Brautin


Brautin - 08.02.1929, Blaðsíða 3

Brautin - 08.02.1929, Blaðsíða 3
BRAUTIN 3 oaoaaacfoaoooooaoooDoaoao o a 1 BRAUTN § o o o keinur út á föstudögum. — O jj Mánaðargjald fyrir fasta á- gj O skrifendur er 50 aura; einstök O 0 blöð kosta 15 aura. 0 g AFGREIÐSLA blaðsins er á g O Lokasttg 19, O ^ uppi. — Opin kl. 5—7 daglega. § O O 000000000000000000000000 gefa gætur, því lán á lán ofan er heimska. Því smærri og fleiri sem lánin eru, því dýrari eru þau og lánskjör verri. Þetta er algild regla. Þessvegna eigum vér, ef vér tökum lán á annað borð, að hafa það svo stórt, að við þyrftum ekki þegar á næstu árum að byrja á nýjum lántök- um. Hefir stjórnin ákveðið að járnbrautarlagningarlánið sé innifalið í þessu láni eða ekki? Þessu þarf stjórnin að gera sér ljósa grein fyrir, hvort sem þingið afræður járnbrautar- lagninguna í ár eða næsta ár, þá er vist að hún verður að koma. Frestur bændastjórnar á þessu mesta landbúnaðarmáli íslands væri slíkur smánarblett- ur á þessari fulltrúastjórn is- lensks landbúnaðar, að hún fengi aldrei undir því risið lil lengdar. Hér er um lán að ræða til samgöngumáls, sem er beint lífsnauðsynjarmál fyrir Sunnlendingafjórðung að fá þegar i stað komið í fram- kvæmd. Er miljónalán stjórnarinnar ætlað meðal annars til fram- kvæmda þessa máls eða ekki? Brautin óskar eftir ákveðnu svari við því. Sé það ekki, verður lánið að verða hærra, því lán til full- komnustu samgöngubóta við austursveitirnar verður að vera bandbært þegar á næsta ári. Þvi þá verður verkið óhjá- kvæmilega að byrja. Þetta verður stjórnin og austanþing- mennirnir að ábyrgjast að sé í lagi. Ef þeir svíkja þetta eða láta reka á reiðanum um jafn mikilsvert mál, sem varðar þeirra eigin kjördæmi, jafn- framt sem það varðar hag al- þjóðar, þá mega slikir óheilla- og ógæfumenn aldrei framar eiga sæti á Alþingi, sem full- trúar austanbænda. En svo er fleira. Ætlar stjórnin að verja nokkru af þessari fjárfúlgu til fyrirhleðslu Þverár? Búist er við að hún kosti nokkurt fé, ef samþykt verður. Þarf ekki lán til þeirra framkvæmda? Og er ekki betra að fá það um leið og með sem bestum kjörum? Þá eru Flóa- og Skeiðaáveitu- lánin. Væri ekki austanbænd- um betra að fá þeim breytt i löng lán með mjög-vægum af- borgunum og sem lægstum vöxt- um, en að vera að pina þá með þræla víxillánum, sem gerir þeim alveg ófært að greiða jafn- vel vexti, hvað þá heldur af- borganir. Væri ekki rétt að stjórnin athugaði hvort þeir gætu ekki fengið sinum lánum breytt í hlutdeild í þessu láni, án nokkurs bankamilliliðs, þvi þetta væri þeim þó nokkur lijálp í erfiðleikum þeirra. Einnig þurfa bændur að fá þannig bein lán ódýr til bygg- inga flóðgarða sinna, svo á- veitan komi þeim að verulegu gagni sem fyrst. Þetta er alt alveg nauðsyn- legt, alveg óhjákvæmilegt. En þá á stjórnin líka að athuga það og hjálpa til að gera bænd- um þetta sem allra léttast, því með því móti rétta þeir sig fyrst úr kútnum. Menn einblína oftast á „óbil- gjörnu klöppina“, þegar talað er um stórfrakvæmdir austan- bænda. En menn vara sig ekki á, að .óbilgjarnasta ldöppin* hjá okkur íslendingum er og verður altaf hvað við erum smásálar- legir, smáhuga og óframsýnir og tökum aldrei óhikandi á sjálfu málinu, án útúrdúra, ó- þarfa umstangs og aukakostn- aðar. Þess vegna vinst alt svo seint hjá okkur og þess vegna verður alt miklu dýrara hjá okkur en þyrfti annars að vera. Frh. Stórkostlegur járnbrautaráhugi austanbænda. Aldrei hefir járnbrautaráhugi austanbænda verið jafn mikiil sem nú. Nýlega voru margir þing- málafundir haldnir í Rangár- vallasýslu og á þeim öllum var samþykt tillaga um skjóta framkvæmd járnbrautarlagning- ar austur. Tillagan var sam- þykt með öllum atkvæðum austanbænda, sem fundina sóttu. Þökk sé austanbændum fyrir framsýni þeirra, áhuga og ættjarðarást. Það hefir hér i einu dagblaði verið reynt hvað eftir annað að níða austan- bændur fyrir