Samtíðin - 01.03.1955, Page 27
SAMTÍÐIN
23
hæfileiki þess til að gera allt einfalt,
lipurt og létt. Davíð hafði með
fyrstu bók sinni skapað nýjan kveð-
skaparskóla á Islandi, og enda þótt
þroski skáldsins ykist í seinni verk-
um, voru fyrstu kvæðin fullburða
og laus við viðvaningsháttinn, sem
löngum hefur einkennt listrænar
frumsmíðar. Því hefur meira að
segja oft verið haldið fram, að eng-
in af seinni ljóðabókum skáldsins
hafi skyggt á Svartar fjaðrir.
Það verður nokkur mælikvarði á
smekk unga fólksins í dag, hvernig
það bregzt við þessari 6. útgáfu
Svartra fjaðra. Við, sem vorum að
vaxa úr grasi 1919, drukkum þessi
kvæði í okkur eins og svaladrykk
á heitum degi, skynjuðum tilveruna
frá nýju sjónarmiði og urðum skáld-
lega innrætt, þótt flestum væri
meinað að prjóna hendingar með
stuðlum og höfuðstöfum. Síðan hef-
ur margt breytzt á Islandi. Útvarp-
ið hefur tekið af fólki það ómak að
lesa upphátt á kvöldvökum. Kvik-
myndir, alls konar tæknihugleið-
ingar og dansleikir allflest kvöld
ársins hafa lagt ofboðslegt hald á
mannlegan áhuga og þann tíma,
sem ungt fólk varði áður til þess
að auðga anda sinn. Ljóðmenntir
eiga nú hvorki miklu né almennu
fylgi að fagna á íslandi, og þær hús-
freyjur munu teljandi, sem missa
hálft vit sitt við útkomu snjalls
VÖNDUÐ FATAEFNI
ávallt fyrirliggjandi, einnig kambgarn í
samkvœmisföt. Hagstœtt verð.
ÞORGILS þorgilsson, klæðskeri
Hafnarstræti 21 uppi. Sími 82276.
Hótel
Skjaldbreið
Elsta fjistihús
höfuðstaðarins
KIRKJUSTRÆTI B
SÍMAR: 3549, 65BB
Athugið
Tökum að okkur:
Rennismíði, logsuðu og rafsuðu.
Hvers konar viðgerðir, þar á meðal
bílaviðgerðir. Einnig alla nýsmíði.
VcliSiniðjaii \cisli ln(.
Jón Sveinbjörnsson
Laugaveg 159, Reykjavík, Sími 6795.