Eyjablaðið - 26.09.1926, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 26.09.1926, Blaðsíða 1
26. september 1926 „Eyjablaði>“ Simnefni: „Eyjablaðið11 Póethólf 113. Útgefaudi Verkamanna- fjelagið „Drífandi11 VeBtmannaeyjum. Ritstjórn: ísleifur Högnason, Haukur Björnson og Jón Rafnson., Kcmur út hvem sunnudagsmorgun. Argangurinn kostar 6 krónur innanbœjar 7 krónur iAálgagn alpýöu í Yestmannaeyjum I. árgangur ~ Nr. 1 út. um land. Auglýsingaverð 1 króna seutimeter eindálka. Smáauglýsingar 5 aura orðið. Auglýsingum sje skilað i prontsmiðjuna. Afgreiðsla blaðsins er í prentsmiðju Guðjónsbræðra Heimagötu 22 sími 163 Prentað í prentsmiðju — Guðjónsbræðra Vestmannaeyjum — „Þetta boðorð knýr fram undir blikandi merkiuni lönd knýr menn brautina fram og um höf. Inngangur. Þær hafa í seinni tíð æ gerst háværari raddirnar sem boríð hafa fr*m óskir um nýtt blað hjer í Eyjunum, blað sem bæri fram kröfur alþýðunnar, blað sem hjeldi uppi vörnum fyrir áhugamálum hennar og rjettindum, blað sem ekki væri þrungið hinu rotna og þunga andrdmslofti íhalds, þjóð rembings og hleypidóma. Hvort það blað, sem kemur hjer í fyrsta sinni fyrir almennings- sjónir, verður hæft til þess að uppfylla þessa kölluu sína verður tíminn að leiða í Ijós, en það eitt má fullyrða að menn þeir sem að blaðinu standa eru ekki ihalds- Éamir Verkamaðurinn nú á tímum, hvort sem hann nefnist dag- launamaður eða bóndi sem á lít- inn hluta í mótorbát, er ekki íhaldssamur. Kjör þessara manna á kreppu- tímum eru alt annað en glæsíleg Krepputímarnir eru að verða æ tíðari. Eins og stjórnarfari auðvaldsins er háttað nú á tímum ráða þessar Btjettir ekkert við kreppurnar og það má telja fullvíst að auðmenn- irnir og þjónar þeirra sem að með völdin fara ky»u að ástandið væri öðruvísi en það er. Að vísu eru þeir ráðamennirnir ekki á flæðiskeri staddir hvað klæði og vistir snertir eins og verkamaðurinn, en vegna þeirra sífelda kapphlaups innbyrðis um auð og völd fer stjórn þeirra í handa- skolum og hvervetna sem auðvalds- skipulagið ríkir í heiminum, með auðsöínun og yflrdrottnun á aðra hönd en hyldýpi ördygðar og ó frelsis á hina, er byltingin yfirvof andi. Hin þýðingarmesta krafa verka- Jýðsins, krafan sem hver einasti sannur þroskaður verkamaður fylg- ir, sem komin er til vits og ára og kent hefir á kúgun auðmann- anna, er krafan um sameign verka mannanna á framleiðslutækjum að framleiðsla og verslun sé ein- ungis rekin með hagsmunum heildarinnar, enekki einstaklingsins fyrir augum. Fyr en þessari kröfu er fengið framgengt sættist alþýðan ekki við auðvaldið. Aratugum saman hafa verkalýðsfjelögin víðsvegar um heiminn starfað að umbótum kjara sinna undir yfirdrottnun auðvalds ins áfram er haldið baráttunni en engum dettur lengur í hug að undir því fyrirkomulagi sem nú rikir náist friður milli stjettanna fyr en yfir líkur og veldi auðsins er komið fyrir kattarnef og verka lýðurinn tekur framleiðsluna og verslunina i sínar hendur og rek- ur hvorttveggja með hag heildar- innar fyrir augum. Út um heim allan býr verkalýð urnin sig undir úrslitabaráttuna. Kolaverkfállið breska sem hófst með aishjerjarverkfalli sem 5 miljónir veikamanna tóku þáttí