Samtíðin - 01.10.1950, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.10.1950, Blaðsíða 12
SAMTÍÐIN 8 in öll af sálmum, Ijóðum og lausa- vísum úr öllum áttum. Passíusálm- ana kunni hún að sjálfsögðu utan bókar og flestöll kvæði Jónasar Hall- grímssonar. Margir kunningjar henn- ar léðu henni bækur, en aldrei sá ég hana lesa, nema hún væri jafnframt að prjóna. Mannna las alltaf hús- lestra sjálf, en þegar ég var orðin 12 ára, lét hún mig gera það. Eftir að clztu systkin mín fóru að heiman, söng mamma ein við húslestra á há- tíðum. Á missiraskiptum söng hún alltaf sálminn: „Guðs gæzku prísa geimar, höf og storð“. Ég hygg, að segja megi, að foreldrar mínir liafi mátt teljast trúræknir. Á hverju hausti fóru þeir til altaris, og fékk ég að fara með þeim, þegar aldur leyfði. Áður en við fórum til kirkj- unnar, gerðu foreldrar mínir bæn sína innst i baðstofunni. Alla tíð, meðan ég var heima, sagði mamma mér að lesa, áður en ég færi að heim- an: „Bænin má aldrei bresta þig“ og „Ot geng ég ætíð síðan“. Oft kom það fyrir, að við mamma vorum einar að næturlagi. Var ég þá stundum myrkfælin og smeyk við fíökkukarla, sem þá voru einlægt á ferðinni. Þá varð mömmu oft að orði: „Nú lesum við bænina, kross- um á hurðina, háttum svo og felum okkur- Guði.“ Svo sofnaði ég ótta- laust og vaknaði endurhresst. Ekki segi ég þetta mér til hróss, heldur vegna þess, að við þessa heimilis- guðrækni eru tengdar dýrustu bernskuminningar mínar. Mannna var vel lesandi, en kunni ekki að skrifa. Skrift gat bún þó lesið. Pabbi kunni heldur ekki að skrifa. Þá list lærðu einkum heldri manna börn um þær mundir og fá börn önnur. Þá var ekki lærdómsöld i landi eins og nú. En mikil áherzla var lögð á iðkun guðrækni. Mamma bafði alizt upp hjá merkishjónunum Narfa Ás- bjarnarsyni á Brú og Þórelfi, konu hans. Þar var siður að lesa biblíuna alla jólanóttina og síðan Jónsbókar- lestur í dögun. Manúna var mjög biblíufróð. I | STEKKHOLTI átti ég heima í 10 ^ ár. Þar voru lítil og fátækleg húsa- kynni. Baðstofa var lítil, og í henni moldargólf utan til. Þar voru þrjú rúm, tvö meðfram vesturvegg, en eitt við austurvegg. Þar stóð einnig fatakista foreldra minna. Þar voru dyr, er vissu að löngum og dimmum bæjargöngum. Á baðstofunni var lítill 6 rúðna gluggi, og var glugga- tóftin að sjálfsögðu úr grjóti og torfi. Lítið standþil var kringum bæjar- dyrnar, en frá þeim lágu göng beint inn í eldhúsið, en úr þeim til vinstri handar voru löng göng til baðstofu. Stór steinn var í eldhúsinu, líkur stól í lögun, og sat mamma oft á honum með prjóna sína, þegar hún var að elda matinn. Matargeymsla eða búr var örlítið skot aftur af bað- stofunni. En austast í bæjai’röðinni var fjós, sem tók 5 nautgripi. Voru tveir básar við hvorn vegg, en sá fimmti gegnt dyrum, og var hann kallaður hlöðubás. Fjósið var flórað með stórum hellum. Heygarður var bak við hæjarhúsin, sem gátu naum- ast færri eða smærri verið. Foreldrar mínir voru mjög fátækir, meðan þeir bjuggu í Stekkholti, höfðu þar

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.