Eyjablaðið - 05.06.1927, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 05.06.1927, Blaðsíða 2
*T.TABLA»W Til minnis ./ V.' • Bæjarfógetasknfstoían er opin alla virka daga frá kl. 1—3. e. m. og irá 5V*—61/* e. m. Bæjarstjóraskrifstofan alla virka daga frá kl. 1—2 e. m. og frá kl. 6—7 e. m. Bæjargjaldkerinn við á sama tíma. Pósthúsið frá kl. 10—12 f. m og l—6 e. m. Bókasafnið: Útlán: Sunnud. frá kl. 91/*—117* e. m. Miðvd. frá kl. 5—7 e. m. Föstudaga frá kl. 7—8^/» e. m. Lestrastofa safnsins er opin: Mánudaga frá kl. 7—10 e. m. Miðvikudaga frá kl. 61/*—10 e. m. Föstudaga frá kl. 6Va—10 e. m. Viðtalstíini hjeraðslæknis: Virka daga frá kl. 1—3 og 5 — 7 e. m. Sunnud. 11—12 f. m. og 1—2e.m. Páll V. G. Kolka virka daga frá kl. 1 aVa—2 og 7—8 e. h. Sunnudaga 3—4 e. h. Leifur Sigfússon tannlæknir frá kl. 10—ll1/* f- m. og lVss—3Va e.m. alla virka daga. Útbú íslandsbanka: Alla virka daga frá kl. 11—12 f. m. og 1—3 •. m. Hverjir eru hættu- legustu óvinir alþýðunnar? Flwtir menn ágirnast peninga, fyrir peninga þiæla þeir (sumir hverjir) svo að segja nótt og dag allan eða mestallan árshringinn, íyrir peningagræðgi hafa margir látið lífið og æruna. En þótt þessi daemi sjeu deginum Ijósari og sann- ari, láta menn sjer eigi segjast. Barátta verkalýðsins fyrir bætt um kjörum, er við auðvaldið og peningavaldið, einmitt við þann óvin sem margur óttast og elskar mest. Kosningabarátta og kosninga- úrslit sýna það best og berlegast hve alþýðan er ennþá á lágu þroska stigi sjálfstæðisbaráttunnar. — Að selja atkvæði sitt og um leið svíkja sÍDa eigin flokksbræður, sina eig in hugsjón, er því miður algengt, innan alþýðuflokksfylgjenda. Þeir sem aðhafast Blíka óhæfu kasta vopninu úr höndum sjer. Til hvers eru svo þau atkvæði not uð sem þannig eru fengin auðvald- inuíhendur? Auðvitað til þess að auka en betur vopnabúr þess. Sum ir hverjir eru bundnir á skulda- klafa kaupmanna, en þvi verala slíkir menn eigi við sínar eigin verslanir, kaupfjelögin. Það er eng- in afsökuu að halda því íram að þeir geti eigi (vegna banda þeirra er knýta þá fasta við tjóðurhæl kaupmannaverslunarinnar), kosið sína eigin foringja. Nei, slíka menn skortir sjálfstæðistilfinningu. Augna blikságirndin má sín meir en löng- unin til sjálfstæðisbaráttunnar, gegn hnútasvipu afturhaldiins. Hættulegustu andstæðingar kommúnismans og sjálfstæðisbar- át.tu alþýðunnar, eru þeir sem sigla undir fölsku flaggi, tjá sig vera fylgjandi stefnu alþýðunnar en hopa þegar á hólminn er komið. Slíkir menn eiu í rauninni brjóst umkennanlegir. Þeir vita aldrei hvað þeir vilja, nema þetta eitt að hafa það gott með því að róa und- ir á bæði borð með bilaða sál og samvisku. Ef til vill geta þeir hald- ið áfram með slík svik árum sam- an, en oftast þekkjast þeir ur áð- ur langt liður, og því fyr, því betra. J. Bjarnaton. Noregsför leikfimisflokksins. LeikfimÍBflokkurinn sem fór til Noregs með Lýra, frá Reykjavík 5. maí s.l. kom aftur með henni 30 f.m. og hafði getið sjer frægan orðstýr. í flokknum voru 15 stúlkur og 7 piltar, flest skóla-eða verslunarfólk. Flekkurinn sýndi leikflmi víða 1 Noregi undir stjórn Björns Jakobssonar leikfimiskenn- ara og var hv»rvetna gerður góð- 'ur rómur að ltikfimi þeirra og íslenskir þáttakendur gerðir að heiðursfjelögum leikfimisfjelaga í 0»16, Friðriksdal, Bergen og víð- ar. Mest varð þó frægð leikfimis flokksins í Gautaborg í Bvíþjóð, er hann tók þátt í norðræna leik- fimismótinu þar, sem Finnar, Svíar, Danir/og Norðmenn keptu. íslenski leikfimisflokkurinn ljekk fyrstu verðlaun þar ogFinnarönn- ur. Hingað til hafa Finnar verió fyrstir á norðrænum leikflmismót- um, en nú gerði þessi litli flokk- ur landi sinu þann heiður