Samtíðin - 01.05.1964, Side 31

Samtíðin - 01.05.1964, Side 31
SAMTÍÐIN 27 HÚN heitir Lynnc Sue Moon, er 13 ara gömul og hefur þegar leikið stærðar- hlutverk í kvikmyndinni „55 dagar í Heking“ móti Chcirlton Heston, svo að ekki er nú óefnilega af stað farið. Lynne er falleg stúlka. En eins og nafnið bendir til, er þar um austurlenzka audlitsfegurð að ræða. Enda þótt telpan Se ekki kinversk nema í aðra ættina, mót- ar Asiukynið andlitsfall hennar. úað var hending, sein réð því, að ynne litla fékk hlutverkið í Peking- ÍT1yndinni. Faðir telpunnar rekur kín- ^erskt veitingahús i London. Þar sat ''öld eitt Nicholas Ray kvikmyndaleik- stjóri. Þá kom hann auga á Lynne litlu, Sejn kom fram i veitingastofuna með einhver skilaboð til pahba síns. Leiftur- SnöS§t varð leikstjórinn sannfærður um, a Þarna væri telpan, sem þá vantaði til a leika í Peking-myndinni! Lynne var nu kvikmynduð i reynslu skyni með í)ao góðum árangri, að samningur var tafarlaust gerður við liana. Og að því loknu liófst leikstarf hennar. Lynne Sue Moon var fremur lítilsigld við fyrstu mvndatökurnar, sem vonlegt var. Það eitt að eiga undir eins að fara að leika móti heimsfrægum snillingi, uppáhaldsleikara sínum, Charlton Hest- on, dró kjark úr telpunni. En Charlton er faðir og kann lagið á börnum. Honum tókst undir eins að eyða feimni stúlk- unnar og fá hana til að leika eðlilega. Samleikur þeirra er talinn eitt af þvi hezta í myndinni. Lynne er fædd í London. Hana liefur frá blautu harnsbeini dreymt um að verða listdansmær. Til þess hefur hún lientugt vaxtarlag, þvi að hún er grann- vaxin og spengileg. En eftir 2ja ára ball- ettnám hætti liún að dansa. Siðan hefur hún stundáð barMaskólanám eins og gengur og gerist. Heldur þykir hún mis- víg á námsgreinar barnaskólans. Henni leiðist mannkynssaga og náttúrufræði. Aftur á móti þykir henni gaman að teikna, enda þykir hún frábær teiknari. Meðan verið var að taka Peking-mynd- ina, teiknaði hún prýðilega mynd af Charlton Heston! Eins og flestar jafnöldrur hennar vill hún helzt vera i þröngum síðbuxum með blússuna utan yfir, en fer þó i kjól við hátíðleg tækifæri. Nú hefur Lvnne fengið áhuga á kvik- myndaleik, og nokkrum dögum eftir að töku Peking-myndarinnar var lokið, fór telpan til Hollywood að leika í mynd, sem heitir á ensku: „The Candy Coh- web.“ Nú hlökkum við til að sjá Lynne á „léreftinu“. Þeim fjölgar ört, sem lesa SAMTÍÐINA. — Góður mánuður byrjar með því að gerast áskrif- andi að henni.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.