Samtíðin - 01.04.1954, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.04.1954, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN v.w.v.v.v.v.v.v //. yrein vv.w.v.v.v.v.v. KJÖRORÐ FRÆGRA IUAIMIMA lAn Yntantf, lieimsfrægur, kínverskur heimspek- ingur og rithöfundur velur þessi oið eftir MENCIUS (372—289 f. Krh.). „Mikill maður er sá, sem ekki glatar barnshjarta sínu“. Greinargerð: NCTlMAMAÐURINN tekur lífið allt of hátíðlega, og af því að hann er of alvarlegur, er heimur hans fullur af mæðusemdum. Menn ættu aldrei að gleyma mikilvægi gamanseminnar. Skilningur á gamansemi gerbreytir viðhorfi okkar til alls menningar- lífs. Versti gallinn á einræðisherrum virðist mér skortur þeirra á kímni- gáfu. Einræðisherrar eru alltaf svo liátíðlegir eða valdsmannlegir eða reiðir á svipinn. Forsetar lýðræðis- þjóða brosa, og fólki geðjast vel að því. Þeir kunna að njóta hvíldar og hlæja að góðri skopsögu. Einræð- isherrann er hins vegar svo uppbelgd- ur af mjkilvægi sjálfs sín, að hann glatar við það öllum hæfileikum til að njóta gamans og þar með skiln- ingnum á öllu jafnvægi í tilvcrunni. Þannig verða menn ofstækisfullir, og þá er skollinn laus. Það er eitthvað hreinsandi í hlátri — bæði hvað einstaklinga og þjóðir snertir. Ef menn skilja gamansemi, liafa þeir lykilinn að góðum skilningí, skýrri og einfaldri hugsun, rósemi hugarins og menningarlegu viðhorfi til heimsins. ♦ Það er sagt: ♦ að tildurrófa sé sú, sem er ánægð með það, sem hún á, meðan hún veit, að engin önnur á það sams. ♦ að ekkja sé kona, sem ekki sér frain- ar neina galla í fari mannsins sins sáluga. ♦ að bölsýnismaður sé sá, sem alltaf sér eitthvað athugavert við góð- vild annarra. ♦ að stjórnkænska sé í því fólgin, að maður læðir sjónarmiðum sínum inn hjá öðrum, án þess að þeir verði þess varir. ♦ að tízka verði úrelt, jafnskjótt og allur þorri fólks hefur aðhyllzt hana. 7. STAFAGÁTA X X X XXX X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X xxxxxxxx Setjið hókstafi í stað X-anna, þannig að út komi: 1 lína bókstafs- heiti, 2. I. tjón, 3. 1. málmur, 4. 1. frumhlaup, 5. 1. láta af hendi, 6. I. hræðslan, 7. 1. flík, 8. 1. veikindi. — Sé lesið niður eftir, mynda fremstu stafir hverrar línu sjúkdómsheiti. Ráðningin er á bls. 29.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.