Samtíðin - 01.04.1954, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.04.1954, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN á plötunum sé sú sama. Og það er ekki fyrr en móðir og barn eru komin upp í bílinn, sem flytja á þau heim af fæðingar- stofnuninni, að númerin eru tekin af þeim. Sums staðar er barnarúmið merkt eins og barnið, sem í því er. Enn láta sumar stofnanir í öryggisskyni þegar að lokinni fæðingu taka fingraför móður og fótaför barns með sama hætti og rannsóknarlög- reglan, og eru þessi kennimerki síðan fest inn í dagbók stofnunarinnar. Fram- angreindar varúðarráðstafanir sýna, að eins og breyttur aldarandi hefur firrt nú- tímafólk hræðslunni við umskiptinga þjóðsagnanna, hafa heilbrigðisyfirvöldin og viljað koma í veg fyrir, að mæður þyrftu að ala í brjósti sér ugg um, að skipt kynni að verða af vangá um börn þeirra nýfædd. Vei&tu? 1. Hver orti þetta: „Von er, að stirðni helköld hönd hálfníræðum manni.“ 2. Hvað merkir landsheitið Kali- fornía? 3. Hvar eru heimkynni tapírsins? 4. Eftir hvern er söngleikurinn Lee- urblakan ? 5. Hver er mestur og fegurstur foss á Vestfjörðum. Svörin eru á bls. 29. 1 drykkjustofu einni var þessi áletrun: Fyrir alla muni sitjið al- veg kyrrir, meðan ykkur finnst stofan hreyfast. MAÐUR □□ K□ NA í þessum þætti birtast smám saman ýmsar merkustu ástarjátningar, sem varðveitzt hafa. Hvað er konan annað en draum- ur og samt sem áður hinn æðsti veruleiki. — Sören Kierkegaard. Ef mér væri leyft að lifa líf mitt á ný, mundi ég óska þess að elska aðeins einu sinni. — Goethe. Það er af vörum konunnar, sem við skynjum andardrátt Guðs. — Constant ábóti. Nei, segir unga stúlkan eins og við á og vonar, að það verði tekið sem já. — Shakespeare. Það er athyglivert, að eiginmað- ur Xanþippu skyldi verða eins mik- ill heimspekingur og raun bar vitni. Sí og æ var hann að brjóta heilann um eittlwað, þrátt fyrir stöðugt þref í kerlingunni. En hann gat ekki skrifað; það var alveg ógerningur. Sókrates hefur ekld látið eftir sig eina bók hvað þá meira. — Heine. Sá, sem elskar, er aldrei einmana. — Portúgalskt Ijóð. Á daginn spann ég hör á torg, á nóttunni hafði eg nóga sorg. Láttu brenna logann minn, lof mér enn að skoða’ ann, liorfa inn í eldinn þinn, inn í kvenna voðann. Ólöf Sigurðardóttir. GOTTSVEINN ODDSSON, úrsmiður. — Laugaveg 10. — Reykjavík. Ef yður vantar góð herra- eða dömu- úr, ættuð þér að tala við okkur. Sendum um land allt.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.