Brautin


Brautin - 22.03.1929, Blaðsíða 2

Brautin - 22.03.1929, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN o o 8 laooooooooooooooeioacHMfsa J o BRAUTIN | O kemur út á föstudögum. — O — Mánaðargjald fyrir fasta á- g skrifendur er 50 aura; einstök O blöð kosta 15 aura. AFGREIÐSLA blaðsins er á S Lokastíg 19, ö uppi. — Opin kl. 5—7 daglega. g 000000000000000000000000 menningu þjóðarinnar í íram- tíðinni, að hætta ekki hollum lifnaðarháttum sveitanna, þó ilia gangi um stund. Þeir vilja sanna mál sitt með því að byrja á að reyna mátt sveitanna, á þann hátt, að þau héruð, sem auðugust og frjó- sömust eru séu fyrst tekin til ræktunar í svo stórum stíi og með svo fullkomnum tækjum, að verulegur árangur megi fljót- lega sjást. Þau héruð, sem tiltækilegust eru, álíta allir Suðurlandsundir- lendið. En því er svo 1 sveit komið að ómögulegt er að þetta geti heppnast eða borið tilætlaðan árangur, nema því sé séð fyrir samgöngubót, sem sé svo örugg að gengið geti allan tima árs, vetur sem sumar, í illviðrum sem góðviðrum og jafnframt svo endingargóð og ódýr til flutn- inga, að allar framleiðsluvörur austan-bænda geti staðist sam- keppni við framleiðslu annara þjóða. Þetta samgöngutækl er til, þetta samgöngutæki er notað af öðrum þjóðum með besta árangri. Þetta samgöngutæki er að dómi lærðustu og vitrustu samgöngu- fræðinga, bæði erlendra og hér- lendra, að eins eitt. Það er jArnbrautin. Pað er trúin á sveitirnar, það er skilningur vor á hinu mikils- verða hlutverki bœndastéltarinnar i menningarsögu frámiiðarinnar, sem veldur þvi, að vér megum ekki hugsa til að sjá hana vesl- ast upp i fátœkt og örbirgð. Þvi við það er frægasta menningarhæli íslen'ku þjóðarinnar lagt i rústir. En það er líka að voru áliti beinlínis stór-háskalegt, þegar litið er á það frá bláköldu fjár- hagslegu sjónarmiði. Því þó fiskiveiðar vorar gangi nú vel og gefi mjög mikinn og góðan arð, þá er alls eDginn vissa fyrir því að svo muni verða framvegis, þvert á móti. Því meiri sem hagur af fiski- veiðum er, því fleiri fara að stunda þá atvinnugrein. Við það hleypur ofvöxtur í framleiðsluna, sem hefir í för með sér stórfelt verðfall vörunnar á sölumark- aðnum, Verður þá tapið ef lil vill þeim mun meira, því meira sem aflast. Þannig getur jafn- vel góðæri snúist til skaða. En auk þess má alt af búast við fiskileysisárum öðru hvoru, þar sem mörg hundruð togarar Sveitakonan. Einyrkjans er óður ætíð laus við harkið, oft er hugur hljóður, hærra þráir markið. Öllum eldri fræðum er nú búin tína; ein hjá eldhúsglæðum yrki’ eg vísu mína. Bíður mér þá Braginn bjartan sinn í lundinn, að lokka er ’hann laginn líður fljótt hver stundin. Geislar gulls af sjóðum gríp þar ör og boga, hrekk eg upp hjá hlóðum hætt er nú að loga. Sú þarf mörgu að sinna, sem er ein um störfin verður æ að vinna vekja, skylda og þörfin. Pað er ei til þrautar þó að gangi svona. Ber upp merki »Brautar« bjartsýn sveitakona. Valla á Völlum. Rakvélar. Rakhnífar. Rakvélablöð. Bonolía á Mublur. Fægilög Bonvax. Gólflakk. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. — Sími 24. elta fiskinn látlaust uppi allan ársins hrÍDg með hinum full- komnustu veiðitækjum. Alt þetta bendir ótvírætt til þess að vér megurn alls ekki treysta sjávarútveginum einum í framtíðinni. Heldur verðum vér alt af að eiga traustan og góðan bakjarl, ef illa fer. Og þessi bakjarl á að vera land- búnaðurinn. Ef við fáum örugga sam- göngubót austur, getum vér eignast þar héruð, sem geta fætt og klætt mikinn hluta landsmanna, þegar komin eru i sæmilega rækt. Þetta er enginn draumur eða höfuðórar. Þelta er óhrekjandi sannleikur. Þess vegna er baráttan fyrir samgöngubótum