Brautin


Brautin - 14.06.1929, Blaðsíða 4

Brautin - 14.06.1929, Blaðsíða 4
4 BRAUTIN Epli DELIANS. „Grape“ Bláar þrúgur, Perur, fullþroskaðar, Glóaldin 4 teg, frá 10 aurum. Rauðaldin, Gulaldin. iÆlsl/uIdi, Þar var gert leikhús undir ber- um himni, við suðurhalla Akro- polis hæðarinnar, sætin voru höggvin í bergið (sjást þess enn menjar) og tók leikhúsið um 30 þús. manns. Sagt er að sjón- leikjaskáldskapurinn eigi þangað rót sína að rekja. Á samkomum þessum flutti söngflokkur ungra manna vínguöinum helga söngva, en maður einn í gerfi guðsins 8tóð upp á þar til gerðum palli og svaraði söngflokknu'm. Auðmenn kostuðu leiki þessa, og var svo um tíma að fátæk- lingar fengu ekki einungis ó- keypis aðgang, heldur var þeim jafnvel borgað fyrir að kotna, ef þeir urðu fyrir vinnutapi við það. Þær ráðstafanir voru gerö- ar til þess, að þessir fátæku menn færu ekki á mis við þau mentandi og siðbætandi áhrif, er leikarnir áttu að hafa á á- heyrendur. Kjöt-fisk-sósan Biðjið kaupmann yðar um hana Established 1812. ffi 0. Johnson & Kaaber. « ffi ffi CpvWUJCPWCDtStiljtJJcþtDtVQKpUJflJwtDCPQUIJCPlt) oeto«soðooo»oðacfaooaoo«»o j Nýkomið! | Mjög mikið úrvai "if allskon- § ar Sælgæti mjög hentugt í ** nesti. Konfektkassar alt frá viðurkendum verksmiðjum. Verslun w Guðrúnar ]ónasson | > Aðalstræti 8. >00000000000000000000000 o o o Leikhús með líku sniði og tilgangi voru bygð víða í Hellas og nýlendum þeirra. Hornyrkjuhátíðir. Sérstök hátíðahöld höfðu Hellenar til vegsemdar akur- yrkjugyðjunni Demeters. Þeir trúðu að hún hefði kent mönn- um jarðyrkju, að plægja, sá og uppskera. Pegar þjóðirnar fóru að stunda jarðyrkju stöðvaðist flökkulíf þeirra, menn tóku sér bólfestu, tóku að byggja sér hús og eignast heimili, fjölskyldulíf myndaðist, bjónabönd, borgir og héruð tóku að byggjast, þjóð- líf að myndast og félagsskapur. Frh. ötund. Heflr þú heyrt að K. hefir unnið í happdrætti? Nei, — hvað ætli öfundarmenn hans segi ? Já það er nú einmitt það, sem ég ætlaði að spyrja þig um. Prentsmiðjan Gutenberg. 186 — Komdu nú, Vera Gripenstam, mælti hann, er alt var komið í lag, og leiddi hana að borði. Fyrstu máltíðarinnar sem hjón neytum við i borðsal, sera vert er um að tala, mælti hann, er hann bauð henni af rétt- unum. Gleðibragurinn á honum greip hana, dapurleiki hennar varð að þoka, og sælurik tilfinning fór um hana alla. Hún fann undirstraum ástárinnar birtast i hverju við- viki hans og hverju einasta orði, og hún sá, hversu hann með glöðu yfirhragði hélt í skefjum, enn sem komið var, ákafa elskunnar, er undir bjó. Hún sá Ijómann í stóru, fögru augunum hans, og vissi vel, að sá ljómi var sprottinn af þvi, að nú var hún hans eigin, einkaástmey. Hún fann, hversu hugur hans og hjarta vafði hana að sér fastar og fastar, lil þess að hún yrði með honum einn hugur og ein sál. PRIÐJI ÞÁTTUR. I. — Vilhelm, gcrðu það ekki! Frú Gripenstam leit alvarlega, nærri þvi heitum bænar- augum til sonar síns. — Ef þú vissir, hversu jeg hefi þráð þenna dag, mundir þú ekki biðja mig þessa. Gleðin ljómaði úr stóru augunum hans, en hún bar ekki vott um neina sáttgirni. Hann var mjög hreifur í bragði, en móðir hans gat ekki tekið þátt í gleði hans. — Vel unnið starf, góður efnahagur og sjö ára haniingju- * 187 ríkt hjónahand, eins og þitt hefir verið, hefir þá ekki megn- að að gera þig svo sáltfúsan, að þú getir gleyint gömlu rang- læti. Hvilíka refsingu muntu að lokum hljóta, ef þú kann-- ast ekki við guðs gæsku við þig! — Refsingu? Er það þá refsingarvert, að vilja gera sér og sínum rélt lil? — Það er ekki það sem þú hefir i hyggju með þessu, það er hefnd. Hefir þú þá ekki gert Gissler nægilega gramt í geði ineð því að taka frá honum dóttur hans; þarftu^ nauð- synlega að ónýta fyrir honum það, sem hann hefir gert til að hæta fyrir brot sín? — Þú talar, eins og eg ætlaði að gera honum eitthvað til miska; eg ætla ekki að gera honum neitt lakara en það, að senda honum peninga. — Það er móðgandi, að endurgreiða gjöf, svo sem lán væri. — Ánægjubros brá fyrir á andliti Vilhelms. — Þá fær hann móðgunina mcð í kaupbæti. — Þú gerir líka systrum þínum rangt til, að endurgreiða Gissler það, sem hann gaf þeim. Þær tóku við gjöfinni af honum, og þú hefir engan rétt. til að móðga hann undir þeirra nafni með þvi að endurgreiða liana. — Eg geri það ekki í þeirra nafni. heldur mínu eigin, mælti Vilhelm, innilega ánægður, sem fyr. — En hún Vera þá, hugsar þú ekkert til hennar, spurði móðir hans, og þóttist viss um, að þarna kæmi hún ineð veigamestu mótbárupa. — Jú, eg man vel, að faðir liennar hefir útskúfað henni, /

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.