Brautin


Brautin - 24.05.1929, Blaðsíða 4

Brautin - 24.05.1929, Blaðsíða 4
4 BRAUTIN Sumardvöl: Ef nóg þátttaka fæst tökum við börn í dvöl í sumar að Reykholti í Biskupstungum. Þeir sem vilja biðja okkur fyrir börn verða að tala við aðra hvora okkar fyrir 29. þessa mán. Sigríður Magnúsdóttir, Suðurgötu nr. 18. Sími 533. Heima kl. 10—3 Vigdís G. Ðlöndal, Skálholtsstíg 2. Sími 888.Heimakl.l-4ogkl.7-9e.h- Scannongs legsteinar. Nýkomnir marmarasteinar, Granít og marmara- plötur. Áletrað af kunnáttumönnum. Steypum í kring um grafreiti. — Aðalumboðsmaður á íslandi Sigurður Jónsson, Vers/unin Hamborg, Laugaveg 43. — Sími 43. ein og fylgir oftast Iftt hugur máli, enda þingmenn svo ósam- taka og kraftlausir við hrópin, að venjulega er til háðungar. Rangt er þetta einnig, þvi að sumir þingmenn telja konungs- nafnið forneskju eina og hé- góma og eru ákveðnir lýðveldis- menn, er þeim bein raun að þvi, að vera að hylla það, sem er »fígúruverka eitt í þeirra augum. Væri réttara að hrópa húrra fyrir íslenzka ríkinu og velferð þess, ef menn endilega vilja vera með slik barnalæti, sem hver fullorðinn maður ætti að vera vaxinn upp úr. Mestl afli, sem enn liefip fengist & tslandl. Sem kunn- ugt er var ágætis afli i fyrra, en þetta ár hefir afiast miklu meira, það sem af er árinu, en i fyrra um sama leyti. Nú eru komin á land 228.938 skpd. af fiski, eru það 57.212 skippundum meira en i fyrra, en 88.554 skippundum meira en árið 1927 og 109.676 skip- pundum meira en árið 1926. Hvernig er best að nota gróða þessa mikla aflaárs? Væri hon- um betur varið til annars en stórræktunar bestu sveitanna? Væri nú mikið þó íslend- ingar stigu einu sinni öflugt framfaraspor og hétu hver á annan að nota góðu árin til að leysa samgöngufjöturinn mikla, sem er að drepa allar austan- sveitirnar? Sjávarútvegurinn hefir tekið besta og dýrmætasta kraftinn frá sveitunum og skilið þær eftir 1 fátækt og hörmungar- ástandi, væri nú ekki rétt að hann færi að greiða sveitunum aftur nokkurt endurgjald fyrir kraftaránið og hjálpaði þeim aftur til að ná sér efnalega eftir blóðtökuna miklu? Hver veit nema sveitirnar gætu endurgreitt það aftur með rentum og renturentum, þegar hallaði á sjávarútveginn? Samgöngufjöturinn verður að leysast af Suðurlandsundirlend- inu, hvað sem öðru liður og náttúran færir oss upp í hend- urnar aflið til þess. Nú stendur á okkur að hafa kjark og vilja til að vinna karlmenskuverkið, og lyfta sveitunum úr því öng- þveiti, sem þær eru nú í. Sam- einaðir getum vér það auðveld- lega._________________________ Prentsmiðjan Gutenberg. 174 \ hvort hún gæti fengið stöðuna. Seint um haustið var þess- ari ráðagerð komið í framkvæmd, og þegar kona frain- kvæmdarstjórans símaði dag nokkurn og spurði, hvort Veru hefði verið alvara að fá stöðuna, tók hún boðinu fegins hendi, svo sem æðri ráðstöfun sér til handa, og svaraði ját- andi, án þess að hika við. — Nú, svo fáið þér stöðuna. Sjúkrastofan verður opnuð í næsta mánuði, svaraði kona framkvæmdarstjórans, glöð í skapi yfir þvi, hve Vera tók boðinu með miklum fögnuði. Og þar með var þetta bundið fastmælum. Eftir var aðeins það, að fá samþykki Vilhelms. Vera efaðist ekki um, að það fengist. í ágætu skapi yfir því að geta nú tekið til starfa skrifaði hún Vilhelm hréf, og í því bréfi kannaðist hann aftur við sína gömlu, glaðværu, ljúfu Veru. Það var fyrsta hréfið eftir friðslitin við föðurinn, -þar sem hún var orðin aftur lílc sjálfri sér frá fyrri dögum. — ------Þú getur ekki, og þú mátt ekki vera andvígur þessari ráðagerð, elskan inín, ritaði hún. í fyrsta lagi er eg heil heilsú að líkamanum til, og er viss um að þola á- reynsluna. í öðru lagi er sál min sjúk, og við því er engin lækning önnur en starf. 1 þriðja lagi nýt eg hins svala, hressandi fjallalofts með því að taka að mér þessa stöðu. í fjórða lagi get eg sjálf haft ofan af fyrir mér, og jiá get- ur "þú la-gt í sparisjóð það, sem þú kant að hafa afgangs, og hið sama get eg gert, til þess að við getum stofnað bú. Mér er miklu nær skapi að spenna mig ásamt þér fyrir vagninn, og að við berum þannig í sameiningu hita og þunga dags- 175 ins, en að þú sért einn uin það. Þú hlýtur að s.já, hve rétt og hyggilega eg hefi farið að ráði mínu, og þú hefir ekki leyfi til annars en að segja já og amen. Vilhelm sá enga ástæðu, er gæti heimilað honum að neita um samþykki sitt; sakir þess lét hann svo vera, þó nauð- ugur, og óánægður með sjálfum sér yfir örlögunum. Á þenna hátt var|iaði nýjum blæ yfir trúlofunardaga þeirra. Vera fór smátt og smátt að sætta sig við að vera skilin frá föður og móður, og njóta þeirrar nýungar, að vinna að öllu leyti fyrir sér sjálf. Nú var hún því neydd til, að hafa nánari gætur á útgjödum sínum. XXIII. Það var á haustdegi. Sólin helti hjörtu gullnu geislaflóði yfir fjöll og fell. Á dimma skógana, er þöktu landið liundr- uð mílna á allavegu, sló hér og þar gullnum, blóðrauðuin bjarma, þar sem lauftrén höfðu vilst inn á milli greni- trjánna, með dimmgræna litnum. Vilhehn Gripenstain og Vera gengu í hægðum sínum upp fjallið. Það var brúðkaupsdagurinn þeirra. Þáu komu beint frá vigslunni í kirkjunni og Vera var í brúðarklæðum sínum. Það átti næsta vel við, að brúður væri á fjallgöngu á slíkum svölum, sólríkum, Iygnum degi, og loftið titraði mjúklega um völl og vanga. Vilhelm, sem annars var ekki rómantískur að eðlisfari, hafði farið fram á það við Veru, að halda brúðkaupsdag- inn ein sér upp til fjalla, og honum þótti það góður fyrir- I

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.