Brautin


Brautin - 18.01.1929, Blaðsíða 2

Brautin - 18.01.1929, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN Hamingju austansveitanna er er best borgið með því að treysta hvorki snjómokstri né samgöngumálareynslu Björns gamla og hans nóta. Hún á járnbrautarféndum það að þakka, að austansveit- irnar hafa orðið ósamkepnis- færar um alla vöruframleiðslu til þessa tíma. Nú ætla þeir ekki að láta þá níðast lengur á réttum málstað. Þeir heimta að þing og stjórn taki nú föstum og alvarlegum tökum á að koma samgöngu- hótarmálum austansveitanna í örugt lag. Þessvegna senda þeir hverja áskorunina á fætur annari til þings og stjórnar um að leggja járnbrauíina sem allra fyrst. Ár eftir ár hafa þeir von- að að úr þessu yrði. Ár eftir ár hafa þeir verið vonsviknir. Ár eftir ár hafa þeir séð með eigin augum sveitunum hnigna, búsæld rírna og fátækt og öm- urleik fylla blómlegustu fram- tíðarsveitir landsins. En sigur- bros færðist yfir ásjónu gamla auðkýfingsins, sem sá svo góð- an árangur af starfi sínu í þjón- ustu afturhalds og algjörðar kynstöðu. Nú er þolinmæði austanbænd- anna á þrotum. Ætlar bænda- stjórnin að bregða fæti fyrir nauðsynjamál þessara sveita — ætlar hún að slá öllu á frest, — eða ætla hún þegar á næsta þingi að koma því i örugga höfn? Bændur vita að mikið veltur á kjarki og dugnaði þingmanna þeirra. — Ef þeir standa sem einn maður um málið, þá er því borgið. Hallveigarstaðir í Reykjavík. Frh. Það hefir í blöðum og annar- staðar verið minst á mótstöðu þá, sem kvennbyggingin hefir mætt. Flestar þeirra eða allar eru bygðar á lítilli umhugsun um málið og því ærið barna- legar. En tilfinnanlegasti Þrándur í Götu er tómlætið, og að þvi er virðist þröngur fjár- hagur hjá mörgum giftum kon- um, enda þótt bændur þeirra séu efnamenn. Konur yngri og eldri í sjálfstæðum stöðum hafa flestar lág laun og sumar fyrir einhverjum að sjá. „En mikið má ef vel vill“ og „marg- ar höndur vinna létt verk“. Gætum vér unnið bug á tómlæt- inu væri oss sigurinn vís. Fyrir stuttu sá ég í útlendu blaði, að konur í Rúmeniu hafa komið sér upp kvennaheimili i Búkarest. Það var opnað til afnota snemma í des. síðastl. að viðstaddri Maríu drotningu og mörgum öðrum tignum gest- um. Erlendis virðist almenn- ingsálitið krefjast þess, að þeir, sem framarlega eru settir í þjóðfélaginu, standi lika frain- arlega að menningar og mann- úðarmálum. Á það ekki síst við um konurnar. Því hefir stundum verið kast- að fram, að við konurnar meg- um ekki hugsa um neitt annað meðan Landspitalanum væri ekki að fullu lokið. Er nú vist að þeir sem þannig mæJa, hafi lagt meira af fé og kröftum fram til Landspitalans, en sum- ar af þeim konum, sem nú vinna fyrir kvennheimilið. Eg efast um það. Landspítalinn er fyrir alla landsmenn, og ef kon- urnar mega ekki hugsa um ann- að en hann, mega aðrir það ekki heldur, alt annað ætti að bíða, þar til honum væri að fullu lokið, t. d. stúdentagarð- ur, sundhöll, hvað þá letigarð- ur og ótal margt fleira. En Landspitalanum og öðr- um áhugamálum kvenna mundi það beinlínis ávinningur að Hallveigarstaðir kæmust upp. Bæði vegna þess, að þeir mundu létta mjög samvinnu kvenna og það sýndi að við hefðum vilja og þrek til að koma áhugamál- um vorum i framkvæmd. Með því áynnum vér oss álit út á við og traust inn á við, á sjálf- um okkur. „Þá hugsjónir ræt- asl fer þrömurödd um Iönd“. Staéði Hallveigarstaðir tilbúnir til að veita erlendum og inn- lendum konum móttöku 1930, mundi þroskaðir gestir vorir betur skilja þá menningu sem liggur á bak við samstarf, sem Landspítalann og Hallveigar- staði, en ýmislegt hégómatild- ur sem sumum virðist svo dæmalaust nauðsynlegt til að sýna framandi gestum ágæti okkaar. Nei, við eig- um að vinna af kappi að því sem getur orðið til frambúðar, en sleppa öllu seni aðeins er að „tjalda til einnar nætur“, nema það sé með öllu óhjá- kvæmilegt, til þess að hátíðar- höldin geti farið sómasamlega fram. Sumar hafa látið í ljósi ótta við, að kvennaheimili mundi auka enn meir það Ios sem menn telja komið hér á heim- ilislffið. Eg þekki, án efa, minna heimilislíf hér alment en þeir sem þetta segja. Eftir minni litlu kynningp eru mörg heimili hér mjög vistleg innan dyra, en úti fyrir eru þægindin sára lítil og fátt