Samtíðin - 01.10.1950, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.10.1950, Blaðsíða 20
1« SAMTlÐIN INGDLFUR STEINSSGN: Islenzk íþróttaafrek vekja athygli erlendis (Höfundur þessarar greinar er gjaldkeri Frjálsiþróttasambands íslands. Hann var fulltrúi þess á alþjóðaþingi, sem lialdið var i Bryssel í ágúst samtimis Evrópumeistaramótinu. Eftirfarandi grein hefur hann samið samkvæmt tilmælum „Samtíðarinnar“. — Ritstj.). pjÓRÐA EVRÓPUMEISTARA- MÓTIÐ í frjálsiþróttum fór fram í Rryssel dagana 23.—7. ágúst sl. Er þetta annað EM-mótið, sem Islendingar senda keppendur á, og hafa íslenzku keppendurnir staðið sig með mikilli'prýði á báðum þess- um mótum. Á þriðja EM-mótinu, sem fór fram árið 1946, urðu Islendingar 13. þjóðin i röðinni að stigatölu og fengu þá 8 stig. Einn Islendingur, Gunnar Huseby, varð þá Evrópu- meistari í kúluvarpi, og annar, Finn- björn Þorvaldsson, komst í úrslit í 100 m hlaupi. Á þessu ári (1950) urðu Islending- ar hins vegar 8. þjóðin í röðinni, hlutu 28 stig og tvo Evrópumeistara, þá Gunnar Huseby í kúluvarpi og Torfa Rryngeirsson í langstökki. En fleiri feldskerum en nú er völ á. Það, sem mest háir iðn okkar í svipinn, er tilfinnanlegur skortur á útlend- um skinnum. Sá skortur gerir það að verluim, að mjög örðugt er að ann- ast viðgerðir á erlendum loðkápum, sem mikið er af i landinu. Hljóta allir að skilja, að slíkt er vægast sagt mjög bagalegt,“ segir Óskar Sólbergs að lokum. GUNNAR HUSEBY. Hann varð EM-meist- ari í kúluvarpi í ann- að sinn í Bryssel og vann hið fjórða bezta afrek á mótinu. 16.74 m kúluvarp hans veitti 1122 stig sam- kvæmt stigatöflunni. ekki eru þar með upp talin öll af- rek okkur manna, því að örn Clausen varð annar í tugþraut, og auk þess komust íslendingar í úrslit í fjórum öðrum greinum: 100 m hlaupi (Haukur Clausen), 200 m hlaupi (Ásmundur Rjarnason), 400 m hlaupi (Guðmundur Lórusson) og 4x100 m boðhlaupi, en hoðhlaups- sveit lslands skipuðu þessir menn: Ásmundur Rjarnason, Guðmundur Lárusson, Finnbjörn Þorvaldsson og Haukur Clausen. Aðrir keppendur fyrir Islands hönd á jiessu mikla íþróttamóti voru: Jóel Sigurðsson, Magnús Jónsson og Pétur Einarsson, er einnig vörpuðu ljóma á nafn landsins, þótt ekki kæmust þeir í úrslitakeppnina. Um það er engum blöðum að fletta, að framfarirnar á sviði frjáls- íþrótta hafa orðið geysimiklar hér á

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.