er upphaf meiri atburða. Auðvaldið breska fann hvernig hrikti í hverjum rafti ríkisins. Stórudómar og hótanir þess hafa aukið geysi andúð gegn auðvaldinu. Samskonar barátta er háð að heita má í hverju ein- asta menningarlandi Evrópu. Einnig hjer ,á landf verður verkalýðurínn að vera viðbúinn. Hin sívaxandi skilningur ís- lenskrar alþýðu á þessu þýðingar- mesta atriði fyrir lifsafkomu sína hlýtur en að aukast og boðorðið um jafnrjetti og bræðralag manna að vera kjörorð hvers eius verka- manns: Eafstödin í 13. og 14. tbl. Skeggja ritar Gunnar Ólafsson Bárusiíg 13 langt mál um rafstöðina, efnahag henn ar og rekstur á umliðnum árum Veitist hann þar mjög að rafmagn*- nefnd fyrir Ijelega stjórn á stöðinni og ranga reikningsfærslu. Hallar Gunnar þar rjettu máli í mörgum greinum, ruglar saman og tvítekur ýmsar upphæðir reikn ar skakt o. fl., sem sýnir og sann- ar að hann hefir ekkert. í reikning- unum botnað. Tilefni þessara skrifa er það, að fyrir skömmu voru loks gerðir upp greinilegir reikningar yfir rekstur og efnahag rafstöðvarinnar frá byrjun til síðustu áramótá (1913—1925) ásamt ágóða og hall- areikningi yfir sama tima. Endurekoðunarmenn reikninga bæjarsjóðs hafa yfirfarið reikninga þessa og gefið svohljóðandi yfir- lýsingu: „Að tilhlutun bæjarstjóra hafa nú verið samdir reksturságóða og hallarreikningar fyrir Rafstöðina frá árinu 1914 og til ársloka 1925. Er þar í árlegt yfirlit yfir rekstur hennar, lán, greiðslua þeiria og hvernig stöðin heflr borið sig ár hvert út af fyrir sig. Samkvæmt beiðni höfum við farið yfir reikninga þessa, borið þá saman við útgjalda- og tekju- liði rekstursreikninganna gömlu og ekkert fundið þar athugavert. Vestmannaeyjum 5/8 1926 Jón Einarsson Þór Gíslason Rafmagnsnefnd samdi síðan yfir- lit yfir efnahag stöðvarinnar í árs- lok 1925, að meðtöldum vöruleyf- um, áhöldum útistandandi skuldum og áætluðum Ijósgjöldum sem voru eigi komin til reiknings, en jafn- framt var afskrífað hæfilega mikið af efni og stöð. Verður síðar vikið nánar að efnahagsreikningunum. Þvínæst voru reikningarnir all- irsaman lagðir fyrir bæjarstjórn á fundi hennar 19. ágúst s. 1. og samþyktir þar með öllum atkvæð- um (K. 0., J. Þ. J., J. A. G., E. Ö., H. G., 0. A., J. H. en fjarst. í. H., V. H. B., S. S.) Með þessum reikningsskilum hafa nú loks verið gjörð upp við- skifti rafstöðvar og bæjarsjóðs, sem frá því fyrsta og alt fram á síðustu ár hafði yerið blandáð saman á marga vegu. Kristinn Olafson, Jón Hinriksson Framhald. Prentsmidjan. Á síðasta íundi verkamannafje- lagsins var samþykt svohljóðandi tillaga: „Verkamannafjel. „Drífandi" á- kveður að gefa út vikublað hjer í Eyjunum og felur stjórn sinni að sjá um um útgáfu og alla tilhög- un þess fyrst um sinn“. Samkvæmt þessari ákvörðun fjelagsins hefir stjórnin lagt drög fyrir því að hingað kom prent- smiðja Guðjóns Ó. Guðjónssonar frá Reykjavík. Er það óefað stór framför fyrir bæinn að fá hingað góða nýtisku prentsmiðju. Prentsmlðjan leysir af hendi alt það sem að prentverki lýtur (sbr. augl.) og er það von „Eyja- blaðsins" áð allir þeir er eitthvað þurfa að fá prentað snúi sjer þnngða

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.