Þjóðvörn - 03.06.1933, Page 2
P.J-Ó-Ð-V-Ö-R-N
Jónasarliðið og
P j óð ernishreyfingin.
6. Algjör útilokun og útrýming
allra óhollra stefna í þjóðfélajjinu.
Nú á síðari áium hafa komið
fram í þjóðfélaginu stefnur, sem
hafa vakið sundrung milli stétta,
og hafa í för með sér upplausn og
spillingu í stjórnmálum og er nú
þegar svo langt gengið í slíku, að
ekki er viðunandi. Pessar stefnur
eru sósíalisminn, kommúnisminn og
Hrilfumennskan. Pessar stefnur
hafa unnið að því að veikja og sundra
kröftum þjóðarinnar. Pjóðernis-
sinnar vílja sameina krafta þjóðar-
innar til starfs og dáða, og hljóta
því að berjast gegn þessum stefnum,
sem nú valda mestri spillingu í
þjóðlííinu, uns yfir líkur.
7. Kosningaréttur jafn fyriralla.
Pjóðernissinnar geta ekki unað
því, að kosningafyrirkomulag sé svo
úrelt og óréttlátt, að eirin þriðji
hluti kjósenda geti ráðið meirihluta
á Alþingi.
Fví ætla Pjóðernissinnar að beita
sér fyrir lausn kjördæmamálsins og
ekki skiljast við þá baráttu, fyr en
hver einn kjósandi heíir jöfn áhrif
á skipun alþingis.
Pá hefir í stórum dráttum verið
skýrt frá stefnu blaðsins, og mun
hvergi frá henni vikið meðan eg hefi
með ritstjórn þess að gera.
Nú er alt útlit fyrir, að þing
verði rofið og kosningar fari fram
á næstunni og mun blaðið af öll-
um mætti fylgja fram sinni stefnu-
skrá, og leitast við að vekja þjóð-
ina og vara hana við hætfunni sem
yfir henni vofir ef Hrifluliðið nær
meirihluta á Alþingi.
Verður því lagt kapp á, að blað-
ið sinni stjórnmálum, en ekki hirt
um úreltan og löngu kunnan frétta-
samtíning eða bæjarslúður. sem eng-
um getur að gagni komið.
Væntir blaðið að ritfærir menn,
innan Pjóðernishreyf ingarinnar,
styrkji þaðöðruhvoru með greinum.
Virðingarfyllst. ,
Pétur Á. Brekkati.
Enskar húfur
nýkomnar.
Sjómannabúðin.
Ekki leikur það á tveim tungum
hvern hug Hrifluliðið beri til alls
þess, sem miðar í þá átt að hefja
einhverja viðreisnarlilraun innan
þjóðfélagsins, sá hugur var svo a!-
kunnur, að engan mun undra þótt
blöð þeirra rísi nú upp með fjand-
skap geng hinni ungu Pjóðernis-
hreyfingu, og þeim áhugasömu um-
bótamönnum, sem að henni standa.
Byrjaði „Tíminn“ þegar, (eins og
vanalega þegar eitthvað nýtilegt er
á ferðinni,) að ausa yfir forgöngu-
mennina úr sinni ótæmandi róg-
burðar- og óþrifahlandfor, sem um
langt skeið hefireitrað pólitískt and-
andrúmsloft þjóðarinnar, með illum
daun sem jafnan hefir af henni lagt.
Dilkar „Timans“, sem sína and-
legu næringu hafa jafnan úr þeirri
óþrifa vilpu þegið, fylgdu þegar á
eftir og birtir „Dagur“ á Akureyrí
í 21. tbl. þ. á, sem út kom 25. maí
s.l.‘ grein, með yfirskriftinni „Tveir
Gíslar“.
Greina þessi er illgirnislegt skens
um för þeirra Gísla Sigurbjörnsson-
ar og Gísla Bjarnasonar hér til Norð-
urlandsins og um útifund, sem þeir
nafnar héldu á Akureyri. Sýnilega
er blaðinu mjög illa við það að
Pjóðernissinnar skuli vera hlyntir
kristindómi og trúa á guð, og að
gerast svo djarfir að hvetja aðra til
þess, enda er það alkunna að krist-
indómur er i litlum hávegum hafð-
ur í herbúðum Hriflunga.
