Samtíðin - 01.03.1962, Qupperneq 18

Samtíðin - 01.03.1962, Qupperneq 18
14 SAMTÍÐIN Sorgirnar KOMU MÉR Á ÚHÖFLEGA svefnpilluneyzlu ÚTLENDUR PÍSLARVDTTUR SEGIR FRÁ NÝLEGA lásum við í útlendu blaði at- liyglisverða frásögn brjóstumkennanlegs eiturlyfjanotanda og birtum hana hér lauslega þýdda. Jc Taugarnar biluðu, og geysiörðugt reyndist að hætta við eitrið Á svefn- og pilluglösum stendur: 1-—2 pillur. Istöðulitlar sálir, sem sofna ekki af einni pillu, taka því tvær. Fyrst sofnaði ég vært af einni, en nú þarf ég orðið tvær í viðbót; þá sef ég. Maður er ekki fyrr lagztur út af á kvöldin en meiri eða minni áhyggjur taka að stríða á mann, jafnvel verri en að deg- inum, þegar svo margt dreifir huganum. Eftir langan og væran svefn'vaknar mað- ur, að því er virðist hress og endurnærður og telur sig færan í allan sjó. En reyndin verður því miður öll önnur. Þótt maður sé ánægður yfir löngum og værum nætursvefni, má ekki gleyma binu, að svefnmeðul eru eitur. Því gleymdi ég. I lífi mínu rak bvert óhappið annað. Við mótlætið þurfti ég að striða á daginn, svo að á nóttunni varð ég að liafa frið. I flestum svefnlyfjum er sérstök sýra, sem getur farið út í blóðið eins og áfengi. Ahrifin eru ísmeygileg, þvi að í fyrstu gætir þeirra lítið, en þau aukast jafnt og þétt, vertu viss. Menn fara að taka sér nærri hversdagslega smámuni. Verða þá sumir önugir, sínöldrandi og óþolandi fyr- ir þá, sem afskipti verða að hafa af þeim. Aðrir eru sígrátandi. Þannig fór um mig, og það liafði þau áhril', að ég herti svefn- pillu-neyzluna. En þá fer nú illa TVÆR PILLUR dugðu mér ekki lengur. Með hálfum huga reyndi ég þrjár. Ég vissi, að það var óleyfilegt, og þær verkuðú ekki! Ég svaf óvært og var alltaf að vakna. Þá varð ég fyrir miltilli sorg og fór að taka svefnpillumar í megnasta óhófi, þangað til ég steyptist um koll í garðinum mínum — til allrar hamingju! Ég hefði nefnilega allt eins vel getað dottið á götu. Þá var mér komið til ástúðlegs tauga- læknis, sem sagði, að ég yrði að leggjast á taugahæli. En þá kom nokkuð fyrir. Frá þeirri stundu sem ég hafði fallizt á að fara á hælið, varð mér ljóst, að eftir meira en árs óhófsneyzlu svel'nlyfja, yrði ég að steinhætta við þau. Ég get ekki útskýrt, hvernig á þessari ákvörðun minni stóð, og lengi vel vantreystu allir mér í þessum efnum. En ég vissi, að nú hafði ég öðlazt nægilegt viljaþrek til að hætta við eitrið. Fyrstu vikuna i sjúkrabúsinu virtist mér allt vera í bálfgerði þoku. Þá hélt ég, að allir þessir furðulegu draumar mínir á nóttunni og stundum einnig á daginn væru veruleiki. Svo fór ég að veita því athygli, að hinir sjúklingamir horfðu eitt- hvað skrítilega á mig. Ég ákvað að halda sem mest kyrru fyrir i stól og lesa spenn- andi skáldsögu. Ég gerði þá ekkert verra á meðan! Og þegar vel lá á mér, æfði ég mig á að labba frá rúminu mínu inn i borðsalinn, baðherbergið o. s. frv. til þess að vera ekki að hringsóla um svefnsalinn. Það lcit út fyrir, að eitrið væri að hverfa úr heilanum á mér. Dásamlegt að geta sofið án þess að taka pillur ÞAÐ, SEM mestu máli skipti, var

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.