Fasistinn - 31.08.1933, Blaðsíða 1

Fasistinn - 31.08.1933, Blaðsíða 1
FAS Málgagn I. árg. Ávarp. Fasisminn. Blaö þetta, Fasistinn, sem nú hefir göngu sina iiór í Eyjum, er málgagn okkar islenskra þjóðernís- ■inna. Það er öllum Islendingum kunnugt, að þjóðevnishreyfing ís- lendinga, sem ný stoínuð er, sam- anstendur af þeim mönnum, setn áhuga hafa íyiir viðreisn landsins og þjóðarinnar. Þann flokk skipa menn, sem andúð hafa a öllu óróttlæti, andúð á niðurrifsstefnu kommúnista, andúð á öllu sem þjóð vorri er til skaða og skamm- ar. Þenna flokk eiga allir sannir Iilendingar að styðja og styrkja, eftir fremsta mngni. Petta blað okkar ætti að verða liöur í þeirri keðju, sem nú þeg- ar er mynduð, þeirri keðju sem tengir þjóðina saman, sameinar hana í skilningi á því sem rótt er, samoinar hana í baráttunni gegn ósvífnum árásum rússnesku niðurrifsstefnunnar. Pess er vrenst, að allir sem sjálfum sér og þjóð vorri vilja vel, þeir sem unna iéttlæti og and- styggð hafa á öllu sem ófagurt er og skaðlegt þjóðinni, sýni það í verkinu með því að standa styrk- ir k móti stefnu kommúnista, höfð- uðfjanda mannkynsins. Útgefendur þessa blaðs vita, að timi er kominn til, að hefjast handa gegn óaldar stefnu komm- únista. o. fl., þeir vita að ailur þorri Eyjamanna bíða þeBS með eftirvæntingu að eitthvað só að- hafst. Eyjaskeggjar, við kunnum ennþá að greina rétt frá röngu, látum ekki spyrjast að við spiliumst af kenningum kemmúnista. Blaðið tekur góðfúslega við greinum, frá þeim sem eitthvaö vilja rita til stuðnings starfsemi vorri. Lesið Fasistann. Almenningur hér á landi veit enn sem komið er lítið um þjóðern- isstefnur hinna ýmsu landa annað en það, sem skröksögú-höíundar andvigra pólitiskra flokka búa til eða umhverfa. Ber langmest á þessu eftir að þjóðernishreyfingin íslenzka kom fram á sjónarsviðið, og er það að vísu skiljanlegt. I*vi að hún er þegar orðin, og á eftir að verða það miklu tneir, hinn skæð- asti óvinur margra þeirra. Það á að vera hlutverk Þjóðernisflokks- ins, að gera alla flokka að einum. Verður það ails ekki gert nema með því að kommúnistaflokkurinn hverfi, jafnaðar-flokkurinn breytist og framsöknar-og sjálfstæðisflokk- arnir hreinsist. Einkum hlýtur þjóðernisflokkurinn að byggja á hinum síðarnefnda, því að hann er í eðli sínu nálægastur anda þjóðernishreyflngarinnar. En það er einmitt andinn i þeirri hreyf- ingu, eins og svipuðum hreyfing- um í öðrum löndum, sem er kjarn- inn. Það er hugsjón vor að einn, þjóðlegur, heiðarlegur og einbeittur stjórnmálaflokkur ráði í landinu, en ekki samsull óheiðarlegra pól. stór-atvinnurekenda eins og nú hefur verið um tíma og aldrei getur hngsast, þar sem andi hlnn- ar nýju hreyfingar f»r að ráða og njóta sín. Fasisminn er sprottinn upp í hinu fornfræga menningarlandi Italíu. Landi sem bar uppi menn- ing heimsins öldum saman og skapað hefur meiri fegurð en nokkurt annað land. Pað er því ekki að furða, þótt svipaðar hreyf- ingar *i ýmsum öðrum löndum kenni sig við ítölsku hreyflnguna, eins og er t. d. á Englaudi. En þó að nafnið só hið sama verður vel að gæta þess, sem allir er til þekkja reyndar vita og t. d. Mussolini sjálíur hefur marg tekið fram: Þjóðernishreyfing hvers lands — fasisma skulum við kaila þetta — getur aldrei tekið hina ítölsku hreyfing eða nokkurs ann- ars lands þjóðernishreyfing til fyrirmyndar nema að sumu leyti eftir því sem við á. Sjálft nafnið 7>/óðmúshreyfing bendir í þessa átt. Pví að þjóðernið er með afar-rais- munandi hætti í hinum ýmsu löndum. Og st.aðhættir, lifnaðar- hættir, atvinnuvegir og ótal margt annað