framsóknaráhuga þeirra á sviði samgöngumála. Þessar svivirðilegu niðgreinar hafa engan ávöxt borið enn, og munu vera þeim mest til skammar, sem flytja slikar níðgreinar undir svikadulnefn- um. Járnbrautar niðbæklingi eft- ir afturhalds-Björn, hefir verið reynt að dreifa út meðal austanbænda, til að reyna að tæla þá til að svíkja sjálfa sig og málstað sinn. — En niðrit auðkýfingsins mikla, sem mest hefir barist alla æfi gegn sam- göngubótum austanbænda, hef- ir engan árangur borið. Bændur austan fjalls vita hver meiningin er hjá haturs- mönnum járnbrautarlagningar- innar. Meiningin er að reyna að nota kákbílveginn rándýra og ónothæfa, til að dreifa og sundra áhugamönnum járn- brautarinnar hér og austan fjalls. Fá svo öllu slegið á frest og ekkert gert. Þetta hefir altaf vakað fyrir Birni gamla og öll- um framfarafénduin. Þetta sést best á því, að þessir afturhalds- birnir hafa aldrei minst á sam- göngubætur austan fjalls, fyrr en járnbrautaráhuginn hefir verið orðinn svo mikill austan fjalls og hér, að þeir hafa bú- ist við að málið næði fram að ganga. Þá hafa þessir framfara- óvinir risið upp alt í einu og farið að heimta alt annað; yfir- bygðan kerruveg, bilveg, loftför o. s. frv. Alt til þess eins að spilla af öllum mætti fyrir járnbrautinni. 120 stóð á uppskurði, og við það komst sóttkveikjan inn í hlóðið. — En hvað þér hefir hlotið að liða illa, meðan tvísýnt var um handlegginn, mælti móðir hans með innilegri hlut- tekningu. — Já, ekki voru það skemtilegir dagar. — En það hefir þó ekki verið þér að kenna? Eg trúi þvi ekki, að þér farist neitt klaufalega við uppskurði. — Það held eg ekki, mælti hann og brosli lítið eitt við. Það var hreint og beint slys, en engu að síður tók eg mér það afar nærri, líka sjálfs mín vegna. — Veslings drengurinn ininn, það skil eg ofur %él. Og þú hefir ekki minst á það einu orði, hvað þú áttir bágt. —Það gat eg ekki um þær inundir. — Varst það þú sem sást um handlegginn? — í rauninni var það prófessorinn, en eg batt um, og vitjaði hennar milli heimsókna prófessorsins. Hún lá i her- bergi sínu í þesari deild. — Eg kom mér saman um við systur Veru, að halda dálitið kaffisainkvæmi næsta fimtudag inni í salnum, þar sem hún starfar. Má eg það? Hann brosti. — Máttu! En hvernig er það, þú ætlaðir að bjóða kven- sjúklingunum, mælti hann í spaugi. — Ja, það verður að bíða annars tíma. Eg byrja hjá systur Veru. Það er nú eins og eg hefi sagt þér áður, þú verður að sætta þig við úr þessu, að sjá mig hér af og til. 117 — Við eruð farin að búa alt undir nóttina; það er snemma farið að hátta hérna i sjúkrahúsinu, mælti Vera. ■— Ef til vill þá snemma farið á fætur á morgnana? — Klukkan sex. Þegar klukkan fimm hefja næturverð- irnir starf sitt, sakir sjúklinga þeirra, sem þá eru vakandi. — Er það ekki of snemt fyrir sjúklingana? — Þeim leiðist oft að bíða morgunsins. Hérna er dag- stofan. í þetta skiftið var hún tóm, þvi að þeir sjúklingarnir sem verið höfðu á fótum, voru farnir að hátta. Frú Gripenstam gekk þangað inn og tók sér sæti, en ■ Vera stóð fyrir framan hana. Vilhelm var eftir i salnum. Frú Gripenstam tók eftir þvi, live Vera var bljúg og auðmjúk i allri framkomu við hana, og jafnframt, með hve mikilli forvitni hún virti hana fyrir sér, er hún hugði að ekki væri eftir sér tekið. — Ætli ég tefji ekki fyrir yður, systir Vera? — Nei, engan veginn. Námsmeyjarnar og aðstoðamenn- irnir sjá um þau störf, sem enn eru óunnin. Það leyndi sér ekki, að frú Gripenstám féll Vera mjög vel í geð, og Vera fann það sér til mikillar ánægju, enda mintist hún nú orða doktorsins um móður sina þá fyrir skemstu. — Eg get vel skilið, að slíkt starf sem þetta hljóti að veita lijartanu fullnægju, mælti frú Gripenstam i samúð- arróm. — Það er hara þetta, að kröfurnar, sem það gerir til manns, eru svo háar, þegar því skal sinna af alhug.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.