sem getur lað- að unglinga að, það má segja að fyrir börnin og unglingana sé hér lítið annað, sumstaðar ekkert annað, en gatan. Þetta er sorglegur sannléikur sem er afleiðing af skipulagsleysi og skorti á fé hjá mörgum sem hafa verið að leitast við að koma upp húsi yfir sig. Það hefir nýlega verið minst á það í blöðunum, að þörf væri á, hér sem víða er gert annar- staðar, að koma upp fyrir- myndarhúsum, mönnum til leiðbeiningar á þessu sviði. Eftir því sem eg veit best hafa Bandaríkjamenn gengið á und- an í þessu efni. Er þá ekki ein- göngu hugsað um gerð hússins heldur jafnframt að byggingarr kostnaður verði sem minstur og heimilið aðlaðandi jafnt ut- an húss sem innan. Það væri sannarlega meiri þörf að eitt- hvað væri framkvæmt að gagni á þessu sviði en á öllum þeim búninga fyrirmyndum sem dembt er yfir, bæði í útlendum blöðum og innlendum. Sumir hafa sagt að þeir vildu styðja Hallveigarstaði i orði og verki, ef þeim væri ætl- að það hlutverk að reisa „falln- ar stúlkur". Þetta væri auðvit- að mjög hugnæint, ef hægt væri að sjá að hugur fylgdi máli. En væruð þér faðir eða móðir ungrar meyjar, munduð þér þá ekki fyrst af öllu vilja fyrir- byggja að barnið yðar lenti á glapstiguin? Það sem vakti fyrst og fremst fyrir forgöngu- konunum, og ég býst við þing- mönnunum, þegar þeir sam- þyktu, að láta ókeypis lóð í té undir Hallveigastaði, að þeir mundu verða hjálp og athvarf ungra kvenna, sem hingað leita, og oft eiga engan að. Og það er áreiðanlegt að þær koma margar hingað, hvort sem hér er nokkur slíkur bústaður eða ekki, sem þær geta átt athvarf hjá. Þá hefir það oft mætt oss, er unnið höfum að fjársöfnun til Hallveigarstaðar, að sem gist- ingarstaður fyrir konur, væri Kvennah. með öllu óþarft. All- ar sveitarkonur gistu hér hjá kunningjum sinum. En jafn- fram höfum við orðið þess varar, að það er ekki ætíð sem þægilegast fyrir fólk hér að veita öllum þessum kunningj- um gistingu, og aðkomukonur hafa játað, að þeim mundi mjög kært, ef þær gætu fengið hér gistingu, sem þeim væri ekki ofvaxið að greiða. Um það leyti sem fyrst var vakið máls á þvi að koma hér upp samkomuhúsi fyrir kvenn- félögin, voru lil mjög fá félags- heimili hér í bænum. Menn fengu sér hús fyrir félagsfundi, sem þá voru haldnir einli sinni í mánuði, eða þá enn sjaldnar. Síðustu árin hefir þetta breyst mikið, og áhuginn fyrir að eignast fast félagsheimili fór vaxandi hjá öllum þeim félög- um, sem finna hjá sér lífsþrótt og vita sig eiga tilverurétt. Vér sjáum að félagsskapur kvenna hefir unnið margt gagn- legt, en hann getur ekki frem- ur en annað staðið í stað. Og krafa hans í framtíðinni hlýtur E>vottadagarnir hvíldardagar. Látið DOLLAR vinna fyrir yður á meðan þjer sofið. zl-l | Fæst víðsvegar. í heildsölu hjá Halldóri Eiríkssyni. Hafnarstræti 22. Sími 175. að verða félagsheimili og með því að sameina sig, gæti það orðið svo fullkomið, að sam- svaraði kröfum allra félags- manna. Eg' hefi ekki skýrt frá fjár- hagshorfum h.f. „Kvennaheim- ilið“. Innan skamms verður að- alfundur og mun þá birtast skýrsla yfir innheimt fé á liðnu ári, ásamt tryggum lof- orðum, sem enn eru óinnleyst. St. B. Aramóta-ómar. Síðasti dagur ársins er að kveðja. Klukkan slær tólf. — Þungt og þreytulega lætur hún höggin dynja hvert eftir annað, eins og uppgefin ferðamaður, sem ber að dyrum á áfanga- stað sínum. Hún er að syngja útfarasálminn yfir liðna árinu, sem nú er að hverfa niður í gröf sína, liið dimma gymald gleymskunnar. Fyrir ári síðan hóf það göngu sína, lokkandi og dularfult, eins og óráðin gáta. Og nú hefur það leyst úr henni á ýmsan hátt. Það hef- ur gert skyldu sína og mynd- að einn dropann i eilífðarhaf- inu, og nú fellur það í sina eigin gröf, gengur inn í skugg- ann mikla.------- Þetta er eitt af þeiin mý- mörgu augnablikum æfinnar, þegar við stöndum á timamót- um, og í rauninni standa þau altaf yfir, þvi að hvert einasta augnablik sem Iíður, fæst al- drei aftur. „Ekkert er, en alt er að verða“, sagði griskur heimspekingur. Tilveran er á „hverfandi hveli“ og við höfum á engu ráð nema þessu örstutta augnabliki, sem hverfur fljótar en hugur manns fær gripið, og hrifur á brott með sér orð okk- ar og gjörðir og sem hvorki

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.