Brautin


Brautin - 08.02.1929, Blaðsíða 4

Brautin - 08.02.1929, Blaðsíða 4
4 BR AUTIN n y Tilkynning. Afgreiðsla Brautarinnar er flutt á Lokastíg 19 uppi. Sími 1385. Afgreiðslan er opin daglega frá kl. 5—7 e. m. Ef vanskil verða á blaðinu eru menn vinsamlega beðnir að hringja á þeim tíma. Austanbændur eru nú farnir að þekkja þessa bílapilta og loftglópa og samgöngubóta- áhuga þeirra. Þeir vita nú orð- ið hvað „ekta“ hann er. Þeir vita, að hann er ekkert annað en fals og svik, fram- borinn í þcim eina tilgangi að að spilla fyrir því að Island verði aðnjótandi blessunar voldugasta samgöngutækis á landi, sem veröldin enn þelckir. Austanbændur eru engin börn. Þeir láta ekki flekast af falsi og prettum. Þeir vita að ef járnbrautin hefði náð fram að ganga, þegar-Björn gamli og hans fylgifiskar börðust eins og ljón gegn lagningu brautarinn- ar fyrir mörgum árum síðan, þá væru nú blómlegar framfarir á öllum sviðum austan fjalls, í stað örðugleika og fátæktar. Nú vill þessi sami afturhalds- maður spilla samgöngubótamál- um þeirra á ný og fær til liðs við sig rætnustu níðskrifara, sem hlakka yfir vesaldómi austansveitanna, sem þeir og þeirra líkar hafa hvað mest hjálpað til að skapa, með því að spilla af öllum mætti fyrir öllum helstu framfaramálum austanbænda. Járnbrautaráhugi hænda aust- an fjalls hefir stöðugt vaxið, og nú skjálfa allir framfaraféndur, því ekkert er eins voldugt og trúin á sigur framfaranna. Og það er hún sem gripið hefir austanbændur vora. Og vel sé þeim fyrir það. Fréttir. Karlakór Reykjavíkur hefir ákveðið að halda sam- söng í dag, að öllu forfalla- lausu. Mun það öllum söng- elskum mönnum tilhlökkun að fá að heyra þennan ágæta kór syngja. Ræktunaráhugi austanbænda er stöðugt að aukast. Nýlega var ráðgert á búnaðarfélags- fundi sem haldinn var í Ölfusi, að hefja ræktun á næstunni, um 100 dagsláttur. Þegar austanbændur fara af stað með aðra eins stórræktun, hvað mun þá síðar verða, þeg- ar fullkomnasta samöngubótin er fengin austur. Og svo er níð- bæklingurinn að tala um að ekkert sé til að flytja. — Ekki er öll heimskan eins. Hressingarhæli að Rcykjum i Ölfusi. Berklaveiki er, sem kunnugt er, einn af slcæðustu sjúkdóm- um vorum. Vér verðum að gera það, sem oss er mögulegt til að vinna hug á honum. Kunnugir menn segja, að hveragufa úr Reykjahverum hafi reynst berklasjúkum mönnum góð heilsubót. Væri ekki rétt að heilbrigðisstjórn vor léti rann- saka, hvort ekki væri mögulegt að láta reisa hressingarskálá fyrir berklaveikt fólk að Reykj- um í Ölfusi. Við megum engu tækifæri sleppa, sein nokkra von gefur um lækningu berkla- veikra manna. Reynuin að koma upp litlu hressingarhæli fyrir berklaveikt og gigtveikt fólk að Reykjum í Ölfusi. Sýni reynslan góðan árangur er auð- velt að fá samskot til aukning- ar hælinu. — Tilraunin kostar lítið. Árangur segir hvort á- framhald eigi að verða eða ekki. Enn hefir stjórnin ckkert gert til þess að reyna að koma á sættum milli sjómanna á tog- urum .og útgerðarmanna. Mun slíkt framferði víst eins- dæmi, að þeir menn, sem þjóð- in ber það traust til, að fela æðstu völd í landinu og gæta þjóðarhags í hvívetna, skuli