Eyjablaðið - 21.11.1926, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 21.11.1926, Blaðsíða 1
21. nóvember 1926 „Eyjablaðið" Símnefni: „Eyjablaðið" Talsími 160. Pósthólf 113. Utgefandi Verkamannafjelagið „Drífandi" Vest- mannaeyjum. Ritstjórn: Isleifur Högna- soiv, Haukur BjörnsBon og Jón Rafns- son. Kemur út hrern sumnudagsmorgun Kostar kr. l.BO um ársfjórðunginn 7 • s Málgagn alpýöu í Yestmannaeyjum I. árgangur ~ Tbl. 10 krónur. út um land. Anglýsingaverð 1 króna sentimeterinn eindálka. Sma- auglýsingar tíu aura orðið 50 auri. stofngjald. Afgreiðsla blaðsins er * Reimagötu 20 (Carlsbergi) Sími 160 Prentað í prentsmiðju Guðjónsbræðrs — — Véstmannaeyjum — — „Fiiður sje meö yður" (Aðsent). í blöðum auðvaldsins ajer dag- lega dóma um jafnaðarmenn. Dómarnir eru altaf á eina lund. Hól um þá sem linir eru í bar^ áttunni. Gegnsýrðir af borgaraleg- um hugsunarhætti. Fram úr hófl hægfara. Auðvaldið þekkir vel sitt heima- fólk. Það bindur gulan skrúðlagð lepp- menskunnar í hnakkadramb fylgi- flska sinna. Þessi baráttuaðferð hefir gefið uppskeru tífalda í kornhlöður borg- aranna. Þó fylgifiskarnir haft komist til valda, hefir ekkert verið aðhafst til að skerða vald yflrstjettarinnar. Framvegis eins og áður, hafa þeir setið yfir krásinni, glaðir yfir heríanginu og ánægðir. A meðan hafa undirstjettirnar litið upp til fulltrúa sinna, krafist rjettarbóta á kjörum sínum, Heimtað atvinnu. Heimtað brauð. „Man spiser ferst", sagði danski foringinn og þannig hugsa fylgi- flskar hans. Verkalýðurinn hefir beðið og vonað. Hann hefir trúað því, að alt ynnist á friðsamlegan og rólegan hátt. Það er hið sama, að ætla sjer að skerða eignarrjett og vald yfir- stjettarinnar, eingöngu með góðu, og að koma brosandi með útrjett- um höndum, gegn grimmu ljóni. Pyngjan er alt sem auðborgar- inn á. Það er gamla sagan. Alt hans starf gengur út áþað, að tryggja eignarvjett sinn yfir henni. Auðvaldið hefir notað ofbeldi til að komast yfir valdið og pyngjuna. Hvað á verkalýðurinn að gera? Fyrsti uppveistnarmaður á landi þessu hjet Dufþakur. Hann var einu sinni frjáls mað- ur í landi sínu írlandi. Þangað kom grimmur víkingur úr austurvegi. Hjörleifur hjet hann. Hann fór með ófriði gegn lands- lýð og rændi fólki. Dufþakur varð þræll. Fleiri urðu einnig þrælar Hjör- leifs. Hjörleifur stóðst ekki samkepn- ina við aðra stóvbokka í landi sínu. Hann fluttist því til IsJands. Þrælarnir reru skipinu í höfn. Hjörleifur kúgaði þrælana, hann skipaði þeim til vinnu á akri sínuin. Dufþakur þoldi illa þrældóminn. Sumir menn eru þannig gerðir, að þeir geta ekki bovið fjötra, án þess að spretti blóð undan nöglum þeirra, við hugsunina um þrældóminn. Dufþakur vav gáfaðastur og djavfastuv þeivva þrælanna. Einn dag bundust þeir samtökum. Hófu upp fána frelsisins, ífyrsta skifti á Islandi og fóru að Hjör- leifi. Þeir tóku báta, reru í burt og settust að þar sem nú stöndum vjer, í Vestmannaeyjum. Þeir voru Vestmenn þrælarnir. Hefði Dufþaki og þeim fjelögum orðið ágengt, með góðsemi einni? Ekki álíta kommunistar það. Svo fev með verkalýðshreifing- una. Góðsemin dugar ekki nema við lítíl