Samtíðin - 01.04.1954, Side 15
SAMTÍÐIN
11
hefur hlot.ið. Hins sama gætir lijá
móður yðar. Ef annaðhvort þeirra
hefði lmgsað mannlegar í þessum
efnum, hefði það liaft bætandi áhrif
á hitt. 1 hvert skipti sem árekstur
varð hjá öðru hvoru þeirra, hafði það
mjög ill áhrif á hitt.
Sama hlýtur að vera uppi á ten-
ingnnm hjá ykkur hjónunum. Ef
maðurinn yðar hefði ekki verið hald-
inn einhverjum kynferðisduldum,
mundi hann hvorki liafa vakið jafn
mikla blygðunarkennd hjá yður og
raun varð á né ýft upp hina leyndu
gremju yðar yfir þvi að vera kona.
Ef sjaldnar hefði kastazt í kekki mcð
ykkur, munduð þér fyrst og fremst
ekki hafa fundið til svo mikillar
blygðunar og ótta. Og þegar þér sáuð,
hve æstur Jakob var, munduð þér
hafa hegðað yður skynsamlegar og
hjálpað honum þar af leiðandi til aö
sigrast á óttanum, sem hann var
gagntekinn af. Sjálfar voruð þér
mjög æstar og óttaslegnar, áður en
þér urðuð þess varar, að eins var
ástatt um hann. Og þetta var ein-
ungis afleiðingin af framkomu for-
eldra yðar hvors við annað, en ekki
beinlínis Jakob að kenna.
Ég held nú samt sem áður, aö
gremja yðar í garð manns yðar fyrir
það, hvernig honum fórst við yður
eftir fyrstu mök ykkar, sé jafnvel
meiri en yður er ljóst, og ef til vill
eruð þér á vissan hátt að hefna yðar
á honum með kuldalegri framkomu
yðar. Hér er með öðrum orðum ekki
aðeins um að ræða blygðun og ótta,
heldur einnig hefnd fyrir það,
hvernig hann fór með yður og lét
yður þjást. Ekki er ég að reyna að
létta af honum ábyrgðinni fyrir þessi
óþægindi, heldur langar mig einungis
til að sýna yður fram á, að þetta er
ekki allt honum að kenna, eins og' þér
liélduð upphaflega. Ég held, að til
þessara vandræða liefði alls ekki
þurft að koma, ef lnmn hefði hagað
sér öðruvísi, og einnig álít ég, að þeim
liefði mátt afstýra, ef þér hefðuð hag-
að yður á annan hátt.
En það, sem nú varðar mestu, er, að
lijónaband ykkar komist í eðlilegra
horf. Ég finn, að þér hafið breytzr,
síðan við fórum að ræða þessi mál,
og nú geri ég það að tillögu minni,
að þér sjáið í eina eða tvær vikur,
liverju fram vindur, áður eu þér haí'ið
aftur tal af mér.“
Vegna viðræðna sinna við dr.
Andrews skildist Nancy, að kuldi
hennar í garð Jakobs hafði verið
hefndarráðstöfun, en stafaði ekki
einvörðungu af ótta, eins og hún
liafði áður talið sér trú um. I’essi
uppgötvun átti drjúgan þátt í að
leysa vandmál þeirra hjónanna. --
Næstu dagana fór allt að færast i
miklu betra horf hjá þeim. Jakob og
henni tókst meira að segja að tala
hreinskilnislega og teprulaust um
viðkvæm atriði. Og ekki leið á löngu,
þar til hjónaband þeirra var komið
í fyrirmvndarhorf.
(Saga pessi er þýdd úr kunnn,
amerísku heilsuverndartímariti).
Ef það er ljósmynd, þá talið fyrst við
okkur. Barnaljósmyndir okkar
eru löngu viðurkenndar.
Ljósmyndastofan Loftur,
Bárugötu 5. Pantið tíma í síma 4772.