Bækur og menn - 01.12.1936, Page 2
2
BÆKUR OG MENN
Bókin um Heiðu liflu.
Jóhanna Spyri: HEIÐA. Saga handa
börnum og barnavinum. Laufey Vil-
hjálmsdóttir íslenzkaði. . .
Saga þessi gerist í Sviss, í undurfögru landslagi, sem er
snilldarlega lýst, en á svo einfaldan hátt, að hvert barn hlýt-
ur að njóta þess með óblandinni ánægju. En annað efni bók-
arinnar er ekki síður dásamlegt. Þar er á þann veg sagt frá
mönnum og málleysingjum, að geti nokkur lestur haft góð
og betrandi áhrif á huga barna og unglinga, þá verður þessi
bók í fremstu röð, enda hefir hún verið prentuð í yfir 400
þúsund eintökum á þýzku, og í flestum öðrum löndum í tug-
um þúsunda. En slíkt kemur ekki fyrir, nema þegar um
ágætis bækur er að ræða og sígildar-
Sagan hefst á því, að Heiða litla, tæplega fimm ára göm-
ul, er á leið upp í fjöllin með móðursystur sinni, sem ætlar
að koma barninu fyrir hjá afa telpunnar, en hann býr einn
í kofa uppi á fjallinu. „Hann vill ekkert hafa saman við
fólk að sælda, aldrei fer hann í kirkju, og þegar hann einu
sinni á ári staulast ofan úr fjöllunum við gilda stafinn sinn,
flýr fólkið hann“. Og það er talið mesta óráð að láta hann
taka við barninu.
En allt fer þetta á aðra leið. Heiða litla vex og dafnar
prýðilega hjá afa sínum og geitunum hans, innan um blóm-
in og fjölli^ • g trén. Og þar eignast hún góðan leikbróður,
Pétur ^eitasmala. En svo er hún rifin frá þessu öllu
sam"- .. að uppeldinu þykir í meira lagi ábótavant. Þessi
.maður verður afarsár fyrir litlu telpuna og alla þá, sem
hafa kynnzt henni, því að hún bætir líðan og skap allra, sem
umgangast hana. Móðursystir hennar fer með hana til
Frankfurt og kemur henni fyrir í húsi efnaðs manns, sem
á lasburða dóttur, er ekki getur gengið og vantar leiksyst-
ur. Fellur þeim vel hvorri við aðra og gerast þarna margir
og skringilegir atburðir — en Heiða þráir alltaf að komast
heim til afa síns og fjallanna og kemst það loks og verður
enn til blessunar öllum þeim, sem kynni hafa af henni. Hún
sættir afa sinn við guð og menn og hann verður síðan til
þess að kenna leiksystur hennar, Klöru, að ganga og hjálp-
ar henni til að öðlast heilbrigði, þegar hún heimsækir hann
og Heiðu.
Betri barnabók er varla hægt að hugsa sér.
Dýrmæíir fjársjóðir.
Guðm. Guðmundsson: LJÓÐASAFN.
Þrjú bindi. Útgefandi: Isafoldar-
prentsmiðja h.f.
Það er ákaflega þarft verk að koma á prent í vandaðri
útgáfu heildarsafni af verkum hinna beztu skálda þjóðar
vorrar. Slíkir fjársjóðir í aðgengilegum umbúnaði eru meira
virði en almenningur gerir sér oft og tíðum ljóst. Er ekki
tungan dýrmætasta eign þjóðarinnar og skáldin og rithöf-
undarnir þeir menn, sem bezt tökin kunna á meðferð henn-
ar? Hvernig væri mál vort og þjóðmenning án hinna miklu
orðsnillinga? Það er þeim að þakka, að á Islandi býr menn-
ingarþjóð. Þess vegna ætti verk þeirra ekki að vanta frekar
á heimilin heldur en mat og nauðsynleg húsgögn. Þau eru
sá andlegi vistarforði, sem hver maður þarf að geta gripið
til, þegar bezt hentar.
Þetta kvæðasafn Guðm. Guðmundssonar er mikill fengur
hverjum ijóðelskum manni. Hann var formsnillingur og
flutti auk þess göfugan boðskap í ljóðum sínum. Þeir, sem
lesa bækur hans, munu því öðlast dýpri skilning á fegurð
málsins en þeir áttu áður og fagrar hugsanir hafa góð áhrif
á hvern mann.
Slík heildarsöfn af verkum beztu skálda landsins ættu að
skipa heiðurssess á hverju heimili.
Fófgangandi fil Oslóar.
Kristian Elster: LITLIR FLÓTTA-
MENN. Drengjasaga frá Noregi.
Árni Óla þýddi.
Það er uppboð í Þírdal. ívar og Leifur, fimmtán og tólf
ára gamlir, eru búnir að missa foreldra sína og standa nú
uppi allslausir, nema hvað þeir áttu tvær veiðistangir, slit-
inn bakpoka, landabréf, lítinn ketil, tvo bolla handarhalds-
iausa, ofurlitla steikarpönnu, teiknibók, litakassa, ritblý og
nokkur gömul dagblöð. Drengirnir áttu að flæmast að heim-
an og fara til sveitakaupmannsins í Folavík, en hann var
kallaður Rauðnefur og átti bróður, er nefndur var Bláref-
ur, og voru þeir báðir mestu þorparar og sóðamenni. Rauð-
nefur hefur ívar með sér í smyglferðum og lætur hann
þræla óskaplega. En þegar Blárefur vill fá Leif út á sömu
braut, brestur drengina þolinmæðina og þeir ákveða að
strjúka og ferðast alla leið til Óslóar, en þangað var óra-
vegur. Þar áttu þeir föðurbróður, sem þeir vissu þó ekki,
hvar var eða hvað hann gerði. En það var draumur þeirra
bræðranna, að Ivar yrði blaðamaður og Leifur málari og
höfðu báðir þjálfað sig nokkuð á þeim sviðum.
Bræðurnir ferðast nú yfir þveran Noreg og lenda í ótal
æfintýrum og erfiðleikum, en gefast þó aldrei upp og ná að
lokum takmai'ki sínu: að komast til höfuðborgarinnar. En
þq eru ekki allar þrautir yfirstignar. Borgin er miklu stærri
og allt öðruvísi en þeir höfðu búizt við, og þar verða þeir
fyrir mörgu sögulegu. Svo fer sagan vel að síðustu.
Þetta er ákaflega skemmtileg og spennandi drengjabók.
/
Islenzkir þjóðhæffir.
Sú bók, »em mest umtal hefir vakið á síðari árum, k
óefað Islenzkir þjóðhættir eftir síra Jónas Jónasson 'Jp*
Hrafnagili. Um hana hafa birzt dómar í öllum blöðum og
tímaritum, og um hana hafa skrifað menn af öllum stétt-
um, og þó allir á einn veg. Bókin hefir hlotið einróma
lof allra.
Ólafur Lárusson prófessor segir m. a.: „Það er merkis-