurt, og beggjn megin við vpginn ofan aö Öltusáibrú er landið einkar vel fallið til ræktunar, og liggur að tveim höfuð þjóðvegum, vegurinn aust- ur i Þrastaskóg, Giimsnes og Biskupstungur, er fram með Ingólfstjalli. Má búast við mikl- um terðamannastraum á hverju sumri austur að Sogi, i Þrasta- skó og um Ölfusárbrú austur á Niálu-slöðvar, Rangárvelli og F'jótsblið. Væri ánægjulegt ef fyrir 1930 yrði risið uppsmekk- legt þorp af sumarbústöðurn með ræktuðum túnbiettum og bióma og matjurtagörðum við veginn að Ölfusárbrú og alla leið að Iogólfsfjalli. Er víða fyr- ir vestan veginn mýrlendi, væri auðvelt og kostnaðarlítið að búa þar til tjarnir fyrir endur og svani — mætli eflaust koma þar upp álitlegri alifuglarækt. Emn fésýslumaður i Reykjavik, Sig- urþór Jónsson úrsmiður, hefir komið sér upp myndarlegu býli á þessum stöðum, allnærri veg- inum, eru heitar laugar þarna víða. Ættu fyrirhyggjusamir dugnaðarmenn í Reykjavfk að fara að dæmi hans og gefa Fjall- konunni fögur skrautklæði fyrir 1930. Þykir jafnan mest um vert að vera vel til fara á manna- mótum, er þarna mjög fjölfarið, en góð tilbreytni gæti verið að auðvelt er að ganga upp á Ing- ólfsfjall, er þaðan víðsýnt ogstór- kostleg náttúrufegurð. Að Selfossi flytur næsta vor Sveinn Jónsson, alþektur dugn- aðarmaður. Tekur hann að sér jaiðabótavinnu með þúfnabana. Er veittur styrkur til ræktunar, 250 kr. á hektara, þar að auki fæst lán úr ræktunarsjóði 700 kr. til 20 ára. Myndi heyfengur af túnblettum og uppskera úr matjurtagörðum gefa alitlegan arð, fyrir utan alt það andlega heilnæmi og líkamlega vellfðan, sem fæst með dvöl i fögrum sveitum. P. P. Kristín Sigfúsdóttir. Gömut saga, Akureyri. Fyrri og síöari hluli 1927-28. Það verður ekki annað sagt, en að Kristín Sigfúsdóttir sé dugleg að skrifa. Þetta er víst 5. bókin, sem komið hefur út eftir hana á fáum árum. Áður eru útkomnar: Tengdamainma, Óskastundin, Gestir og Sögur úr sveitinni. Það er fljótt séð af skrifum K. S., að það er ekki „listin fyrir listina“, sem knýr hana fram á ritvöllinn, heldur, að hún vill nota listina í þjónustu göfugrar kenningar, sem hún hefur tekið ástfóstur við, og vill fræða lesendur um, sem er í fæstum orðum þessi: í insta eðli sinu eru menn- irnir góðir, en vegna þess, að þeir hafa fæstir vaknað ennþá til meðvitundar um sjálfa sig, koma ýmsir gallar fram við störf þeirra, áform og eftir- langanir. Menn sækjast eftir á- liti, völdum og auði, og til þess að öðlast þessi ytri veraldlegu gæði, beita þeir öllu viti sínu og kröftum án lillits til þess hvaða afleiðingar það hefur fyr- ir aðra, þótt það skapi náung- anum sorgir og illa æfi. Þeim er það alt að komast áfram sjálfir. Þeir eru ekki síður eig- ingjarnir i vináttu og ástarmál- um en til álits, valda og auðs. Þeir, sem hraðast fara í þessu kapphlaupi, reka sig oftast á, eða þótt þeir nái takmarki sínu á þessum grundvelli, færir það þeim enga fullsælu. Þvi sú sæla, sem bygð er á veraldlegri, en kærleikslausri velmegun, er blekking. En þann sannleika sjá menn oftast ekki fyr en þeir hafa rekið sig á og allar þeirra glæsilegu veraldar hallir hrynja, en við árekstrana og lirunið finna inenn fyrst sjálfa sig (ef þeir hafa náð þeim þroska) og hina guðlegu köllun sína, að veita öllu lifandi ástúð sína, blessun og þjónustu, og það að þjóna öðrum, er í raun réttri æðsta embættið í ríki lífsins, hin guðlega köllun, sem ein getur veitt varanlega sælu. Þessi gamla saga Iv. S. flytur og þessar kenningar, hún er „eins og mæðurnar hafa sagt hana börnum sínum og ömm- urnar barnabörnunum, sagan um ástir og hatur, sjálfúð og fórnir“, eins og höf. kemst að orði. Bræðurnir á Hnjúki, sem eru aðalpersónur sögunnar, eru engir hversdags Islendingar, byltingarnar í sálarlífi þeirra eru snöggar, þeir eru peð í höndum örlaganna, sem ýmist sundrar þeim eða sameinar, eft- ir vild sinni. Áslaug, ástmey þeirra beggja, er heldur engin hversdags sveitastúlka frá þján- ingartímum þjóðarinnar, hún líkist oftar en einu sinni, í ásl- leitni sinni, meira dutlunga- samri nýtískudrós á Ieiksviði, sem er lærð í að ná ástum pilta. Þó er þessi kona göfug i eðii sínu og vill engum rnein gjöra. Áslaug og Helgi verða að hin- um bersyndugu börnum sveit- arinnar, sem vægðar litið eru dæmd til fyrirlitningar, þau verða fyrir hverju áfallinu eft- ir annað. Við óeinlægni af beggja liálfu rís tortrygnis alda upp á milli þeirra og þau hylja sitt besta hvorl fyrir öðru, en

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.