Fasistinn - 08.09.1933, Síða 3
Í'ASÍSTÍÍÍN
n.iii
j'i ............ if' r r r.-.án.Mi.
eru það því þessir tveir raenn m.
a., sem eru ómentaðir oílátungar,
sem aldrei hafa unnið ærlegt hand-
tak né hugsað ærlega hugsun.
Slíkur dómur a þessa menn, kem-
ur úr hörðustu átt, frá S. E., frá
manni, sem sjálfur hefir aldrei
unnið ærlegt handtak né hugsað
ærlega hugsun, frá manni, sem
þjóðkunnur er fyrir ofrembing og
ódugnað, frá manni sem hingað
til hefir lifað sem sníkjudýr á þjóð-
ÍDni, frá manni, sem enginn ær-
legur maður getur notað til nyt-
sams verks.
Það er alkunnugt að menn
þessir, M. öuðmundsson ráðh. og
Jóh. f\ Jósefsson alþm. eru og hafa
verið meðal fremstu og framtaks-
sömustu manna þjóðarinnar.
Sig. E. segir ennfremur: „Þing-
húsbruninn var skípulagður af
Hitler en framkvæmdur af Göring
og hans aðstoðarmönnum".
Það vita allir sem nokkuð fylgj-
ast með umheiminum, að þetta
eru ósannindi.
Sig. E. sagði mikið og margt
meira um þjóðernissinna en alt
var það, sem hann sagði svo ötrú-
leg ósannindi, að jafnvel æstustu
andstæðingar Þjóðernissinna ékki
gátu trúað því, og furðaði marga
þá á, sem annars fylgja S. E. í
skoðunum, að hann skyldi bera
það. á borð fyrir almenning, sem
hann gerði þetta kvöld.
Öll framkoma S. E. þetta fyrir-
lestrarkvöld, fullyrðingar hans og
annað um þjóðernissinna, var ijós
vottur um skynsemisskort hans
sjálfs, ósanngirni og spiltan hugs-
unarhátt.
Aheyrandi.
Opið bréf
til Sigurðar Einarssonar*
Nýkomnar
smekklegar og ódýrar puöurdósir,
Ávalt úrval af ilmvötnum, sápum,
andlitsdufti, andlitskremi og öðrum
hreinlætisvörum.
í Apotekinu.
Nýkomið:
Panelpappi, »Maskinupappi«, Þakpappi 3 teg.
Fyrirliggjandi allskona trjávidur.
Saumur og Þakjárn vantanlegt med næstu skipum.
Byggingarefnaverzlun
Sœmunéar donasonar.
Líftryggiö í
THULE
Stæsta líitryggingarfélag á
Norðurlöndum.
NYKOMIB:
Efni í rúllugardínur, 3 litir
Gúmmí á barnavagna.
Yfiidekk og dívanteppi 4 gerðir.
Jósúa Teitsson,
Fingholti.
Eg áleit þig einu sinni greindan
ungling. Síðar hefi eg komist að því,
að þetta álit mitt var ékki rétt.
Þú varst ávalt oflátungur, uppfull-
ur af hroka og hræsni. Þetta sá
ég ekki þá. Með árunum og kynn-
ingu minni af þér, hefi bg komist
að raun um þetta, og að þú ert
jafnframt, ekki aðeins „uppstopp-
uð“ montróa, heldur og illgjarn
bitlingaBnápur, sem eltir alla, sem
þú kannt að geta eitthvað gott
haft af. E*ú ert. einn af þeim fáu
mönnum hér á landi, sem allir
hafa andúð og fyrirlitningu á.
Ýmist ert þú „krati", framsókn-
ardindill, kommúnisti eða eitthvað
mitt þess á milli, alt eftir því,
sem þú heldur, að hest sé fyrir
sjálfan þig í þann og þann svip-
inn. Það eru allir orðnir leiðir á
þór, — ef til vill þú sjáifur líka —
Við héldum, Eyjamenn, að þú
mundir ekki taka upp á því, að
sýna þig hér i „eigin persónu".
Við héldum, að þér nægði, að
láta okkur heyra í þér við og við
í útvarpinu. — Nei. — þú komst,
þór til skammar og okkur til skap-
raunar. fú komst til að bera
Eyjamönnum boðskap þinn, komm-
únismann. Við þektum hann áður.
En illa var gert af þér, ef þú
vildir stefnu þinni vel, að koma
hingað sjálfur í trúboðserindum,
með því hefir þú stórskaðað flokk
þinn og þinna. fu ættir helst al-
drei að sjást, og helst aldrei að
láta til þín heyra, en þú veist án
efa ekki hversu þú ert fyrirlitmn.
Einu sinni varst þú háseti á
bát héðan úr Eyjum. Þar varst
þú lélegur líðsmaður. A. m. k.
vildi ekki fyrverandi formaður
þinn eyða elnni krónu i það að
hlusta á þig, ér þú varst að út-
varpa lýgi þinni um Nazismann í
Alþýðuhúsinu um daginn. Þú varst
svo lólegur þjónn hjá honum.
Hann bjóst ekki við, að þér hefði
farið fram, sem og mun rótt
vera.
Af öllum varst þú illa liðinn,
strax 1 barnaskóla, sem von var.
Okkur skólabræðrum þinum var
illa við allt óhreinlæti og mont,
en hvortveggja hafðir þú þá í rík-
um mæli.
Þú varst einu sinni prestur.
Hvað predikaðirðu ? Eg vænti að
þú þá, meðan þú varst þessi Guðs
þjónn, ávalt hafir haft öll boðorð-
in í huga. Þú varat ekki lengi
prestur. Það var mjög eðlilegt.
Áður en þú fékst vígslu varstu
stundum kennari, húskennari.
Hvað kendirðu? Mér hefir verið
sagt, að lærlingarnir ekki ávalt
hafi haft gott af varðveislu þinni.
Svo komst þú í útvarpið. Þar ert
þú öðru hvoru útvarpandi lýgi
þinni um Hitler, Mussolini og aðra
frömuði, sem eitthvað eru and-
stæðir þér i skoðun. Það trúir
enginn neinu af þvi, sem þú segir
það vita allir, að þú notar afstöðu
þína í útvaipinu, til þess að bera
svivirðingar á andstæðinga þína í
gegnum loftið. j?ú ættir ekki *.ð
veva þar. Enda ferðu þaðan bráð-
um.
Sigurður Einarsson, þú þarft
ekki að vera að eyða þínum dýr-
mæta !!! tíma í okkur Eyjaskeggja.
Við þekkjum þig hérna alt of vel
til þess að vig tökum nokkuö til-
lit til þess, sem þú segir. Við vit-
um vel, að alt sem frá þínum
munni fér, er ósannindavaðall,
framsettur í eigínhagsmunaskyni,
þrunginn monti og öfgum. Þú ætt-
ir sem fyrst aftur að hverfa héð-
an, þú ert búinn að verða þérnóg
til skammar og vlð viljum ekki
ala þig lengur hér.
Sigurður Einarsson, það væri
stór framför fyrir þig, ef þú gætir
lært að skammast þín. En mað-
ur má ekki vænta svo mikils af
þér.
Skrifa meira næst.
Nkólabróðir.
Lesið Fasistann.
Alhugið!
Með e.s. Biúarfoss ífyrra-
málið fáum viB
1, fl. Norlenzkt Dilkakjöt
Gjörið pantanir í tíma
KAUPFÉLAG EYJABÚA
Síml 155