austansveitanna svo hörð. Þess vegna verður aldrei hætt fyrr en sigur er unninn. Það má tefja málið, það má þvæla þvi fram og aftur af á- hugalitlum og vitgrönnum þing- fulltrúpm. Fyrirlitlegur héraða- kritur getur seinkað því. En alt kemur það fyrir ekki neitt. Trúin á sveitirnar hlýtur að sigra að lokum. Því ræktun þeirra og yrking á að geta crðið örnggasti og farsælasti atvinnu- vegur íslendinga um alla framtið. Falskar tölnr. Eitt af því ljótasta, sem fram hefir komið frá samgöngubóta- fjendum er hin vítaverða lilraun þeirra tii að falsa hina ttarlegu kostnaðaráætlun járnbrautar- fræðinganna. Hefir talnafölsun þeirra verið hin gifurlegasta. . Eins og kunnugt er, hafa sér- fræðingarnir, hinir færustu, sem völ hefir verið á, áætlað, að brautin muni kosta rúmlega 6 miljónir króna. Þessa tölu hafa óvinir auslansveitanna hækkað upp í 10 miljónir króna, án þess að færa nein rök fyrir eða sýna íram á í hverju kostnaðaráætl- un sérfræðinganna sé röng. Menn, sem varla hafa járnbraut séð og aldrei fengist neitt við járnbraut- arlagningu taka sér fyrir hend- ur að kollvarpa alt í einu hinni nákvæmustu og samviskúsöm- ustu áætlun fræðimanna í þessu máli og bygpja nýja áætlun af handahófi, sem á engu er bygð nema þeirra eigin fávisku og framfaraóbeit. Hvernig má treysta slíkri áætlun? Hvernig má treysla áliti og dómgreind þeirra manna, sem svo ósvífnir eru í fram- komu sinni, þegar um hið mesta þjóðarvelferðarmál er að ræða? Vjer sjáum það ekki? En hitt sjáum vjer vel, að með þvi að koma fram með þessar fölsuðu tölur ætla þeir að hræða fáfróða menn frá stuðningi við málið. Vel kann að vera aö þeim tak- ist það í svip. Og vist er um það að nokkuö mun þeim þeg- ar hafa orðið ágengt með þessu. En nú viil svo vel tii að einmitt Nankinsföt. Þetta al-viðurkenda er trygging fyrir haldgóðum og velsniðnum slitfötum. um þetta atriði, kostnað brautar- lagningarinnar má fá fulla vissu áður verkið er haflð. Hér þarf því enga ágiskun. Fölsku tölurnar munu falla af sjálfu sér um koll. Vissuna má fá með þessu móti: Þegar þingið hefir veitt heimild til járnbraularlagningar samkv. framkotninni kostnaðar- áætlun járnbrautarfræðinganna býður stjórnin út lagningu braut- arinnar annaðhvort í einu lagi eða í smærri hlutum eflir því sem vegamálastjóra þykir hent- ast. Útboðin verða send til helstu iðnaðarlandanna, sem lík- legt er að vildu taka að sér lagninguna, svo sem Svíþjóöar, Þýskalands, Belgíu, Englands, Bandaríkjanna o. s. frv. Þegar tilboðin koma má sjá næstum upp á eyri hve rnikill kostu- aðurinn verður. Mun þá sjást hverir réttara hölðu fyrir sér hinir þaulæfðu lærdómsmenn eða hinir fáfróðu, þekkingarsnauðu handahöfs talna- falsarar, sem alt kapp lögðu á það, að ýkja sem mest, en vita sem minst. Frh. Sálarlíf barna. Frh. ---- En það er ekki einungis skap- gerð þeirra sem með barnið fara, sem hefir áhrif á sálarlif þess heldur alt það umhverfi, sem þáð lifir í. Alt sem j>að heyrir, sér og finnur til, jafn- vel það sem vér köllum dauða hluti, sem lifandi verur, hefir á- hrif á skapgerð barnsins og mótar hana að meira eður minna leyti. Forejdrar, eður þeir, sem ganga hörnum í foreldra stað, ættu vandlega að íhuga hve háleitt hlutverlc þeim hefir ver- ið falið, eður tekist á hendur, með þvi að sjá hinum unga heimsborgara fyrir uppeldi, og að það hvílir mikið á þeirra á- byrgð hvaða gagn þjóðfélaginu verður að honum, nær hann hef- ii' náð þroska og aldri til að starfa fyrir sjálfan sig og aðra. Eí' faðir eður móðir, eður aðr- ir sem umgangast barnið, gariga með afbrygðissemi, tortrygni, síngirni, Íeiði, hatur og þótta, þólt þessar hugsanir séu ekki

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.