Brautin


Brautin - 08.02.1929, Blaðsíða 2

Brautin - 08.02.1929, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN □ □ m □ □ □ □ □ □ Hitamestu steam kolin áualt fyrirliggjandi í kolaverslun ÓLAFS ÓLAFSSONAR Síml 596. Sími 596. □ □ □ E3 □ □ □ □ □ ft’fr Ltj rta ch rth rt^ fh rh fh fh fh fh fh fh fh fh rt^ tln fh tZ7 tS7 W W CD CD tU CI3 U7 CD CD t]7 CP CD tD tÐ CX7 CSj tD CD tS7 CD tÐ tZJ © © © © © © © © © N ý k o m i ö : ísl. smjör Saltkjöt Hangikjöt Saltfiskur — Harðfiskur. — © © © © © © © Guðm. Jóhannsson ^ Daldursgötu 39. Sími 1313 S tJltliyJUJClJlUUIwUJIilWUIwWlVtVVwWllJttlCtltDtllQT Miljónalántaka stjórnarinnar anna í næsta ráðuneyti jafnað- armanna. (Kafli úr grein eftir F. A. Mac- kenzie, í merku timariti ensku). X. Alstaðar er sama sagan. Kvenfólkið að ryðja sér til rúms á öllum sviðum. Breskar konur af bestu og göfugustu ættum eru farnar að lúta stjórn- mál þjóðar sinnar til sín taka með þeim krafti og dugnaði, að þegar er farið að líta á þær, sem sjálfstæða leiðtoga hennar x framtíðarstjórnmálum þjóðar- innar. Enn kemur að þvi sama, sem Brautin hefir áður sagt: „Öld kvennanna er að rísa upp, björt og skínandi“. Það er gagnslaust þótt Tíma-ritstjórinn knýti hnefana í máttlausri reiði og heimti að kvenfólkið skuli vera bundið um allar aldir við grautarpottinn og gólfþvottinn, skuli helst vera búr- og eldhús- fangar, í gluggalitlum, reykfull- um eldhúskytrum, þar sem al- drei sér til sólar og aldrei fær hressandi Ioft inn að komast. Það er gagnslaust þótt hinn fyr- verandi Kvennabrekku-klerkur í barnalegri einfeldni og bráð- ræðis sálaxæsingi telji það band- vitlaust, þó konur vilji fá nokkru að ráða um álögur þær hinar þungu og gífurlegu, sem ábyrgðarlitlir karlmenn leggja á þær og heimili þeirra, stund- um aðeins til að svala lægstu og dýrsleguslu hvötum sínum um óhóf, embættaágirnd og ó- slökkvandi bitlingaþorsta. Það er gagnslaust þótt alt afturhald veraldar hrópi hæði- yrði og ógnaryrði gegn þeim undirokuðu, sem sækja fram í birtuna og frelsið. öld kvennanna er að rísa upp og framsókn kvenna verða engar skorður settar. Stjórn karlmannanna hefir reynst illa. Hún hefir lent í öfgunx og rang- læti. Þeir hafa borist á bana- spjótum. Þeir hafa pjmtað sak- laust fólk, þeir hafa inyrt hver annan i miljónatali og svivirt saklausar konur. Og það sem verst er, þeir hafa neytt kon- urnar með valdi til að fórna sonum sínum, bræðrum og eig- inmönnum í þessu voðalega tortýmingarflóði. En nú er þol- inmæðin á þrotum. Konurnar sjá hvert stefnir. Þær sjá bein- linis að karlmönnunum er alls ekki trúandi fyrir völdunum. Þær verða að taka völdin i sín- ar hendur og reyna að leggja bönd á taumlausar fýsnir þeirra. Þær skilja, að það sem karlmennina vantar, er ekki dugnað, ekki þekkingu, ekki vit og þroska á mörgum svið- um. Það sem þá vantai-, og hef- ir altaf vantað, er siðferðis- kraftur, óeigingirni og ást á réttlæti og mannúð. Þess vegna hefir svo farið sem nú er kom- ið, og þessvegna mun enn fara svo, ef ekki er tekið í taumana, af nýju afli og krafti. Það er þessvegna fyrst og fremst þeirra vegna, sem kvenfólkið verður að koma fram á stjórn- inálasviðið, og það sem fyrst. Þær eiga að koma sem nýr siðferðislegur kraftur. Þær eiga að koma með hrennandi ást á sannleilca og réttlæti. Þær eiga að koma með Iogandi áhuga á friði og jafnrétti. Þær ciga að koma með óþreytandi krafti til hjálpar þeim, sem bágast eiga og ætla að verða undir í bar- áttunni við mótlæti og fátækt. Og síðasl en ekki síst eiga þær að koma með þeim fasla úsetningi, að regna af öllum kröftum að hefja siðferðis- þroska þjóðanna, og stjórn- enda þeirra, ú hærra og æðra stig. Þetta er krafa Brautarinnar til allra kvenna. Þetta er skilningur hennar á hlutverki kvenna i stjórnmál- um framtíðarinnar, ekki aðeins hér á landi, heldur og um heim allan. Fylgi konur þessu háleita tak- marki, reynist þær tryggar þeim hugsjónum, sem í þvi felast, þá munu þær