Samtíðin - 01.06.1962, Qupperneq 35

Samtíðin - 01.06.1962, Qupperneq 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR.VITRU T1 ÓÖCjOlA ---------------’ GYLFI Þ. GlSLASON: „Skólinn á að stuðla að skilningi á þeirri vegsemd og þeim vanda, sem því fyígir að vera maður. Hann á að gera nemendur sína hæfa til þess að vera frjálsir menn, menn, sem líunna að hagnýta frelsi til þroska og fi’amfara, án þess að af hljótist agaleysi °g formleysi. Hann á að gera þá víðsýna, svo að þeim verði auðvelt að skynja og skilja breytingar og nýjungar, án þess að Þeim gleymist gildi hins gamla. Hann á uð gera þá viljasterka, án þess að gera þá þvera og ofstopafulla. Hann á að gera þá 8'óðviljaða, án þess að þeir verði veiklund- uðir-. Hann á að gera þá umburðarlynda, þess að slcyn þeirra á það, hvað er rétt °g rangt, sljóvgist. Hann á að gera þá hæverska, án þess að þeir glati við það hispursleysi. Hann á að glæða með þeim heilbrigðan áhuga á lífinu og dásemdum þess, án þess að gera þá skemmtanasjúka. Hann á að gera þá vinnufúsa og vinnu- 8'laða, án þess að gera þá að striturum. Hann á að kenna þeim að meta gildi vin- attunnar og göfgi ástarinnar. En hann á hka að brýna fyrir þeim nauðsyn þess að vera sjálfum sér nógur. Sá einn er sannur juaður, sem kann að njóta hvors tveggja 1 jafnríkum rnæli, félagsskapar og ein- veru.“ L. D. WEATHERHEAD: „Trúin er mik- Uvægust alls í lífinu, enda á hún mestan Þátt í andlegri heilbrigði mannsins.“ X: „Ef þér finnst þú aumur, er það sennilega vegna þess, að þú krefst of mik- ils af lífinu.“ BENJAMIN TILTON: „Samvizkan er sá hluti sálarlífsins, sem leysist upp í spíri- tus.“ (Meku? ^ Sigurður Breiðfjörð: Tristransrímur. Rimur al' Ásmundi og Rósu. Rímur af Hans og Pétri. Ferjumannaríma. Emmuríma. Sveinbjörn Beinteinsson sá um útgáfuna. Myndir eftir Jóhann Briem. 216 bls., íb. kr. 180.00. Sigurður H. Þorsteinsson: íslenzk frimerki 1961 (Catalogue of Icelandic Stamps). Með mynd- um. 93 bls., íb. kr. 55.00. Kári Tryggvason: Sísí, Túkú og apalcettirnir. Með myndum. 72 bls., íb. kr. 52.00. Hallgrímur Jónasson: Á öræfum. Ferðaþættir og kvæði. Með myndum. 272 bls., íb. kr. 190.00. Kristján Albertsson: Hannes Hafstein. Ævisaga. Fyrra bindi. Með myndum. 357 bls., íb. kr. 245.00. Matthías Johannessen: Hundaþúfan og hafið. Ævisaga Páls ísólfssonar tónskálds í sam- tálsþáttum. Teikningar eftir Atla Má. 230 bls., íb. kr. 245.00. Bernharð Stefánsson: Endurminningar, ritað- ar af honum sjálfum. Með myndum. 303 bls., íb. kr. 240.00. Guðmundur Gíslason Hagalín: Það er engin þörf að kvarta. Saga af lífi Kristínar Kristj- ánsson, í tveimur heimsálfum og tveimur heimum. 302 bls., íb. kr. 240.00. Jóhannes Helgi: Hús málarans. Endurminning- ar Jóns Engilberts listmálara. Með myndum. 150 bls., íb. kr. 220.00. Hugrún: Fanney á Furuvöllum. Skáldsaga. 228 bls., íb. kr. 120.00. Ingibjörg Jónsdóttir: Máttur ástarinnar. Skáld- saga. 111 bls., íb. kr. 85.00. Ingibjörg Sigurðardóttir: Bylgjur. Skáldsaga. 155 bls., íb. kr. 85.00. Ulla Dahlerup: Æskuþrá. Skáldsaga. Gísli Ól- afsson þýddi. 171 bls., íb. kr. 130.00. Eva Ramm: Allt fyrir hreinlætið. Skáldsaga. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. 136 bls., íb. kr. 130.00. Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaupið bæk- urnar og ritföngin þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt. BÓKAVERZLLM Í8AFOLDARPREMTSIVIIÐJL H.F. Austurstræti 8. Reykjavík. Sími 1-45-27.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.