Samtíðin - 01.03.1962, Qupperneq 25

Samtíðin - 01.03.1962, Qupperneq 25
SAMTÍÐIN 21 ungir uppáhaldsleikarar í París ÞAU ERU elskuð, dáð og — gagnrýnd, °g auðvitað eru á kreiki um þau alls kon- ar hviksögur eins og flesta fræga leikara. Romy Schneider hefur átl við nokkra örðugleika að stríða. Eftir miklar vin- sældir, sem hún hefur áunnið sér fyrir leik sinn í kvikmyndum, hefur hún lent í þessu alkunna millibilsástandi, sem ílestir leikarar þekkja af eigin reynd: Enginn spurði eftir henni. Ekkert starf öauðst! En nú liefur hún aftur getið sér góðan orðstír fyrir meðferð á vanda- sömu hlutverki í leikhúsi, sem heitir Ihéátre de Paris. Alain Delon er að verða 25 ára. Hann ei' einn af efnilegustu vngri leikurum Erakka. Nýlega hefur hann vakið mikla aðdáun fyrir leik sinn í kvikmyndinni: Sólin var ein til vitnis. Romy og Alain eru trúlofuð og hafa að Undanförnu ekki haft frið fyrir nær- göngulum spurningum hlaðamanna, ekki einungis um framtíðarleikáform S1n, heldur einnig helgustu einkamálin. Hafa þau, sem vonlegt er, verið fremur stutt í spuna, þegar frekustu fréttasnáp- sinir hafa verið að krefja þau sagna öm ástamál þeirra. í vetur hefur Alain Delon tekið sér H'í frá kvikmynda-leikstörfum og leik- rö í Théátre de Paris, eins og unnusta hans. Alain segist gera það til þess að afla sér aukinnar leikmenntunar, sem hvergi fáist nema á leiksviði. Af ýms- um ummælum hans má ráða, að hann ætli sér mikinn hlut í heimi leiklistar- innar.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.