Samtíðin - 01.07.1962, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.07.1962, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN 27 Fjöldi fólks hefur haft gagn af þessum stjörnuspádómum Æfwnœlisspár ailra daga í júní 1. Dugnaður þinn og þrautseigja munu bera góðan árangur. Hafðu hemil á tilfinningum þínum. 2. Gæfuríkt ár á ýmsa lund. Heillavænleg- ar breytingar í vændum. 3. Smávegis árekstrar, en árið verður gott, einkum nóvember—janúar og kringum pásk- ana ’G3. Gættu heilsunnar vel i febr., marz og Júni. 4. Varaztu fjárliagslega áliættu. Nokkrar tafir kunna að verða, hvað störf þín snertir, en úr því að kemur fram í febrúar, fer allt að ganga betur. 5. Gott ár til ásta, hjúskapar og sameignar fram í október. Síðan er betra að vera við öllu Wiin(n). 6. Farðu varlega við störf þín heima og á '’innustað, einkum hvað rafmagnsáhöld snertir. Seinni liluti ársins verður heilladrýgstur. 7. Forðastu deilur og málaferli. Nokkrir örðugleikar kunna að rísa, en úr þeim mun rætast kringum næstu jól. 8. Dálítið erfitt starfsár. Vertu varkár í bréfagerðum, og varastu að veita of miklar npplýsingar um einkamálin. 9- Á fyrri hlutg ársins mun þér verða gott t'l ásta. Síðan verður ýmislegt örðugra. Forð- astu deilur. 10. Heillavænlegar breytingar eru i aðsigi. l’n verður óháðari, en treystu ekki um of á allt og alla frá nóv. til febr. 11. Útlit er fyrir fjárhagslegt happ á fyrri óelmingi ársins. Vertu varkár í fjármálum og 'nnavandur seinni liluta ársins. 12. Gott ár, en varkárni er þörf í ræðu og riti. 13. Fremur viðsjárvert ár. Varastu aðgerðir skyldmenna þinna. 14- Nokkur vandamál kunna að rísa, varð- andi störf þín og lieimilismál. Treystu öðrum ekki um of og allra sízt nýjum „vinum“. 15. Atvik á fyrri hluta ársins kunna að vekja Sremju. Vertu þolinmóð(ur). Árið ’63 fær- ii’ þér ný viðfangsefni. 16. Þér mun aukast metnaður. Láttu ekki út- hverfu þeirrar hvatar, hégómaskapinn, ná tök- Uni á þér. Horfur eru góðar. 1~- Láttu ekki persónulega metnaðargirnd verða þér til ófarnaðar. Gættu vel starfs þíns og fjár. 18. Ársbyrjunin verður lieillarík, en seinna munu gerðar nokkrar kröfur til staðfestu þinn- ar. 19. Útlit er fyrir, að vinir bregðist þér skyndilega. Láttu ekki ný vináttutengsl rjúfa gamla vináttu. 20. Þetta verður mikið atlrafnaár, en auð- vitað mæta framkvæmdir þínar andspyrnu. 21. Gott ár til náms og ferðalaga. Varastu deil- ur frá nóv. til marz. 22. Dugnaður þinn mun bera rikulegan ávöxt. Þetta verður ár mikilli tækifæru. 23. Leggðu hvorki heilsu þína né fjármuni í hættu. Þú munt þurfa að stríða við óréttlæti. 24. Þetta ár verður ekki sérlega gott til fjár, en með forsjálni mun þér þó vel farnast. 25. Fyrri hluta ársins verður gott til ásta, en síðan örðugra. 26. Gættu heilsunnar vel. Vertu varfærin(n) í sambúð við ættingja og nágranna. 27. Varastu deilur og málaferli. 28. Þú munt hafa nokkrar áhyggjur fyrri hluta ársins, en með þolinmæði og festu verð- ur unnt að sigrast á þeim. Eftir það fer þér að ganga betur. 29. Heimilislif þitt verður ánægjulegt og heillaríkt. Allt verður traustara en áður. 30. Fjárhagur þinn verður góður fyrri hluta ársins. Síðan er þörf á varfærni. 31. Þér mun aukast ábyrgð, sem þér verður ekki ljúft að takast á hendur. Veikindi ann- arra geta valdið þér óþægindum. ennavinir SAMTÍÐIN vill verða við óskum lesenda sinna og birta gegn 10 kr. gjaldi óskir þeirra um bréfaskipti. Sigurveig Jóna Þorbergsdóttir, Hraunbæ, Álftaveri, Vestur-Skaftafellssýslu vill skrif- ast á við pilt eða stúlku á aldrinum 16—17 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.