Samtíðin - 01.04.1954, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN
5
Árni Tryggvason leikari
HANN ER einn af yngri leikurum Leik-
félags Reykjavikur og vekur nú mjög vax-
andi athygli með liverju nýju hlutverki.
Arni er Hríseyingur að uppruna og lék
þar fyrsta hlutverk sitt kornungur í barna-
slcóla. Næst kom hann fram á leiksvið i
þrem sjónleikjum á vegum ungmennafé-
lagsins i Borgarfirði eystra. Árið 1946
fluttist Árni til Reykjavikur og stundaði
síðan um þriggja vetra skeið nám i Leik-
skóla Lárusar Pálssonar. Fyrsta meira
háttar hlutverk hans hjá L.R. var Leone i
Volpone eftir Ben Jonson. Síðan fór Árni
með hlutverk í ýmsum leikjum hjá L. R.,
m. a. í Elsku Rut, Segðu steininum og
Dorothy eignast son, en „s!ó i gegn“ með
túlkun sinni í Svale i ÆvLitýri á gönguför
í fyrravetur. Nýlega vai n Árni mikinn
leiksigur sem Tarben í hudðasýningu L.R.
á Hviklynd ^ konunni eftir Holb rg, og
næstu daga og væntanlega vikur er, þeg-
ar þetta er ritað, áformaö, að Árni komi
leikhúsgestum i gott skap sem Frænka
Charleys í hinum heimsfræga, samnefnda
gleðileik. íslenzkt leiksvið hefur eignazt
nýjan gamanleikara.
Skopmynd af vinnuhjúunum (Árna
Tryggvasyni og Elínu Ingvarsdóttur) í
Hviklyndu konunni.
Sviðsmynd úr Æv-
intýri á gönguför
með Svale (Árna
Tryggvasyni) í
miðið.