Samtíðin - 01.06.1962, Qupperneq 7

Samtíðin - 01.06.1962, Qupperneq 7
5. blað 29. árg IMr. 283 Júní 1962 SAMTÍÐIIM HEIMILISBLAD TIL SKEMMITUIMAR OG FRÓDLEIKS SAMTíÐIN kemur út mánaSarlega nema i janúar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurðm bkúlason, Reykjavik, sími 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusimi 18985. Árgjaldið 75 kr. (erlendis 85 kr-), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskriftum og áskriftargjöldum veitt mót- taka í Bókaverzlun Isafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf. 2)/.. S). P' Speiier: Kafeiiidaheilinn nær liraila ljóssins SVISSLENDINGURINN dr. A. P. Speiser er emn af fremstu tæknisérfræðingum vorrar aldar. Hann er kennari við Tækniháskólann í ^iirich, en starfar einnig á vegum hins risa- 'axna, ameríska fyrirtækis IBM. Fyrir það fyrirtæki hefur hann ásamt ýmsurn öðrum tæknisérfræðingum betrumbætt þá rafeinda- keila, sem til eru, svo að nú geta þeir leyst ný '^ðfangsefni í tíma og rúmi. Dr. Speiser skýrði nýlega frá þessum stór- kostlegu endurbótum á rafeindareiknivélunum 1 Ziirich í viðurvist tæknisérfræðinga, sem lesið hafa tilkynningar frá geimförum. Hann sagði: Það mun valda tímamótum, er fyrsta geim- íarið verður sent frá jörðu til tunglsins En bangað til er miklu styttri tími en menn hafa "'tigað til áætlað. Valda því uppfyndingar þær, Sem IBM hefur nú gert. Ratsjárkerfi NATOs alla leið norðan frá Grænlandi og langt suður a bóginn verður einnig styrkt samkvæmt hin- Uni nýfundnu aðferðum. Við höfum fundið upp tvær gerðir af raf- e>ndaheilpm, miklu fullkomnari en þær, sem aður voru til. Önnur þessara iiýju gerða er smiðuð af amerískum verkfræðingum hjá IBM, °S táknar hún endurbætta útgáfu af eldri raf- eiudaheilum. Hún er 6 sinnum hraðvirkari en beir. Endurbæturnar eru í því fólgnar, að sér- b'’er ,,heilafruma“ hefur verið minnkuð í minna en hálfan millimetra í þvermál, en við það berast rafboðin 6 sinnurn hraðar en áður. Próf- unum á þessum endurbætta heila er lokið, svo að nú er hægt að fara að smíða nýja rafeinda- heila af þessari fullkomnu gerð. En hin svissncska deild IBM hefur auk þess fundið upp splunkunýja aðferð, sem er í því fólgin, að „heilafrumurnar“ eru steyptar sem málmþynna á gljáandi fleti. Með því móti geta frumurnar orðið svo smáar, að áhrifin berast 1000 sinnurn hraðar milli þeirra en milli frum- anna í eldri rafeindaheilunum. Þar með höf- um við náð hraða ljóssins, því að boðin ber- ast nú jafnhratt því. Hér verða venjulcgar tímaeiningar að víkja fyrir m í k r ó-sekúndum og n a n o-sekúndum. En í venjulegri sekúndu er einn milljarður nano-sekúnda eða sem svarar sekúndufjölda í 30 árum! Dr. Speiser viðurkennir, að einka-iðnfyrir- tæki muni að svo stöddu ekki hafa bolmagn til að hagnýta sér þessa stórkostlegu uppfynd- ingu, enda muni það taka nokkur ár að fram- leiða þessa geysihraðvirku rafeindaheila-teg- und í stórum stíl. En einn viðskiptavin telur hann alveg öruggan: bandarísku ríkisstjórn- ina. Þessir nýju heilar eru nefnilega alveg til- valin tæki í eldflaugar og geimför. SAMTÍÐIN birti fyrir rúmu ári (í maíblað- inu 1961) forystugrein um „gömlu“ rafeinda- heilana, sem þá voru stórkostleg tækninýjung. Nú eru þeir allt í einu orðnir úreltir! Við hlökkum til að fylgjast með nýjungum á þessu sviði og öðrum sviðurn tækninnar og birta frá- sagnir af þeim hér í hlaðinu.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.