vera svo gjörsamlega áhuga- Iausir uin skjót úrslit jafn þýð- ingarmikils máls og verkfall þetta er. Mun þessi framkoina stjórn- arinnar vera henni til litils sóma og mælist hvervetna illa fyrir. Nú vill Brautin enn skora á stjórnina að gera skyldu sína. Þeir, sem eftir miklum völd- uin sækjast, eiga að reyna að sýna það í verkinu, að þeir séu þeim starfa vaxnir, sem þeir hafa ólmir viljað taka að sér. Þjóðin hefir trúað þeim fyrir miklu, nú eiga þeir að sýna, að þeir verðskuldi þá tiltrú. Prentsmiðjan Gutenherg. 118 — Hvaða köllun í lífinu er það, sem ekki þykir of vanda- söm þeim, er af fullri alvöru'tekst hana á hendur? Vera svaraði ekki, en mikið langaði hana til, að frú Gripenstam segði eitthvað meira við sig. — Sonur minn segir, að vel geti komið til mála að hafa kaffisamsæti hérna í sjúkrahúsinu. Mundi systir Vera vilja vera mér hjálpleg með það í þessari deild? — Ó, hvað það væri gaman, mælti Vera, og barnsleg gleð- in skein út úr bláu augunum hennar. — Hvenær mundi þetta henta best? — Frá kl. 3 til 5 hvern dag, er vera skal. —• En væru nú einhverjir mjög sjúkir í salnum, væri það líklega frágangssök? — Auðvitað er heppilegast, að engir sjúklinganna væru mjög illa haldnir. En slíkt verður aldrei vitað fyrirfram, með því að slys og meiðsl geta að höndum borið er minst varir. En hinir sjúklingarnir verða þó að fá sína næringu, og ekki gera þeir þeim, er þyngra eru haldnir, ineira ónæði, þótt þeir drekki kaffisopa í stað mjólkursopans, er þeir eru vanir að fá síðdegis, mælti Vera glaðlega. Frú Gripenstam brosti við. — Mundi þetta geta orðið næsta fimtudag? — Já, ekki veit jeg betur. En hvað karlmennirnir verða glaðir! Þegar Vilhehn sá móður sína og Veru koma út úr dag- stofunni, gekk hann móti þeim og fylgdist síðan með þeim, en Vera sýndi frú Gripenstam deildina. Loks lauk hún upp dyrunum að eigin herbergi sínu. 119 — Eg hélt frú Gripenstam liefði gaman af að sjá, hvernig 6r umhorfs lijá okkur hjúkrunarkonunum. — En hvað hér er loftgott, bjart og viðfeldið! Frú Griþenstam litaðist um í herberginu, sem var lítið, en snoturt og vel um gengið, en mest fanst henni til alls þess, er henni virtist vera í náinni santhljóðan við persónu íbúandans. Þær ræddust við þarna inni um daginn og veginn, eins og í dagstofunni, í þeim aðaltilgangi, að heyra raddhreim hvor annarar og vera í návist hvor annarar; kvöddust síðan með fimtudaginn í huga. Báðaj, festu hugann á fimtudeginum, því báðum fanst nauðsyn á að hittast þá aftur. — Hún er óvenjulega elskuleg og ljúf, mælti frú Gripen- stain í hrifningu, þegar hún og Vilhelm voru komin aftur út á ganginn. — Eg vissi þér mundi litast svo, og hafði ekki fleiri orð um. — En hún er svo veikluleg, bætti frú Gripenstam við áhyggjufull. Vilhelm brá við þessi orð, og það var eins og honum lægi einkennilega mikið á að gera lienni skiljanlegt, að þetta væri engin furða, þar sem hún hefði alveg nýlega verið sjúk. — Hvað gekk þá að henni, blessuninni litlu? — Blóðeitrun, er- nálega hafði valdið henni handleggs- missis. — Hvað er þetta! — Það var eg, sem rispaði hana með hnífnum, meðan

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.