Brautin


Brautin - 12.04.1929, Blaðsíða 2

Brautin - 12.04.1929, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN lárnbrautarmálið. Ðrautin gefur 300.000 krónur yfir árið upp í vexti þegar á 10. ári, samsvarar það 5% af stofnkostnaði Brantin og-fossavirkjunin Nú þegar er i fullri alvöru farið að tala um það að virkja Sogið til þess að útvega Rvik nægt rafurmagn til ljósa og hit- unar. Er nú verið að semja um kaup á vatnsréttindum i Soginu og búist við að bærinn eða rikið kaupi. Útlent félag býðst, að þvi er sagt er, til að leggja fé fram til virkjunarinnar raeð góðum kjörum og taka verkið að sér. Pegar þetta fréltist austur vaknaði strax áhugi hjá austan- bændum um að reyna að fá raftaug austur i sveitir. Hafa þeir kosið nefnd manna til að reyna að vinna að þessu og fá stjórnina til að láta gera áætlun um kostnaðinn, framkvæmd á verkinu o. s. frv. Er þessi áhugi austanbændum tíl stór sóma. Ef úr þessu verður, er hér mikið velferðarmál austansveit- anna á ferðinni. Fjöldi bæja fá rafmagn heim til ljósa. og hit- unar. Við þetta aukast stórum ræktunarmöguleikar austansveit- anna, þvi bændur geta þá notað þann áburð, sem þeir annars hefðu brent til túnræktunar. Við þetta aukast allar búsaf- urðir og flutningsþörfin verður meiri og meiri. Enn rekur að þvi sarna. Járnbrautin fær meira og meira að gera. Hagnaður hennar augsýnilegri. En auk þess er annað atriði enn merkilegra í sambandi við fossvirkjunina, sem getur haft hina mestu þýðingu fyrir lagn- ingu brautarinnar og rekstur. Ef hægt er að fá mjög ódýrt rafmagn við virkjun Sogsins, er liklegt, að nota megi það til að knýja járnbrautina áfram. Með öðrum orðum vér fáum raimagnsbraut, þar sem foss- arnir á Suðurlandsundirlendinu keppast við að leysa samgöngu- fjöturinn af hinu mikla sveita- undirlendi austanfjalls. Náttúran virðist þar með hafa skapað sér kraft til að losa sem auðveldlegast úr læðingi það hérað, sem langmesta framfara- möguleika á, af öllum sveitum þessa lands, að eins, að vér sjálfir höfum hug og kjark til að nota oss þennan mikla nátt- úrukraft i þarfir aukinna fram- fara og viðreisnar íslensku þjóð- arinnar. Förfin á útlenda eldsneytinu minkar að miklnm mun. ís- lensku fossarnir kveðja sér hljóðs og bjóða þjóðinni krafta sina til að lýsa og hita landið og knýja fram þau samgöngu- tæki, sem fullkomnustu eru og mest þörf fyrir. Fegar þingfulltrúar austan- bændanna lögðust sem lægst og sviku hvað gifurlegast, hófu foss- arnir á Suðurlandsundirlendinu sigurljóð sin og kváðu aftur kjark og kraft i austanbænd- urnar. Og það voru engir tál- og fals-söngvar bitlinga-svikar- anna. Það voru kraftaljóð islenskrar náttúru, sem hefir verið lffgjafi þjóðar vorrar frá því landið bygðist: Komið þið bara með brautina, okkur verður ekki mikið fyrir að knýja hana á- fram, ef við megum bara ná taki á henni. Notið jötunafl vort og vér munuro vinna islensku þjóð- inni alt það gagn, sem vér get- um. Þannig kveða fossarnir kjark og framfarahug í eyru bænda vorra af þeim móð og krafti, að allir afturhaldsfjötrar hljóta að bresta sundur sem hismi væri. Flutningsþörf austan- sveltanna. Eitt af þvi, sem brautarfénd- ur stöðugt stagast á, er að það sé engin þörf samgöngubóta austur, því það sé ekkert til að flytja. Þetta atriði var auðvitað það, sem járnbrautar-fræðingurinn merki fyrst og fremst rannsak- aði eftir því sem föng leyfðu. Þótti honnm mikilsverður stuðn- ingur að þvi að öll umferð um Þingvallabraut og Hellisheiði var talin i eitt ár frá 15. júni 1922 til 16. júní 1923. Um þetta segir skýrsla hans svo frá: Enda þótt mjög vanti á að vegir þessir séu góðir, kemur í ljós að um- ferðin er ótrúlega mikil, 28000 manns yfir Hellisheiði og 5000 smálestir af vörum og lifandi fé. Vöruflutningarnir reyndust þannig 500 kg. á hvern mann í sveitum, sem að brautinni liggja og bendir það ótvírætt á miklu meiri flutningsþörf en í norsk- um bygðarlögum, þar sem um jafn langa og örðuga leið er að fara. Ástæða þessarar miklu flutningsþarfar er sjálfsagt að nokkru leyti hafnleysið á suður- ströndinni samfara því að bænd- ur verða að sækja að flestar þungavöfur, svo sem mjöl, byggingarefni og jafnvel eldivið. Og enn bætir hann við: Það má óhætt fullyrfia, að reynslan verflnr jafnan sú, að bæði fólks- og vöruflutningar vaxa til muna X V X V.XX X X X .WWV\\VV\X' VVVVV XX\X\X\X\X\X\X\X\XW Tjöld. j i*. Saumum T ] Ö L D af öll- \ um stærðum. Höfum