Samtíðin - 01.06.1962, Side 20

Samtíðin - 01.06.1962, Side 20
16 SAMTÍÐIN í dag, og hve fjölmennt er slarfsliðið?“ „Flugvélarnar eru samtals 9, þar af 6 fjögra hreyfla og 3 tveggja hreyfla. Þær rúma samtals 450 farþega. StarfsliSið er um 300 manns.“ „Þið hafið unnið mjög að landkynn- ingu síðustu árin og stuðlað þannig vcru- lega að því að gera ísland að ferða- mannalandi „Já, landkynning F. í. hefur að undan- förnu verið veigamikill' þáttur í starfi þess. Félagið ver árlega milljónum króna til liennar, og. árangurinn er far- inn að koma í ljós, því að erlendur ferða- mannastraumur hingað til lands ejrksl nú með ári liverju. T. d. hefur íerða- fólki, sem hingað kemur frá Bretlandi, fjölgað um helming tvö síðnstn árin. Þetta er vitanlega elcki F. I. einu til hags- hóta, heldur nýtur islenzka þjóðin í heild góðs af því. Við erum sannfærðir um, að ísland á sér mikla möguleika sem ferðamannaland og að tekjur af þeim atvinnurekstri eiga eftir að verða þjóð- arbúinu mikils virði, þegar fram líða stundir.“ „Þið eruð nýfluttir í vegleg húsa- kynni.“ „Hin sívaxandi starfsemi F. í. hefnr orsakað mjög tilfinnanleg þrengsli á vinnustöðum félagsins. Við höfum m. a. orðið að hafa skrifstofur á þrem stöð- um í Reykjavík. Nú eru þær í fyrsta sinn, síðan F. í. tók að færa út lcvíarnar, komnar undir sama þak í Bændahöll- inni að söluskrifstofunni undan skilinni. Hún verður í Lækjargötu 2.“ „Hverjar eru óskir Flugfélags íslands á aldarfjórðungsafmælinu?“ „Ein helzta ósk okkar er sú, að flug- inu verði sem allra fyrst fundinn varan- legur samastaður i nágrenni Reykjavík- ur. Undir því, að það takist giftusamlega, er þróun ísl. flugmála að okkar áliti komin. Við erum svo lánsamir, að skammt héðan — á utanverðu Álftanesi — er frábærlega gott flugvallarstæði, sennilega betra en flestar höfuðborgir eiga völ á. Kostnaðaráætlun um flug- vallargerð þar hefur ekki enn verið gerð, en allt bendir til, að flugbrautirnar muni verða miklu ódýrari en ætla mætti. Ef flugvöllur verður gerður á Alftanesi, sem unnendur ísl. flugmála vona, er fengin hezta lausnin á flugvallarvanda- máli höfuðstaðarins. Það er til lílils að kaupa dýrar þotur, sem stylta flugtím- ann til útlanda um eina ldst., ef klukku- stundar akstur verður frá höfuðhorginni til framtíðarflugvallarins. I öðru lagi mundi innanlandsflug okkar fljótlega leggjast niður með öllu, ef flugstarfsem- in yrði l. d. flutt til Keflavíkur. Ósk okkar á þessu afmæli er að öðru leyti sú, að æðri máttarvöld haldi fram- vegis verndarhendi sinni yfir isl. flug- starfsemi, svo sem verið hefur að und- anförnu,“ segir Sveinn Sæmundsson að lokuin. SAMTÍÐIN árnar Flugfélagi Islands gifturíkrar framtíðar á aldarfjórðungs- afmælinu og minnist með aðdáun og þöklc ekki einungis þess, að það varð fyrst til þess að ljá íslenzku þjóðinni vængi, svo hún gæti flogið, heldur og óhilandi sóknar þess þjóð sinni til ank- innar menningar og farsældar. Nýi vinnumaðurinn horfði með van- þóknun á lítið egg, sem honum var bor- ið. Svo varð honum að orði: „Ganga hænur hér í lífstykkjum?" Falleg stúlka sótti um stöðu sem einkaritari forstjóra nokkurs. „Má ég kannski líta á meðmæli yðar?“ spurði forstjórinn. „Helzt ekki hérna. Það gæti einhver komið!“

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.