Pá er blaðið sýnilega slórhrifið af
samherjum sínum, Kommúnistunum,
Gunnari prestlausa og Steingríini
Aðalsteinssyni og harmar sýnilega
að Akureyringar skildu ekki vilja
hlusta á gal þeirra. En Akureyring-
ar hafa sýnt það að þeir hafa marg-
ir kunnað að meta Pjóðernisheyf-
inguna rétt, og er þegar starfandi
fjölmennt félag Pjóðernissinna á Alc-
ureyri, sem fara mun hraðvaxandi
þrátt fyrir lundílsku Tímadilkanna
þar, „Dags", „Alþýðumannsins" og
„Verkamannsins".
í sama strenginn hafa dilkarnir
syðra semgefnir eru út afKommún-
istum og Sósíalistum, tekið. En á
skitkasti þeirra er höfð svo mikil
fyrirlitning af öllum þorra manna,
að fáir svara þeim, og verður því
rógur þeirra að mestu „eintal sálar-
innar“ við sjálfa sig.
Á eftir dilkunum koma svo und-
anvillíngarnir. „Einherji" hinn hlut-
lausi. hefir undanfarið rætt um þjóð-
ernishreyfinguna, í 18. tbl. birtist
grein eftir annan ritstjórann, sem er
Iilyntur Pjóðernishreyfingunni ogtal- •
ar um hana af skilningi.
En í 10. tbl. kveður nokkuð við
annan tón, þar grípur hinn ritstjór-
inn til pennans. Er auðheyrt að þar
er Jónasarmaður á ferðinni, en Jó-
nasarmaður mun Hannes Jónasson
frekar vera af völdum illra forlaga
en illu innræti.
Grein þessi er að mörgu skýrleg-
legar skrifuð en „Dags“-greinin, en
þó á þann hátt að höfundur henn-
ar vex ekki af henni. Gegn Gísla
Bjarnasyni notar greinar'nöf. vopn
sem drenglyndir menn myndu
skammast sín fyrir að nola. Grein-
arhöf. segir um Pjóðernishreyfing-
una, að hún sé algjörlega „ófrjó“,
„niðurrifsstefna", blandin „öfgum“
og líkleg til að hneigjast til einræð-
is“. Sem svar við þessu má benda
greinarhöf. á útdrátt þann úrstefnu-
skrá Pjóðernissinna, er birtist hér á
öðrum stað í blaðinu, og geta þá
bæði hann og aðrir dæmt um hve
mikil rök þessi ummæii greinarhöf.
styðjast við.
Greinarhöf. virðist hneixlast mjög
á því að þjóðernissinnar skuli telja
sig menn kristna og byggja starf sitt
á .grundvelli trúarbragðanna enda er
það mótsögn, og hún skýr, gegn því
að hér sé um „ófrjófa niðurrifs- og
öfgastefnu" að ræða, því reynslan
hefir jafnan sýnt það. að þær stefn-
ur, sem byggja á grundvelli krislin-
dóms, hafa ekki verið ófrjófar.
Að síðustu segir greinarhöf: „Hin
íslenzka þjóð liefir um undanfarna
allmarga áratugi búið við hinar
glæsilegustu framfarir, undir því
þjóðskipulagi sem nú ríkir og und-
ir forustu þeirra manna, sem nú eru
ofsóttir af þjóðernissinnum og komm-
únistum". Petta er ekki rétt nema
að nokkru leyti, framfarir þær sem
orðið hafa eru áð vísu að mestu
leyti verk þeirra manna sem Hrifl-
ungar og samherjar þeirra, komm-
únistarnir, ofsækja og rógbera mest.
En hitt er ekki rétt að þeir menn
séu ofsóttir af Pjóðernissinnum,
þeir hafa engan ofsótt, Pjóðernis-