fyrirliggjandi fjölda ^ ; tegunda af TJALDAEFNi. | s /■ Verðið mjög lágt. I Veiöatærav. „Gejsir". í X\X\X\V V V V X .VX\X\X\X\X\X\V X\X\X\X\X\X\VX\X\X\X\X\X\X\X\X\X\X\X\X» með nýju járnbrautarsambandi og jafntramt má æfla að nmferðin vaxi hér jafnt og ört — jafnhliða aukinni ræktun og framleiðslu á Suðurlandsundirlendinu. Þannig farast hinum stór- merka járnbrautarfræðingi orð i hinni frægu skýrslu sinni. Síðan taluing fólks- og vöru- flutninga, sem að ofan getur, fór fram, eru nú liðin rúmlega 6 ár, og þó byrjað væri strax á brautarlagningunni myndi ekki vera hægt að byrja að nota hana fyrr en eftir rúml. 3 ár. En á þessum árum, sem þegar eru liðin, hefir flutningur aukist gífurlega. Fólksfjöldi hér í Rvik hefir aukist nær um */*• Flutningaþörfin eykst stórkost- lega með hverju ári. Og hvað muu þá verða þegar brautin er fullgerð og hefja má ræktun austanfjalls i stórum stil. Þá fyrst fara menn að sjá fyrir alvöru hve flntningsþörfin er gífurleg og hoe mikil fásinna það er að halda að ekki verði nög til að flyt/a með brautinni. Allur aðalflutningurinn verður með brautinni, og þaðan taka við reglubundnar bílaferðir til aðalstaðanna, sem dreifa vöru- maguinu til binna ýmsu sveita, en taka aftur afúrðir þeirra til baka að járnbrautarstöðinni. Hið fullkomnasta samgöngu- kerfi er þá myndað, og vöru- flutningarnir ganga sleitulaust allan ársins hring eftir því sem vaxandi flutningaþörf krefur. Eitt af þvf skaðlegasta við stórframkvæmdir er það, að gera ekki ráð fyrir eðlilegum vexti. Það hefir oft komið fyrir oss lslendinga og bakað oss mikið tjón. En sjaldan verður það nógu vel brýnt fyrir mönnum, að þegar ráðist er í dýr fyrirtæki, þá er eitt aðal-atriðið að vera ekki með kákverk, þó ódýrara sé í svip, heldur byrja strax svo fullkomið, að til öruggrar fram- búðar megi verða. Flutningsþörfin austur er i hröðum vexti og krefst því full- komnasta flutningatækis, sem hægt er að nota til landflutn- inga og það er járnbrautin. (Niðurl.). Sálarlíf barna. Frh. ---- Þegar barnið fer að ná aldri til þess að draga ályktanir af þvi, sem fyrir það ber og fram við það kemnr, fer að geta látið hugsanir sinar í ljósi með orð- um og athöfnum, farið er að bjóða barninu að gera þetta og hitt, og aftur að banna því annað, sem það vill sækjast eftir, ber fyrst og fremst að gæta þess að samræmi sé i þeirri leiðsögu, sem barnið fær. Það má ekki taka af því sem góða cg gilda framkomn eitt skifti, sem því öðru sinni er bannað með harðri hendi, við það trufiast réttlætis ályktanir þess og hugsunargangur og það myndar þrjósku hjá þvi til ó- hlýðni, þegar þannig er að farið. Jafnframt og barninu er eitthvað bannað, ber að útskýra fyrir því hversvegna það megi ekki eitt og annað, sem það sækist eftir, þótt best sé að banna barninu, sem minst á meðan það er ungt heldur leiða huga þess frá því, sem það ekki má athafast, til þess sem því er leyfilegt að gera, getur oft það komið fyrir sem gerir það nauðsynlegt að þvi sé bannað, en það ber að gera með góðvild og festu en ekki með frekju og kulda. Á þessu tímabili, sem og ætið ber þeim, er með barnið fara, að reyna að skilja hugsunagang þess og skilnings þroska. Fulltlða fólk má ekki ætlast til þess að börn hafi sama skilning á hlutunum og það hefir sjálft, ekki heldur að þau hafi svo háar siðferðis- kendir og þekkingu á þvf sem komi að skaða og bæta þau og aðra. Þetta kernur smám saman og það ber að fræða börnin ura þessa hluti með alúð og ná- kvæmni. Sé sálarlífi barna veitt eftir- tekt, t. d. hjá drengjum alt til fermiugaraldnrs, virðist bardaga og víkingseðlið ráða mestu. Það sem þeir bera mesta virðingu fyrir, er ekki siðgæði og þekk- ing heidur afl og hreisti, sá er mestur í þeirra augurn sem duglegastur er að slást, fljót- astur að blaupa, og jafnvel þeir sem slungnastir eru í hrekkjum. Þessi hugsanagangur þeirra er fremur illa séður bjá fulltiða fólki, sem gleymt hefir bernsku sinni og sinum eigin æskubrek- um. Drengir gera sér sinar eigin reglur, og þykja þær margar hverjar benda til villimensku, þeir flnna að fulltiða fólk skilur þá ekki og þeir reyna því að leyna það háttum sinum, þeir fara oft illa með hina máttar minni félaga slna, en þeir sem undir verða urobera það oft undnr vel, viðurkenna hreysti hinna, en hugsa sér iafnframt, að ná sér niðri á þeim á ein- hvern hátt, eður að geta líkst

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.