Eyjablaðið - 05.12.1926, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 05.12.1926, Blaðsíða 2
EYJABLAÐIÐ fyiir tiönd ísleifs Högnasonar raál þelta fyrir aukarjetti kaupstaðar ins gegn verslun Gisla J. Johnsen hjer í bænum. Heflr stefnandi kraflst þess, að stefnd verslun G. J. J. verði dæmd til ag greiða honum kr. 14.30 með 6% ársvöxt- um frá sáttakærudegi til greiðslu- dags auk málskcstuaðar. Stefndi heflr hinsvegar aðallega kraflst sýknunar af Mlum kröfum stefn- anda, en til vara að hún veiði dæmd til að greiða stefnanda að- eins kr. 12.10 og í báðum tilfell um kraflst málskostnaðar. Tildrög máls þessa *) virðast vera þau að í síðastliðnum janúar- mánuði undirr-itaði verslun G. J. J. hjer einshonar samning um að greiða eftirleiðis þangað til kaup-■ gjald verkamanna í Reykjavík næst er ákveðið með samningum milli aðila þar, kaup.fyrir stundavinnu samkvæmt samþyktum og tilkynt- um taxta verkamanna sem hjer í bænum var þá kr. 1.30 á klukku- stund í dagvinnu. Um mánaðamótin maí og júní þ. á. vann Sigurðúr nokkur Eyjólfs- son hjá versluninni 11 klukku- stundir í dagvinnu, og telur sig eiga að fá fyrir vinnuna kr. 1.30 á klukkustund, eða kr. 14.30. Kröfu þessa framseidi nefndur Sigurður Eyjólfsson stefnanda þessa máls ísleifi Högnasyni með fram- sali dags. 5. júní þ. á. og er aðal- ágreiningurinn um, hvort stefnandi eigi kröfu til að fá áminsta ellefu stunda vinnu Sigurðar Eyjólfsson- ar greidda með 1.30 á klukkustund eða einungis 1.10. Af hálfu stefnda hefir verið kraf- ist algerðrar sýknunar af öllum kröfum stefuanda og sú krafa byggð á vottorði frá sama Sigurði Eyjólfssyni, Þess efnis að reikningur að upphæð kr. 14.30 sje algjörlega rangur. En þar eð nefnt vottorð er dagsett 29. júní þ. á. en krafan er stefnanda fram- seld hinn 5. júní og stefnandi heflr ennfremur látið birta stefnda sáttakæru í máli þessu hinn 9. júní þ. á. verður sýknunarkrafan ekki tekin til guaina. Meö frambuiði Sigurðar Eyjólfs- sonar frámseljanda neíndrar vinnu- kröfu, sem leiddur hefir verið *) Ailar leturbreytingar eru gerðar af ritstj. til þess að les- andinn geti þvi betur gagnrýnt þau atriði dómsins sem ótví- ræðast leiða 1 ljós tilhneigingar dómarans og einkenna skýrt for- sendur dóms þessa. vitni í máli þessu og sem báðir aðilar máls þéssa hafa fallið frá að eiðfestur væi i er það viðurkent, enda engar athugasemdir^ gerðar af steínanda hálfu við þann vitna- framburð, að verkstjóri stefnda Tómas Guðjónssón hafi tilkynt fram- seljanda nefndrar vinnukröfu Sig- urði Eyjólfssyni, að því er virðist, áður en hann hóf vinnu þá sem hjer er deilt um eða að minsta ktsti á meðan á vinnunni stóð, að kaup íyrir dagvinnu hjá stefnda væri kr. 1.10 á klukkustund, en að nefndur Sigurður Eyjólfsson hafi, þrátt fyrir nefnda tilkynningu, haflð eða að minsta kosti haldið áfram vinni hjá stefnda mótmælalaust, og ljtur dómarinn svo á, að af þeim ástæðum geti hvorki' Sígurður Eyjólfsson, nje framsalshafl vinnu- reikningsins stefnandi, krafist hærra kaups en þess sem verkstjórinn tilkynti að verslun G. J. J. greiddi eða kr. 1.10 á klukkustund. Ber því að dæma stefnda til að greiða stefnanda einungis kr. 1.10 ásamt 4°/o ársvöxtum frá 9. júní þ. á. til borgunardags. Málskostnaður þykir rjett að láta falla niður. Því dœmist rjett að vera: Hinn stefnda verslun G. J. J. greiði stefnanda Hinrik J. S. Ottó- syni fyrir hönd ísleifs Högnasonar tólf krónur og tíu aura ásamt 4°/0 ársvöxtum af þeirri upphæð frá 9. júni f. á. til borgunardags en sje að öðru leyti sýkn af kröfum stefnanda í máli þessu. Málskostn- aðar fellur niður. Dóminum ber að fullnægja inn- an 15. daga frá löglegri byrtingu hans, að yiðlagðri aðför að lögum. Þórhallui Sæmundsson. Dómutinn var lesin upp í rjettinum. Rjetti slitið. Þórhallur Sæmundsson. Vottar: O. Bjarnasen. Maja Möller. Rjetta útskrift staðfestir. Bæjar- fógetaskrifstofan í Vestm.eyjum. Kr. Linnet Bæjaifógetinn í Vestmannaeyjum. Gjald: rtl. kr. 1.50 stimp. kr. 0.50 