Brautin


Brautin - 24.05.1929, Blaðsíða 1

Brautin - 24.05.1929, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Slmi 1385. Marta Einarsdóttir. Slmi 571. Brautin Útgef endur: Nokkrar konur í Reykjavík. Sími: 491. Afgreiðslan er á Lokastfg 19. Sfmi 1385. 1. árgangur. Föstudagínn 24. maí 1929. 46. tölublað. Siðgöfgisstefnan. Hvítasunna. Einhver voldugasta hreyflng, sem enn hefrr þekst, er nú að hefja göngu sina. Meiri hluti alls mannkynsins, sá hluti þess, sem lengst af hefir verið kúgaður og bundinn hörð- um böndum þess likamlega sterkara, er að fá máttinn til að losna og risa upp. Konur heimsins eru að byrja að fá réttindi sin, það er hætt að skoða þær sem lægri verur, . sem engu megi ráða og litið mega hugsa, nema það, sem karlmennirnir leyfa þeim af náð sinni og miskuhnsemi. Hin mikla hreyfing er að visu enn í byrjun, sunjstaðar jafnvel ekki hafin enn, á öðr- um stöðum búin að ná nokkr- um þroska og viöurkenningu. En þegar byrjað er að losa fyrstu hlekkina af hinum kúg- ugu, þegar farið er að höggva smáskórð i hinn harða múr ó- frelsisins, sem lukt hefir sem fangagarður um þroska mögu- leika kvennanna, mun fyr en varir hinn mikli innibyrgði kraftur brjótast fram í fullum mætti sinum og brjóta með heljartaki af sér alla fjötra og fella alla múra svo iult frelsi náist. Svo stórfeld hreyfing hefir aldrei þekst áður. Það má segja að með henni hefjist ný ðid. Öld kvennanna. Öld tilfinmng- anna. öid hinna likamlega veik- ari og fingerðari. En hvert á að beina þessum mikla krafti, sem losnar úr viðj- um? Hvert á að stefna honum svo hann komi að sem bestum notumV Það þarf að finna hon- um takmark, búa honum við- fangsefni til að glima við, það þarf að skapa honum nauð- synlegt sóknarmark í stjóm- málabaráttu heimsins. Hér er enginn smáræðiskraft- ur, sem losnar úr böndum. Þegar konur heimsins eða jafn- vel bara hinna aðalmenningar- landa, hafa fengið kosningarrétt til jafns við karlmenn, eru.þær undir eins og þeim hefir tekist að fá góða og réttlata aðstöðu lögtrygða til að beita honum, orðnar aðalstjórnarkraftur ver- aldarinnar, af því þær eru í flestum löndum fleiri að tölu en karlmennirnir; með öðrum orðum meiri hluti allra þjóða. Þar með eru konurnar orðnar hinir eiginlegu heimsstjórnarar, sem allur heimurinn verðnr að lúta i öllu, sem þeim þóknast. Að slikt hljóti að hafa mikla byltingu og breytingu i för með sér er augljóst mál. En hvert á að beina þessum mikla krafti? Á að tvistra hon- um i þær miklu stjórnmála- andstæður, sem nú rikja? Láta hann berjasl um söniu efnislegu viðfangsefni, sem karlmennirnir hafa hingað til verið að berjast um, upp á lif og dauða, ihald, frjálslyndi, jafnaðar- og sameign- arstefnu, þjóðrembingsstefnur o. s. frv., eða á að reyna að sam- eina hann um æðra og meira viðfangsefni, sem ölluni heim- inum má til góðs og friðar verða? Á að reyna að nota hann til að hefja siöferðislega viðreisn mannkynsins á nýjum föstum grundvelli? Þetta er sú mikla spurning, sem fyr eða síðar hlýtur að koma fram og sem mikið veltur á að vandlega sé ihuguð og rétt svarað. Þesri spurning vaknar einnig hjá ísl. konunum á þessnm miklu timamótum, þegar þær eiga að fara að taka þær þungu og heilögu skyldur á herðar sér, að bera fulla ábyrgð á því til jafns við karlmennina, hvern- ig þjóðinni skuli stjórna og hver skuli vera Jög og réttur með þjóðinni. Þegar ísl. konur athuga stjórn- málaástandið hér, finna þær glögt að því er i mörgu mjög ábótavant. Það hvilir yfir því eitthvað ljótt og viðbjóðslegt. Einhver ruddalegur blær, ein- hver andlaus lýgi- og lævisi- blandinn þungi, sem alt gott ætlar að kæfa, alt hreint og fagurt