Frjettir og auglýsingar - 16.10.1926, Page 1

Frjettir og auglýsingar - 16.10.1926, Page 1
FRJETTIR og AUGLÝSINGAR 119734 I. árg. Siglut'irði, Laugardaginn 16. okt. 1926. 1. tbl. Símfrjettir. Frá London er símað, að búist sje við, að Asquith afsali sjer leið- sögu frjálslynda flokksins vegna heilsubrests. Ovist hver verður eft- irmaður hans. Frá París er símað, að Chutillv- höllin fræga, eign Alliance France, hafi veríð rænd dýrmætum þjóðar- minningum er sjeu 10 mil. gull- franka virði. Frá Berlín er símað, að fursta- eignirnar sjeu til umræðu í þinginu; hafa kommunistar gert feikna óspekt- ir, rjeðust þeir á forseta þingsins .og lenti í handalögmálum. Lögreglan varð að skakka leikinn. Frá Stokkhólmi er símað, að kommúnistír hafi orðið uppvísir að fyrirhugaðri byltingartilraun. Höfðu þeir safnað saman byssum og skot- færum, og var áform þejrra að taka með vopnavaldi opinberar bygging- ar í Stokkhólmi og öðrum bórgum. Frá London er símað, að fulltrú- ar þýskra og enskra iðnaðarfjelaga haldi lokaðan fund í Romney. Er giskað á, að þar sje rætt um þátt- töku Englands í stálhringinn. Símað frá Moskva, að Trotzky og Sinovjef hafi verKI stefnt fyrir flokks- dómstól vegna undirróðurs gegn flokksstjórninni. Frá Captown er símað, að 150 manns hafi farst þar af námu- sprengingu. Frá l.ondon er símað, að námu- menn hafi hafnað miðlunartillög- um Balwina. Fulltrúafundur námu- manna krefst þess, að verkfall verði hafið við öryggisvinnu í námunum, og að kolainnfiutningur verði heptur. Stjórn námumanna er andvíg kröf- unum, og á að fara fram atkvæðis- greiðsla um þær. Innl. símfrjettir: Mannfjöldi við síðuttu áramót var 99,863 þar af í kaupstöðum 35,640, en í sveitum og sjávarþorp- um 64,223. í árslok ll>24 var fólks- fjöldi 98,370, fjölgun 1,493 eða 1,8 SIGLUFJARÐAR B f Ó Sunnudaginn 17. okt. kl. 6; Ríkharður Lj.ónshjarta í 8 þáttum. — Sýnd í síðasta sinn. Sunnudagskvöld kl. 9: Vilti maðurinn Spennandi mynd í 6 þáttum. Aðalhlutverkið leikur; T O M M I X. Húsið.verður hitað upp. * Bíó verður fyrst um sinn- aðeins á sunnudögum. prc. íbúatala kaupstaðanna fjölgað um 2 þúsund, en sýslanna fækkað um 500. íbúatala kaupstaðanna er þessi: Reykjavík 22,022, Akureyri 3,033, Hafnarfjörður 2,943, Vest- ruannaeyjar 2,926, ísafjörður 2,224, Siglufjörður (þar með talið Hjeðins- fjörður, Siglunes og Dalir) 1535, Seyðisfjörður 957. Utan úr heimi. Flug yfir Atlantshalið. Franskur flugmaður, Fonck að nafni, hefur í alt sumar ætlað sjer að fljúga yfir Atlantshafið frá New- York til Parísar. Ameriskir auðkýf- ingar lögðu fram fje til fararinnar. Rjett áður en leggja átti af stað, fóru ameríkumennirnir að hugsa um, að lítið vit væri íþvíaðhjálpa Frakka til að fljúga yfir Atlantshaf- ið, og láta svo frönsku þjóðina fá allan heiðurinn. Ákváðu þeir nú, að Byrd, pólflugmaðurinn, skyldi fljúga í stað Foncks. Lenti nú alt í háa rifrildi, og ekkert varð úr fluginu í það skiftið. Fonck og kostnaðarmenn farinn- ar sættust þó aftur, og 20. sept. ætlaði Fonck að leggja af stað. Fjöldi fólks var samankominn á flugvöllum New-Yorkborgar við þetta hátíðlega tækifæri. Fonck og fjelagar hans þrír fóru nú upp í vjelina. Settist honck við stýrið og setti vjelina i hreifingu. Vjelin lyftist hægt frá jörðinni, en eftir eina mínútu fjell hún til jarð- ar og slcyftist kollhnis. Á næsta augnabliki huldi eldblossi og kol- svartur rcykjarmökkur vjelina. A- horfendurnir húgðu alla flugmenn- ina dauða, cn i því kom Fonck og einn maður með honum stökkvandi út úr reykjarmekkinum. Hinir tveir fórust. Vjelin gereyðilagðist og varð því e.kki meir úr þessari flugtilraun. Orsökin er talin vera sú, að vjel- in hafi verið of hlaðin. Fonck ætlar ekki að gefast upp við þetta, er þegar farið að smíða nýja flugvjel og er ætlun hans sú, að fljúga yfir Atlantshafið næsta vor. Fellibylur á Floridaskaganum. Seinni partinn í september kom ákafur fellibylur á Floridaskaganum er gereyðilagði tvær borgir. P'lest öli hús hrundu, fólkið flúði niður á ströndina til il i ); :

x

Frjettir og auglýsingar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjettir og auglýsingar
https://timarit.is/publication/644

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.