að verða þar fyrstur og á hann þakk ir skilið allra góðra manna. og ætti að verða mörgum ungum pilt um og stúlkum til fyrirmyndar í X ÆCjartaaz smjörlíRi er Sasf. að nota fristundir sínar til leik- fimis og íþróttaiðkana í stað dansleikja, bíóa og slæpingsskapar. Fáir munu hafa búist við að íslenski leikfimisflokkurinn bæri sigur úr bitum á þessu kappmóti því erlendar þjóðir líta ekki stór- um augum á okkur íslendinga, sem leikfimis og íþróttamenn, enda þótt íslendingasögurnar geymi minningar margta ágæfis íþrótta- manna sem eru nútíðarmönnum til fyrirmyndar. Auðvaldið óttast heldur ekki ör- eigana, þó beudir þróun sögunnar á að það muni einmitt falla fyrir samtökurn þeirra og ekki síst hjer á landi þar sem börnin læra sög- urnar um forna gullaldarfrelsið þegar á unga aldri. Sig. Guðmundsson. Hitt ðg þetta úr Eyjum. (Niðurl.). Það kom fyrir merkilegt mál hjer i haust, þar : em bæjarstjórn ljet til sín taka. Pað voru kola vandræði sem leit út fyrir. Þá var mikið veður í fulltriíum þessa bygðarlags. Átti að sína dug og dáð og útvega fólki ódýr kol og það fljótt. Var símað i allar höf- uðáttir til að fá sem best innkaup. Nú leið og beið uns kolin komu. Þá treisti bæjarstjórnin sjer ekki til að afgreiða kolin — mátti ekki vera að því. Bæjarstjóririn ekki verk inu vaxinn, gjaldkerinn að kenna börnum, einn að annast heimilið, annar að spila billiard, Guðmund ur að annast vegagerð, Eyþór í hafnargerðinni, en bæjarstjórnin að undanskildum bæjarstjóra kom sjer undan því með öðru móti, sem sje með því að láta íhalds postulana ráða fram úr þessu mikla IsisieJisMNJisiifajiofisjaiisiajaisiMaJ RJETTUR «« Tímarit um þjóðfjalags og menningarmál. Kemur út tvisvar á ári 10—12 ark ir að stærð. Flytur fræð- andi greinar um bókment- ir, þjóðfjelagsmál, listir og önnur menningarmál. Enn- fremur sögur og kvæði, er- lend og innlend tíðindi. Argangurinn kostar 4 icr. Gjalddagi 1. október. Ritstjöri: Einar Olgeirsson, kennari. Aðalumboðsmaður: Jón G. Guðmann, kaupm. P. 0. Box 34, Akureyri. Greiist áskrifendur! gjBiaiiajai5ifajsi5iiaj5i5ifajBi5iiajBi5) vandamáli. En auðvitað snertu þeir ekki á afgreiðslunni sjálfir, heldur fenpu Gísla Johnsen til þess að afhenda kolin. En ekki mát.ti mann garmurinn ráða verði kolanna. Honum var sagt að selja þau fyr- ir 20 kr. skpd. og þótti fátœkum alþýðumönnurn það nokkuð dýrt, en það var von að svona færi því margir voru um ágóðann og allir vildu fá sinn hluta og Gísli lika. En margt fer öðruvísi en ætlað er og svo fór með þetta. Viku seinna kom annað kolaskip sem bæjai stjórnin hafði ekki gert ráð fyrir. Úr því skipi voru seld kol fyrir 12 kr. skpd. — Parna sjeet hvað þessir háu herrar, sem halda sig vera, eru hollir alþýðunni. Þeir urðu að taka rif i stórsegl, hala inn í messann eða með öðrum orðum, haga seglum eftir vindi. Þeir lækkuðu verð kolanna niður í 12 kr. skpd. og ljetu þess ógetið að þoir töpuðu nokkuð a koiaversl- uninni. Það er sifelt kvartað um pen- ingaleysi i bæjarkassanum, en það er ekki að sjá, þvi hingað er feng- inn hver einfeldningurinn eftir ann an, að mestu á kostnað bæjarins til að bora ofan i höfnina sem kallað er, en jeg sje þess litinn árangur, þvi það sem sá fyrsti gerði, sagði sá næsti vitlaust og þannig hver af öðrum. Þetta hefir kostað drjúgan skilding. Ennfrem- ur voru nokkrir menn látnir vera að vinna við syðri hafnargarðinn, en sú vinna bar litinn árangur, nema nudda þangið af steinunum. Jú þeir náðu saman dálitri grjót- hrúgu en hún kostar altof mikið af því hún er ekki til neins gagns. Svo má geta þess að köfunarmað-

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/646

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.