Samtíðin - 01.03.1955, Síða 14
10
SAMTÍÐIN
sem þú hefur svipt tryggasta vinin-
um, sem ég lief eignazt, mun mín
verða hefnt, þó ég sé þess ekki
megnug sjálf. Og vera má, að hefnd-
arstundin renni fyrr en þig varir.“
Heiftarofsinn í skapi Guðríðar
gömlu virtist nú lijaðna og víkja fyr-
ir yfirbugandi sorg. Hún virtist síga
saman og minnka, á meðan liún
skjögraði fram að rúminu sinu,
skreið upp í það og breiddi brekán-
ið yfir höfuð.
Á milli þess sem likami gömlu
konunnar titraði og engdist af ekka-
sogum, talaði bún við Brand, eins
og hann væri hjá henni.
„Ó, Brandur, Brandur minn. Þetta
getur ekki verið satt .. . þú getur
ekki verið .. . verið dáinn. Þetta
hlýtur að vera vondur draumur.
Brandur, Brandur, kis, kis...
komdu, Brandur minn ... Ég skal
strjúka þér um hakið ... klóra þér
á kverkinni. Verma köldu fæturna.
0, Brandur, manstu, þegar ég fann
þig undir hesthúsveggnum, nærri
dauðan úr kulda. Eyrun á þér .. .
voru frosin. Þá, ... þá hjargaði ég
þér. Ég vermdi þig i rúminu minu.
Og þú launaðir mér alla umhyggju
mína hetur en nokkur . .. nokkur
maður hefði... getað gert. Þú varst
hetri og tryggari. .. tryggari og hetri
en nokkur manneskja, sem ég lief
þekkt... Brandur, ... Brandur,
komdu .. .“
Ég flúði baðstofuna, þoldi ekki að
horfa á gömlu konuna engjast þarna
af sorg undir slitnu hrekáninu og
heyra hana telja harma sína.
Ekkasog hennar og stunur nístu
hjarta mitt. Meðvitundin um hlut-
deild mína í drápi kattarins varð
mér lítt hærileg. Og þótt undarlegt
megi virðast, held ég, að Júlíus hafi
orðið snortinn eitthvað svipuðum
ónotum og ég þrátt fyrir allt. Að
minnsta kosti drattaðist hann á eftir
mér, þögull og einkennilega fölur
á vangann.
VIÐ JÚLÍUS ÓÐUM mjöllina í
kálfa. Iðandi logndrífan lukti okkur
mjúkum töfrahring, sem færðist
með okkur á göngunni. Allt var
dauðaliljótt. Fótatak okkar var
liljóðvana eins og við gengjum í
æðardúnshrúgu. Snjókornin féilu,
mjúk og svöl, á heit andlit okkar,
hráðnuðu þar og runnu niður vanga
okkar og enni eins og svitalækir.
Löng var ganga okkar orðin í
þessari hvítgráu, iðandi veröld.
Sljóieiki og þreyta voru tekin að
færast yfir mig á hinni tilbreyting-
arlausu göngu. Ég fagnaði því fyrstu
vindhviðunni, sem þyrlaði upp
snjónum. Mér fannst töfrahringur-
inn umhverfis okkur vera rofinn,
um leið og stórhríðin brast á.
Léttir sá, sem mér fannst veður-
breytingin í fyrstu valda, stóð þó
ekki lengi. I stað hins mjúka allt
umlvkjandi faðms, sem logndrífan
hafði virzt, nísti frostgrimmur byl-
urinn okkur heljarklóm sinum.
Mjallrokið iðaði og þyrlaðist um-
hverfis okkur, svo að naumast sást
handaskil. I snörpustu hyljunum
mátti ég hafa hina ýtrustu gát á
því að missa ekki sjónar á Júlíusi,
sem braut slóðina i snjóinn tveim
til þremur skrefum á undan mér.
Veðurhæðin óx, og frostið harðnaði.