börn. Hún dugar ekki við harðsvíraða íhaldsjaxla, og slynga spekulanta. Dufþaki var rænt úr sínu eigin foðurlandi. Verkalýðurinn er rændur á sínu eigin heimili. Þeir vita vel af öilu þessu borgar- arnir. Þeir vita að fyrst þegar undir- stjettin, hotir fengið svo mikinn hug að hún þorir að brjóta fjötrana. Þá fyrst er þeim hætta búin. Borgararnir geralíka sínar varnar- ráðstafanir. nFriður sje með yður". Það er kvöldbæn auðvaldsins. Og kvöldbænin er falleg. Hún heflr logagylt — horn. „Friður sje með yður" segja þeir í stólunum. En magakúptur ístrubelgurinn stendur á bak við, og nuddar lófana af ánægju. Um leið og hann kveður þjón- inn lætur hann, hann fá von um feit- ara brauð. „Friður sje með yður" hrópar „Gjallarhornið" yfir hásetana þar sem þeir standa með bólgnar hend- ur dauðþreyttir og sifjaðir á togur- unum hans Óla Thors. Sjálfur situr hann og aðrir stjett- arbræður hans heima, vinna tvo t íma á dag og greiða engan skatt til hins opinbera. „Friður sje með yður", kallar javðeigandinn til leiguliðans um leið og hann hivðir síðustu smjör- skökuna og síðasta ullarlagðinn úr hendi hans, sem hefir bognað utan- um orfið. „Friður sje með yður" muldrar ráðherrann við verkamanninn, sem gengur hokinn fram hjá honum á hafnarbakkanum meðfullan sement- sekk á herðunum. „Friður sje með yður" segja þing- mennirnir, og auka skatta áherð- ar alþýðu. „Friður sje með yður" segja þeir og minka barnafræðsluna og skerða kosningarjettinn. „Friður sje með yður" segja þeir brosandiog neitaað „helga* hvíldar- daginn. ,Friður sje með yður" hrópa þeir og reyna að stofna ríkislftg- reglu. ¦ ' Og síðast kemur ofur góðlátlega með veiklulegum rómi „Friður sje með yður". Kjósið okkur. Við ætlum ekkert að geia bara ofur- lítið, það eru rolumennin, þessir sem kalla sig hægfara. Frelsishers- menn og Framsóknarpokar. Altaf stenduv auðvaldið rólegt með sigurvissuna undir augnalok- unum, spennandi greypar og SYiigj- andi: Amen, halleldja og hósianna. En undirstjettin hristir fjötrana. Legst á stoðir auðvaldsskipulagsins eins og Samson forðum, og skilur að sigur hennav liggur aðeins yflr gröf hins ríkjandi skipulags. S. J. Frjettir. Þýskaland: Kosningar til Saxneska „Lands- dagsins"eru nýafstaðnar. Hefir öll- um borgaiaflokkunum farið mjög aftur frá síðustu kosningum, en kommunistar einir gengið með sig- ur af hólmi, og er nú næst særsti flokkurinn í þingiuu. Atkvæða- magn kommunistanna hefir auk- ist um 75000 — sjötíu og flmm þúsund atkvæði frá því árið 1922 en atkvæðamagn Sosíai Ðemokrata (hægfara)minkað um þrjú hundruð þúsund atkvæði; frá síðustu kosn- ingum. En samt er sá flokkur enn sterkastur i þinginu. Bretland: Kosningav til sveita- og bæjar- stjóvna í Englandi og Wales fóru þamiig 1. þ. m. að verkamenn hlutu 732 fulltvúa, íhaldið 405 fvjáis- iyndii 250 og utanflokka (villingar) 205. Svíþjóð: Þar evu kosningartilbæjarstjórna nýafstaðnar, hafa Sósial-Demokrat- ar aukið fylgi sitt töluvert. En í því sambandi er vert að athuga að á ýmsum stöðum gengu þeir og kommunistar sanieiuaðir gegn íhaldinu. Messað kl. 5.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.