ætlar að drepa. Menn bera enga virðingu fyrir stjórn- málamönnunum og hafa enga verulegu tru á stefnum þeirra eða jafnvel að þeir meini nokk- uð verulegt með þeim. Peir halda einu máli ákaft fram annan daginn, svíkja það gersamlega hinn daginn, án þess að fá svo mikið sem vott af blygðunarroða fyrir stefnu- leysið og svikin. Þeir lofa öllu fögru til að lokka menn til fylgis við sig, en þegar þeir eru komnir að, § Gleðihátíð sunna sœl sviftu hrygð úr döprum hjörtum, uonda hugsun frá oss fœl, fyltu huga vonum björium. Heilög sunna, af himni send, hégómanum frá óss víktu; undrahátíð elskukend, ár og daga hjá oss ríktu. M. S. M. verður oft harla litið úr efnd- unum. Þeir nota hin svívirði- legustu skammaryrði um and- stæðinga sina og vilja aldrei unna þeim sannmælis i neinu, en hlaða væmnasta oflofi á sjálfa sig og samherja sína og vilja i engu láta ókosta þeirra getið, eða vara fólk við þeim. Fólkið finnur að það er eitt- hvað rangt við þetta. I'að fær hálfgerðan viðbjóð á öllum þessum mönnum, öllu þessu falsi, ölium þessum leikaraskap, þar sem öil áherslan er lögð á að sýnast, en engin á að vera. l'að þráir eitthvað æðra og betra, en það veit ekki hvernig það á að öðlast það. Það er orðið leitt á stóryrð- unum og skömmunnm. l'að er orðið leitt á loforðunum, sem altaf eru svikin. Það er orðið leitt á meðalmenskunni, sem vill vera að spila sig sem eitt- hvað stórt og mikið, en hrasar altaf um fyrsta þröskuld, sem á vegi hennar verður, og llýr af hólmi við fyrsta andblástur. Pað finnur að þessar stefnnr allar vantar i sig það, sem mest á riðnr, kraftinn til að skapa sönn mikilmenni, kraftinn til að gera menn að góðnm mönnum. Þær eru veraldlegs eðlis og sækjast fyrst og fremst eftir lægstu veraidlegum nautnum, líkamlegri velliðan, auð, met- orðum og vöidum. Alt annað er hégómi og einskis virði fyrir þær. Fólkið finnur að ný stefna verður að koma fram og hlýtur að koma fram. Ný stjórnmála- stefna verður að myndast, sem berst af alefli gegn siðferðislegri hnignun i hinu opinbera lífi þjóðarinnar. Þessi stefna er siðgöfgisstefn- an eða mannúðarstefnan. Pað er lún andlega stefna, sem beinir öllum krafíi sinum gegn rangsleitni og Iggum, gegn falsi og soikum, gegn villimensku og mannúðarlegsi, hvar sem það kemur frum og undir hvaða yfir- skini sem það berst. Siðgöfgisstefnan er i eðli sintt byltingastefna. Ekki þó í hin- um venjulega skilningi, eius og bolsévismi, fascisme og aðrar slíkar stefnur, þar sem öll á- hersla er lögð á að drepa and- stæðingana, pynta þá og kvelja sem hraksmánarlegast, kúga þá og undiroka á a'llar lundir. Hún er byltingastefna f and- legum skilningi. Hún vill byltíngu hið innra hjá hverjum einstökum manni, jafn- framt sem hún vill siðferðisiega byltingu i hinu opinbera lífi. Hún vill að hver einstakling- ur safni saman öilu þvi sem hann á. af heift og hatri, af gáfum og viti, af hugsun og krafti gegn þvi í fari sínu, sem ilt er og ljótt og ómannúðlegt og bylti þannig um hinum innra manni til göfugra hugarfars og breytni. Og jafnframt vill hun að alt, sem til er með þjóðinni af reiði og hatri, af gáfum, viti Og hugsun, beiti sér einhuga gegn öllu því, sem ljótt er og ósiölegt í fari þjóðarinnar, hverju nafni sem nefnist, hvort sem fólkið er lágt sett eða hátt sett, rikt eða fátækt, mentað eða óment- að, sem hið illa stafar frá. Þetta eítt getur skapað þá siðferðis- byltingu sem að nokkru gagni gæti orðið fyrir þjóðina og fram- tið hennar. Siðgöfgisstefnan er ekki full- mynduð, það er vafasamt hvort hægt er að kalla hana enn ann- að enn visi til nýrrar stjórn- '

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.