Brautin


Brautin - 24.05.1929, Blaðsíða 3

Brautin - 24.05.1929, Blaðsíða 3
BRAUTIN 3 #' Nýkomið. Með e.s. Gullfoss fengum við mikið úrval af allskonar vefn- aðarvörum. — Þar á meðal: Lífstykki og Corselet. Sum- arkjólaefni. Ullarkjólatau. Baðsloppar.Sportsokkar,fyrir unglinga og börn. Silkisokkar, svartir og mislitir og m. m. fl. I/erðið sanngjarnt eins og vant er. Póstkröfur sendar hvert á land sem er. Verslun Gunnþórunnar & Co. E imskipafélagshúsinu. Sími 491. En þó hann hafi mjög iðkað þetta hvortveggja eftir að hann fór að gefa sig að ritstörfum og stjórnmálum, þá má hann ekki láta þetta verða að óvið- ráðanlegri ástriðu hjá sér. Hann má alls ekki örvænta um það, að hann geti losnað við þennan ljóta kvilla, ef hann reynir það af öllum mætti. Hann á að byrja á þvf, að fara til konn sinnar, og reyna að læra hjá henni undirstöðu- atriði almennrar kurteisi og hvernig menn, sem vilja teljast nokkurnveginn siðaðir, eiga að haga orðum sínum við kven- fólk. En framar öllu á hann að varast, að rita greinar sinar i bræði, þvi þá vill oft slæðast margt ljótt og óþverralegt með, einkum hjá þeim, sem eru hálf- illa innrættir að náttúrufari. JRVéttir. Þingsllt. Siðari hluta laug- ardags fóru þinglausnir fram i sameinuðu þingi. Hafði það kvisast um bæinn nokkrum dögum áður, að þingi ætti að slfta fyrir hvítasunnu, en menn trúðu því varla, því fjöldi stór- mála biðu afgreiðslu, sem þörf hefði verið að til atkvæða hefðu komið, þegar á þessu þingi. Er vafasamt hvort rétt er að taka svo mörg mál fyrir, að þau tefji fyrir allri afgreiðslu aðalmálanna. Það þing, sem nú hefir verið háð, má telja merkilegt að því leyti, að það hefir reynt af fremsta megni að hjálpa til að útvega bændastéttinni hagkvæm láns- skilyrði. Eiga allir flokkar þakkir skilið fyrir að sjá og skilja hve þörf landbúnaðarins er mikil fyrir penÍDgalán með þeim kjörum, sem sveitirnar geta ráðið við. Einhuga hefir þingið fylkt sér um þetta stórmál eins og jafnan á að vera, þegar mikil þjóðar- mál verða að leysast. En ekki er nóg að búa til lögin, nú er að reyna að koma þeim sem fyrst í framkvæmd. Bændurnir verða að fá lánin sem allra fyrst. Stjórnin verður þvi að taka nú á öllum þeim dugnaði sem hún á, og hefja þegar framkvæmdir til að afla Búnaðarbankanum, svo mikils fjár, að bændur geti tregðulaust fengið þau lán, sem þeir þurfa. Er hér mikið verkefni fyrir fjármálaráðherrann nýja, og er nú mikils um vert, að gifta fylgi starfi haus. 176 boði, að veðrið skyldi vera þeim svo einkar hagstætt. Þrjú ár voru liðin frá því er Vera hafði tekið að sér sjúkrastofuna. Þessi þrjú ár hafði hún dvalið þar, og með trúmensku og dugnaði leyst af hendi störf sín þar til nú, er biðtíminn var á enda. Eftir að sá timi var liðinn, er Vilhehn skyldi gegna að- stoðarlæknisstörfum, hafði hann hafið lækningar á eigin hönd í Stokkhólmi, og þegar orðið vel ágengt, og var það meðfram að þakka prófessor Bornstedt, sem einmitt um það leyti hafði látið af læknisstörfum og mælt fram með Vilhelm við sjúklinga sína. Ýmsar skurðlækningar, er hánn hafði gert á velþektum mönnum og tekist höfðu prýðiíega, gerðu það að verkum, að hinn ungi handlæknir féklc orð á sig, og áður en tyrsta ár hans sem sjálfstæðs læknis var liðið, var fjárhag hans svo komið, að liann gat farið fram á það við Veru, að standa nú við orð sín og verða konan hans. Að morgni þess dags, er liér ræðir um, hai’ði hann komið í þorpið með næturlestinni, og stuttu eftir komu sína hafði hann lagt leið sína til sjúkrastofunnar, þar sem Vera beið hans, klædd látlausum hvítum kjól og með bjarta brúðar- blæju. Þaðan fylgdust þau að beint til kirkjunnar, er var örstuttur spölur, og létu gefa sig saman. Vera hafði hafnað boði framkvæmdarstjórans og konu hans um það, að mega halda brúðkaupsveisluna. Missættið við foreldrana varpaði skugga á brúðkaup þeirra; þessvegna létu þau lenda við hjónavígsluna sjálfa, en höfnuðu öllum veislufagnaði. Um þingstörfin skal annars taka þetta fram: Alls höíöu verið tekin til með- ferðar 146 mál, og urðu þar af ekki útkljáð 56. Fyrir þingið voru lögð 31 stjórnarfrumvörp og 85 þingmannafrumvörp eða alls 116 frumvörp og urðu þar af 53 að lögura. Feld voru 7 þingmannafrumvörp, öðrum 7 var vísað frá með rökstuddri dagskrá eða til stjórnarinnar, en 49 urðu ekki útrædd og voru þar í 8 stjórnarfrumvörp. — 28 þingsályktunartillögur voru bornar fram. Voru 19 þeirra samþyktar, 1 feld; 3 visað frá og 5 urðu ekki ræddar. 