hljóta blessun komandi kynslóða. Því þær lögðu grundvöllinn áð þeiin framförum, sem bestar geta orðið hér á jörðu. Því alt er hismi hjú því, að getci hjálpað til að lijfta þjóðunum á æðra stig siðferðis- og göfugmensku. Og fari konurnar á undan munu karlmennirnir koma á cftir, þó hægt fari. Eins og kunnugt er fór fjár- málaráðherrann út fyrir ára- inót til þess að fá lán handa stjórninni. Talað var um að lánið ætti að vera um 12 til 15 miljónir króna. Stjórnin hefir lítið sem ekk- ert látið uppi um þessar miklu miljónalántökur, hvorki um hæð lánsins nje til hvers eigi að verja þvi. Er þetta stórvítavert fram- ferði af stjórninni, að vera að pukrast með svo stórkostlegt hagsmunamál þjóðarinnar, sem stórfeldar miljónalántökur eru, í stað þess að gefa blöðunum og þjóðinni fulla og glögga grein fyrir, hvað lán þetta skuli stórt, hvenær þurfi að taka það og til hvers eigi að nota það. Þjóðin á að greiða lánið, vextir og afborganir þess lenda sem skattar og álögur á hverju einasta mannsbarni í iandinu, beint eða óbeint. Fátæku ekkj- urnar jafnt og fátæki bóndinn og verkamaðurinn verða að stynja undir lántökubyrðunum; atvinnuvegirnir eiga að greiða þær. Það er litill vandi að fá lánin, en það er meiri vandinn, og aðalvandinn, að nota þau vel, og greiða þau skilvislega til baka. Þegar stjórnin ætlar að leggja slíkar ógnar miljóna- byrðar á þjóðina, virðist það ófyrirgefanleg ósvífni, að láta eins og ekkert sé um að vera, fara með mestu leynd á bak við þjóðina og blöð hennar, og láta ekkert vitnast tyr en 'lánið er tekið og búið er að binda enda á alt saman, svo við engu verði haggað og ekkert leiðrétt, hversu klaufalega og óviturlega sem að hefir verið farið, og hversu mikinn skaða sem lán- tökupukrið hefir bakað þjóð- inni. Látnökur í miljónatali eru svo stórt mál fyrir litla og fá- tæka þjóð, að það gengur glæpi næst, að teyma hana blindandi út í þær. En þetta pukur er ekki að- eins vítavert gagnvart þjóðinni, það er líka stórhættulegt fyrir þá, sem lántökurnar eiga að annast fyrir stjórnina. Þeir verða að fara að öllu með hinni mestu leynd. En það getur aft- ur orðið til þess, að þeir geta ekki notið nema mjög tak- markaðrar aðstoðar og það ofl manna, senx ekki beinlínis eru sérfræðingar á þessu sviði. Við þetta verður lánið oft miklu dýrara, en annars hefði orðið og lántökuskilyrði öll verri. Hjá öðrum ríkjum og stjórnum er það siður, að rætt sé um stórar rílcjalántökur í blöðunum. Lánsupphæðin ákveðin og til hvers nota eigi lánin. Og svo eru lánin boðin út meira og minna opinberlega, til þess að gefa þeinx, sem fjármagnið hafa, tækifæri til að gera boð í lánið. Með þessu móti er ef til vill hægt að fá nokkra samkepni, einkum ef mikið framboð er af peninguin á markaðnum, en litið um þá, sem stórlán þurfa. Peningaverslun er eins og hver önnur verslun, það er um að gera að kaupa peningana, taka Iánin, þegar peningamark- aðurinn er sem lægstur, þvi þá eru öll lánskjör sem hagkvæm- ust. Það er þvi rangt, og oft alrangt, að bíða með Iántökur þangað til á allra síðustu stundu, og verða svo kannske að sæta hvaða afarkostum, sem fjáreigendur setja. Þetta hefir viljað verða hlutskifti okkar íslendinga, illu heilli, en það má helst ekki endurlakast.' Að því eiga blöðin að stuðla. En það geta þau ekki ef öllu er haldið leyndu, og þau fá litið eða ekkert að vita. Þessi puk- ursaðferð verður því að hverfa. Hún er ekkert annað en heimska óþroskaðra fjármála- inanna. Upphæð lánsins. Það sem okkur ríður mest á að vita, og vita scm nákvæmast, er upphæð lánsins. Hver er hún? Og hver á hún að réttu lagi að vera? Ef stjórnin hefir ákveðið að taka 15 miljón króna lán, verð- ur hiin að gera glögga grein fyrir, til hvers hún ætlar að nota það, og hvort það er nauð- synlegt að taka það þegar eða ekki. Hefir stjórnin athugað hvað þarf peningalán til á næst- unni? Þessu er lika vcrt að

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.