Bændablaðið - 14.04.1937, Side 4

Bændablaðið - 14.04.1937, Side 4
BÆNDABLAÐIÐ Miðvikud. 14. apríl 1937 Hið fagra býli Knararberg við Kaupang með túni, görðum, gróðrarhúsi o.s.frv. fæst til ábúðar nú þegar. Semja ber við undirritaðann. Varðgjá 12. april 1937. Stefán Sfefánsson. TILKYMING til útgerðarmanna og skipaeigemta. Peir útgerðarmenn, sem hafa í hyggju að gera út skip á síldveiðar til söltunar næsta sum- ar, eru beðnir að tilkynna Síldarútvegsnefnd tölu skipanna, tilgreina nafn skipsins, einkennistölu, stærð og hverskonar veiðarfæri. Ef fleira en eitt skip ætla að vera saman um eina herpinót óskast það tekið fram sérstaklega. Tilkynningin óskast send Síldarútvegsnefnd Siglufirði fyrir 15. Apríl n. k. Pað athugist að skipum, sem ekki sækja um veiðileyfi, eða fullnægja ekki þeim reglum, sem settar kunna að verða um meðferð síldar um borð í skipi, verður ekki veitt leyfi til söltunar. Siglufirði, 27. mars 1937. Síldarútvegsnefnd. TÍLKYNNING til útgerðarmanna og síldarsaltenda. Peir útgerdarmenn og sildarsaltendur, sem óska eftir löggildingu sem sildarútflytjendur, skulu sœkja um lög- gildingu til nefndarinnar fyrir 15. apríl n. k. Ennfremur vill Sildarútvegsnefnd vekja sérslaka athygli útflytjenda á þvi, ad enginn má hjóöa síld til sölu erlendis án leyfis nefndarinnar, og þurfa þeir, er œtla að gera fyrirfram- samninga aö sœkja um leyfi til nefndarinnar fyrir 1. mai n.k. Allar umsóknir þessu viðvikjandi sendist til Síldarút- vegsnefndar Siglufirði. Siglufirði, 27. marz 1937. / Síldarútvegsnefnd. Eins og hér má sjá, er í öllum atriðum farið eftir tillögum meiri- hlutans á aukabúnaðarþinginu í september, að undanskilinni 7. grein, en hún er vægast sagt hlægilegur samsetningur, því hún segir ekki annað en það, að Bún- aðarfélagið skuli fara eftir sínum eigin lögum um kosningar til Bún- aðarþings! Ef menn bera nú þessi málalok saman við ásakanir Eysteins Jóns- sonar á þá menn, sem sömdu þess- ar tillögur (í Tímanum 16. sept. sl.), þar sem hann ber þeim á brýn að þeir hafi „ráðist aftan að félagsskap bændanna og bruggað honum fjörráð í laumi til þess að bændur gætu ekki komið vörnum við,“ þá verður óneitanlega lítið úr þessum stóru orðum, og mann- inum sem skrifaði þau. Skipulagsbreyling. Við atkvæðagreiðsluna um jarð- ræktarlögin kom það fram, að allmargir bændur óskuðu þess að fjölga búnaðarþingsfulltrúum og viðhafa hlutfallskosningar. Varð það því að samkomulagi á búnað- arþingi að hverfa að því ráði. Er þessi ákvörðun í fylsta samræmi við vilja meirihluta Búnaðarþings. í nefndaráliti meirihluta laga- nefndar á aukabúnaðarþingi er komist svo að orði: „Þegar bænd- urnir alment fara að óska eftir beinu kosningafyrirkomulagi til Búnaðarþings, þá fyrst kemur til kasta Búnaðarþings að rannsaka hernig því yrði best fyrir komið.“ Bændaflokksmenn hér í Eyja- firði, sem nú á annað ár hafa bar- ist fyrir því að hlutfallskosningar yrðu viðhafðar í Kaupfélagi Ey- firðinga, munu fagna því að Bún- aðarfélagið hefir horfið að þessu ráði og samþykt það kosningafyr- irkomulagið, sem best tryggir rétt minni hlutans á hverjum tíma. Fjölgun búnaðarþingsfulltrúa og kosningarathöfnin hafa allmik- inn kostnaðarauka í för með sér, en tryggir jafnframt almennari þátttöku í starfi félagsins. Úr þeim ágöllum, sem við fram- kvæmdina kynnu að koma fram á hinu nýja skipulagi félagsins, má bæta, þar sem málið er nú algjör- lega í höndum Búnaðarþings. Þau átök sem orðið hafa um þetta mál, sýna það, að bænda- stéttin hefir enn þrek og festu til að leiða mál sín til farsællegra lykta, við hvern sem í hlut á. Ný verkcfni. Þó I. kafli jarðræktarlaganna sé nú kominn í viðunandi horf, mega bændur ekki gleyma, að þau lög höfðu aðra og verri ágalla, sem krefjast lagfæringar. Er hér átt við 17. gr. laganna. Bændur mega ekki gleyma, að samkvæmt jarðræktarlögunum, er lögð stórfeldari kvöð á hvert býli í landinu, en nokkru sinni hefir áður þekst. Komi þessi ákvæði til framkvæmda skapast sívaxandi í- tök ríkisins í jarðeignum bænda, sem að síðustu hljóta að verða notuð til að koma á hinu komm- únistiska fyrirkomulagi, sem virð- ist, nokkuð óljóst þó, hafa vakað fyrir höfundum laganna. í ár eða að ári fara kosningar í hönd. Þá á hver bóndi að svara þessari spurningu: Vilt þú styðja að því, að ríkið eignist sívaxandi hluta af jörð þinni og jarðeignum stéttarbræðra þinni og því stærri hluta, sem þú leggur meir að þér um að bæta jörðina? Bœndaflokkurinn hefir átt drýgstan þátt í því, að vernda frelsi Búnaðarfélagsins. Hann mun nú, við í hönd farandi kosningar, berjast gegn jarðaráninu, fyrir bættri afkomu sveitafólks og ann- arra framleiðenda. Það er leiðin ú í úr því ófremdarástandi, sem nú ríkir í atvinnulífi þjóðarinnar. Sv. G. Á VÍÐ OG DREIF. (Frh. af 2. síðu). samþykt var með öllum atkvæð- um: „Með því að telja má víst, að hagstætt lán til virkjunar Laxár- fossa fáist ekki án rikisábyrgðar, og með því að undirbúningi máls- ins er svo langt komið, að hœgt er nú þess vegna að byrja á virkjun- inni, ef fé væri fyrir hendi, þá skorar almennur borgarafundur á Akureyri, á Alþingi að veita ríkis- ábyrgð fyrir 1.500000 króna láni til virkjunarinnar nú þégar, áð- ur en þingi verður slitið.“ Raíveitumálið er mikið hags- munamál fyrir Akureyri og nær- sýslurnar. Þess er því að vænta að Norðurland njóti í þessu efni jafn- réttis við Suðurland, sem fengið hefir ríkisábyrgð fyrir sinni raf- virkjun við Sogið. „Verkamannlnum“ verður svarað i »íslendingi«, sem kemur út 16. þ. m. J. 8. Kvacan.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/652

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.