2 fyrir- spurnir voru bornar fram, en hvorugri var svarað. Eins og sést af ofanrituðu, þá hefir heill aragrúi af málum komið fyrir þingið, og ekki við- lit, að alt gæti komist fram. Auk Búnaðarbankalaganna má telja tvö merkismál, bann gegn óhollum kjallara-ibúðum frá kvenfulltrúanum á þingi, stór- merkt nýmæli, og lög um verka- mannabústaði, sem aðallega má þakka jafnaðarmönnum. Mun Brautin þakka hverjum þeim, sem góð mál flytur og stendur að þeim með einbeitni og krafti. Vill hún þar á engan halla, en fara að eins eftir þvi, sem hún telur þjóðinni gagnlegast. Til þess höfum vér þingmenn, að þeir sýni, að i þeim sé dug- ur og karlmenska til góðra verka, en ekki kveifarskapur og litil- menska um alla hluti. Og vænt hefði henni þótt um, ef hún hefði gelað hrósað þeim að einhverju fyrir framkomu Ef vanskil verða á afgreiðslu blaðsins til kaupenda, eru þeir vinsamlegast beðnir að geia að- vart strax með því að hringja i einhvern af þeim simum sem auglgstir eru i blaðinu, eða skrifa til ritstjóranna. þeirra í járnbrautarmáli austan- bænda, en þá von elur hún enn í brjósti, þó ólíklegt megi teljast, að svo vaxi þingmönnum vor- um kjarkur og höfðingsskapur til næsta þings, að þeir þori að reyna kraftana á að slíta sam- göngufjöturinn af Suðurlands- undirlendinu. Auönuleysi austanbænda hefir verið mikið á þessu þingi, hvað framgang áhugamála þeirra snertir, en hver veit nema það kunni að snúast á annan og betri veg á næsta þingi. Það er til máltæki, sem segir: Þolin- mæðin þrautir vinnur allar, hver veit nema það geti lika ræst á austanbændum. Um sum óhappaverk þings- ins, svo sem að fella launa- bætur yfirsetukvenna, og hinn litla visi til hækkunar á elli- styrk fátækra gamalmenna og svo iramvegis, skal ekki talað um nú, en siðar tekið til yfir- vegunar. En smánarblettur er það á þeim, sem þar voru fremst- ir að verki og mættu þeir gjarnan kenna nokkurs sársauka af. Þegar slitið var þingi var hrópað nifalt húrra fyrir kon- ungi, og tóku sumir þingmenn ekki undir. Þetta virðist óþarfa siður og með öllu meiningarlaus. Kon- ungs húrra-hróp eru oftast tíska Guð hennar mömmu. 173 á honum, og dró því hans taum, hugsunarlaust og af all- mikilli heift. Fyrst í stað reyndi hún í bréfum sínum að telja henni hughvarf og bera sig illa, en er fram i sótti voru bréfin l'ull af bitrum ásökunum og kvörtunum. Veru varð það því 1 jóst, að með því að halda trúnað við Vilhelm mundi hún ekki aðeins verða saina sem föðurlaus, heldur og móð- urlaus, en hvorugt bifaði hót trúnaði hennar við unnustann. Þessar sáru ástæður allar, og beisku hugsanir, er við þær voru bundnar, urðu Veru svo óbærilegar, að hún varð að varpa þeiin af sér, ef hún ætti ekki að kikna undir þeim, og hún sá ekki að annað gæti bjargað sér en starfið. Auk þess var henni orðin nauðsyn á, frá fjárhagslegu sjónarmiði, að fá eitthvað að starfa. Faðir hennar gerði sem sé alvöru úr hótun sinni með því að lýsa yfir þvi að hann ætlaði sér ekki að styrkja heitmey Vilhelms Gripenstams einum eyri. Vera átti dálitla ársfúlgu, er nam nokkurum hundruðum króna, en hún hrökk ekki til að geta lifað af. Og ekki i'anst henni geta komið til mála, að Vilhelm hefði nokkurn kostnað af sér, meðan hún væri ekki orðin kona hans, og meðan tekjur hans voru ekki meiri en þá var komið. Niðurstaðan varð því: slarf, umfram alt, starf. Um sumarið hafði Vera kynst konu framkvæmdarstjóra við allstóra verksmiðju í sókn þeirri, er næst lá heilsuhæl- inu. í ráði var að koma upp sjúkrastofu í verkamannaþorpi því er risið hafði upp kringum verksmiðjuna, og sk'yldi þar skipuð hjúkrunarkona. Þegar er Vera hafði heyrt, að þetta væri í ráði, hafði hún, hálfgert í spaugi, spurst lyrir um,

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.