Samtíðin - 01.05.1964, Síða 10
6
SAMTÍÐIN
- 'Jretfju
KVEAIItlAÞÆTTIR
Vortízkan frá París
ÞAÐ ER mikill léttir að sjá, að vor-
tízkan skuii losa mann næstum alveg við
allt, sem heitir leður, t. d. leðurfrakka
og leðurdragtir, að ekki sé minnzt á vað-
stígvéliri, sem notuð voru í hvaða veðri
sem var, jafnt góðu sem vondu!
Stökkbreytingar er, að því er virðist,
ekki mikið um. Litasamsetningar eru
fremur óvenjulegar. T. d. er mikið not-
að saman blátt og rautt. Hvítt er algcngt,
og grófar blúndur eru mikið notaðar á
kjóla og dragtir, bryddaðar með sléttu
efni.
Mjög fer í vöxt að nota falskt viðbólar-
hár við hárið, og má oft bæta sér upp
það, sem á vantar í þeim efnum, með
nælonhári uppi á höfðinu.
Við birtum bér inynd af vordragt frá
París. Pilsið er dökkblátt, treyjan er
rauð með dökkbláum kraga, sniðið
klassiskt. Hatturinn er einkar skemmti-
legur. Hann er frá d’Albouy i Paris.
Hamingjan er mesti fegurðaraukinn
VITUR KONA befur sagt: Fegurð kon-
unnar gerir liana ekki alltaf bamingju-
sama, en hamingjan skapar ávallt ein-
iivers konar fegurð. Brúður er t. d. alltaf
falleg. Margar konur eru aldrei fegurri
en þegar þær eru ófrískar eða eru að
gefa barni sínu brjóst. Hamingja, ánægja
og meðvitund þess, að hún veiti öðrum
hamingju og ánægju vegna ástar sinn-
ar — allt þetla ljómar af ásýnd konunn-
ar á þessum bátindum ævi hennar.
Forn-Grikkir og Rómverjar vissu, aö
líkami og sál eru óaðskiljanleg og skópu
því spakmælið: „Heilbrigð sál í hraust-
Framleiðum kápur og dragtir úr tízkuefnum eftir sniðum frá
þekktustu tízkuhúsum heims. — Sendum gegn póstkröfu.
Kápan h.f. Laugavegi 35 — Sími 14278.