xr. 2.00 Tvær krónur Greitt. ! RjeUarskjalnr.!2. Jeg unditritaður lýsi hjeuneð yfir undir eiðstilboð, að Tómas Guðjónsson pakkhúsmaður hjá G. J. Johnsen hjer í bæ, kallaði mig inn á skrifstofu verslunarinnar og var þar fyrir Astþór Matthiasson verslunarfulltrúi G. J. Johnsens og spurði Astþór mig að hversvegna jeg hefði ekki komið með umrædda kröfu 14.30 og sagði hann að hefði jeg komið til verslunarinnar, hefði jeg fengið viunuseðilinn leiðrjettan. Kvaðst jeg ekki hafa vænst þess, Ijet þá Astþór svo um mælt, að yrði verslunin dæmd til þess að greiða kröfuna myndi jeg aldrei fá vinnu þar, jafnvel þó mannekla vceri. Varð okkur svo lítilsháttar sundur- orða og fór j«g að því loknu. Liðu nokkrir dagar. Aðaranótt sunnudagsins 27. júní, var mjsr gengið niður í bæ, til þess að at- huga hvort ekki væri vinna föl, enda hafði jeg verið atvinnulaus lengi og orðinn uppiskroppa með peninga. Sneri þá Tómas Guðjóns- son pakkhúsmaður sjer að mjer og sagðí að jeg gæti fengið vinnu, ef jeg afturkallaði kröfuna, en að öðrum kosti ekki, þá sá jeg mjer ekki fært annað en að lofa að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis, að jeg ætti ekkert inni hjá versl- un G. J. Johnsens, annað en það seúa stóð á vinnuseðlinum. Ljet jeg þá loks tilíeiðast vegna sýniJegra peningavandræða og at- vinnuleysis. Vann þá um nóttina og næsta dag. En þriðjudgsmorgun- inn 29. júní, þegar vinna hófst í timburskipi G. J. Johnsen kom Tómas Guðjónsson með blað og á það var skrifuð yfirlýsing þess efnis, að jeg ætti ekki meira inni hjá verslun G. J. Johnsen, en á vinnuseðlinum stæði. Skrifaðí jeg undir þessa yflrlýsingu í viðurvist tveggja votta. Var það gert vegna hótana starfsmanna G. J. Johnsen þar sem jeg sá eingin önnur ráð til að afla mjer atvinnu, auk þess hafði jeg verið veikur og frá verki þriggja vikna tíma, Var þeim líka fullkunnugt um það Tómasi og Astþór að jeg skrifaði undir yflr lýsinguna algerlega tilneyddur. Skýrsla þessi er í öllum atriðum Bannleikanum samkvæm og erjeg reiðubúinn að staðfesta hana með eiði fyrir rjetti ef þess verður krafist. Vestmannaeyjum 18/? — 1926 Sigurður Eyjólfeson. Vitundarvottar: Jón Rafsson, Guðm. Olafsson. t Frjettir. Erlendar, Frá Oslo er símað að viðbúið sje að afnám bannlaganna gangi í gildi 1. apríl. Frá Khöfn er símað. Kosning til þjóðþingsins er lokið. Social- Demokratar hlutu 53 þing»æti, áður 55, Radikalar 16 áður 20. Vinstii 46 áður 44. Ihald 30 áður 28. Sljesvíkurflokkur 1 áður 1. Rjettarflokkur 2 áður ekkert. Kosning í Færeyjum ókunn. „Brúarfossi*, var hleypt aí stokk- unum í Kaupmannahöfn 1. des. Frá London er símað að kola- námumenn í Durham og Cumber- land sjeu þeir eínu af hinum þýð- ingarmeiri kolanemuin, sera ennþá hafa ekki samið um frið. Innlendar. Alþýðublaðið hefir verið stækkað upp í gömlu Vísisstærð. Vjelbáturinn „Nonni" frá Reykja- vík með 4. manna áhöfn er tal inn af. Upptalning atkvæða frá landskjörinu fyrsta vetrardag, fór fram í vikunni sem leið. Hlaut A-listi (verkamenn og bændur) 6940 atkvæði en B-listi (íhald og kaupmenn) 8514atkvæði. Auðir 'seðlar voru 157 en ógildir 96. Kosinn er því af lista íhaldsins Jónas læknir Kristjánsson frá Sauð- arkróki. Ekkí mun Iandskjör þetta geta talist rjettur mælikvarði á styrk- leik flokkanna, því illveður á kjör- deginum hamlaði mjög sókri manna á kjörstaði til sveita. En þar á Frainsóknarflokkurinn, svo lem kunnugt, er aðal ítök sín. Svart og rautt. Hcilöguui og útvöldum a Edinborgarlofti til leiðbeiningar, vill Eyjablaðið leiðrje^ta greinarkorn með fyrir- sögninni „Guðlasti næst“ í síðasta tölublaði „Sk6ggja“. Segir blaðið, að á hverjum sunnudegi tóni allir lúterskir prestar frá altarinu „Friður sje með yður“. Petta er rangt frá skýrt. „Drottinn sje með yður“ segja prestarnir, Ekki mun málstaður Gíela John* sen þykja það fagur, að hann megi við því, að yfirskyn guð- hræðslunnar sje jafn álappalega notuð í þágu hans.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.