hlýtur að skapa mikinn mun. Og eins »r um starfsaðferðirnar til þess að,koma hreyfingunum áfram. Þær hljóta t. d. að verða aðrar hér en á Þýzkalandi. En þó verð- ur ýmislegt að vera sameiginlegt. í’að er andi hreyfingarinnar, sem verður að vera sá sami. Ándinn sem gagnsýrir flokksmenn þjóð- ernishreyfingarinnar í hinum ýmsu löndum. Og borið fram tf þeim anda verður það markmið hinnar íslenzku hreyfingar eins og það er markmið samskonar hreyfinga í öðrum löndum, að skapa betra land og betri þjöð. Til þess að mönnum verði ofur- litið ljósara hvað fasismi er ætla ég að segja ofurlítiö frá honum eins og hann kom fram á Italíu, föðurlandi sínu og eins og hann hefur verið borinnfiam í líflð þar. Hann kom ekki fram sem nein heilsteypt þjóðfélagsskipun, sem ékki þyrfti endurbótar við. Fasistar vilja t. d. um fjármál og raargt fleira alls ekki balda fram að þeir hafi fundið þá beztu endanlegu úr- lausn þeirra vandamála, t. d. með féiagsskap atvinnugreinanna {cor- poration). En þeir eru að fikra sig áfram í anda fasismans að þeirri heppilegustu úrlausn, sem lífið og reynslan kennir. þeir eiga ekki neitt þrœlbundið kerfi eins og kommúnistar og sósialistar sem á að framkvæmast hvað sem lífið og reynslan segir. Ég ætla nú til skýringar þessu sem hér hefur verið sagt að þýða og segja lauslega frá nokkrum at- riðum úr enskri fræðibók um fasisma (i Home University Library) og vonast til þess að þeir, sem lítið eða ekkert vita um þetta efni glöggvi sig ofurlítið á því og munu þeir fijótlega sjá, að það er engín tilviljun að fasisminn, eina og allar þjöðernisstefnur, beinir sór fyrst og langmest á móti komm- únismanum. Éví að þessar stefnur eru eins fjarlægar hvor ann&ri eins og norðrið suðrinu eða austr- ið vestrinu. Og það er engin til- viljun að kommúnistar skoða ís- lenzka þjóðernissinna hættulegustu óvini síua og ausa yfir þá jafnvel enn meiri lygum og svívirðingum en aðra pólitista andstæðinga. Höf. nefndrar bókar segir að vara megi sig ó því, að líta ein- göngu á fasism&nn sem pólitiskt eða sósialt fyrirbrigði. Það aé fremur um hreyfing að ræða, sem borin sé fram af ákveðnum hug- sjónum, grundvölluðum á vissum meginatriðum. Og segir hann m. a. í því sambandi: „Fasisminn er einbeitt og ákveð- in uppreisn gegn efnishyggjunni og enginn er fasisti nema hann beri lotningu fyrir því yflrskynjun&r- lega. Það er álcveðið m&rkmif þeirra, að komandi kynslóðir séu aldar upp í umhverfi, sem trúin hefur sett blæ sinn á, en sé vernd- aðar gegn eitri efnisbyggjunrjar í öllum hennar myndum. f*etta er sú ástæða, sem öllu fremur veldur hinni vægðarlausu baráttu fasist- anna á Ítalíu nú — ófrjálslyndi þeirra, ef þér kjósið aö kalla það því nafni — því að fasistar eru einráðnir í að ala upp kynslóð sem trúir, hvað sem þ«ð kostar, því að þeir telja þetta einu úr- lausnina .... að skilja þessa staðreynd um fasismann, er að hafa lykilinn að því að skilja hreyflnguna í heild sinni ..." Með þessu segir höf. ætla fas- islar að koma til leiðar timabili félagslegs jafnvægis, þar sem ráði fagurt og göfugt hugarfar í stað þeirrar óaldar, er nú ræður, þar sem hver höndin er uþpi á móti annari, hver stétt á möti hinni, þjóðir á móti þjóðum og þar sem sá á visastann sigurinn, sem er sterkastur og um leið ófyrirleitn- astur. Fasistar ætla sér að skapa ríkið þar sem siðgœðið hefur völdin (the ethical Statej.Og hugmynd þeirra um það byggist á þrem megin-undir-

x

Fasistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fasistinn
https://timarit.is/publication/653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.