Þjóðvörn - 03.06.1933, Blaðsíða 3
Þ-J-O-Ð-VO-R-N
sinnar eru umbótamenn og þeir
finna hispurslaust að því sem ábóta-
vant er, en slíkt er þyrnir í augum
Hriflunga, því þeir vita sem er, að
allt í stjórn landsins og starfsháttum
hins opinbera hefir öfugt gengið,
síðan þeir tóku við stjórn á því
herrans ári 1927. Peir vita því vel,
að réttmætar aðfinnslur um þessa
hluti koma sárast við kaun þeirra
og samherja þeirra.
Síðan segir greinarhöf.: „Nú er á
þjóðarinnar valdi að velja leiðina
fyrir framtíðina. Nú getur hún val-
ið um hvort hún vill halda áfram
á þeirri þróunarbraut er hún hefir
gengið að þessu, eða hún vill taka
upp erlendar öfgastefnur og fylgja
þeim“.
Retta er rétt, nú stendur í þjóð-
arinnar valdi að veljr, og hún mun
velja. Hún mun áður en langir tím-
ar líða vakna til meðvitundar um
að henni beri að hrinda af sér
þeirri svívirðingu sem Hriflungar og
þeirra samherjar hafa yfir hana leitt
og munu halda áfram að leiða yfir
hana meðan áhrifa þeirra gætir
nokkuð. Pjóðin mun áður en mörg
ár líða, hafa vaknað til meðvitund-
ar um sjálfa sig og skipað sér undir
merki hinnar íslensku Rjóðernis-
hreyfingar en rekið öfgar Kommún-
ista, hálfvelgju sósíalista og viðrin-
ishátt Hriflunga af höndum sér og
gerst frjáls. þjóð í frjálsu landi.
f’jóðernishreyfingin mun vekja
starf í stað kyrstöðu, áreiðanleik,
einurð og festu, í stað þess óheil-
brigðis, sem nú virðist ráða meztu
í íslenzkum stjórnmálum.
Kaupið aðeins
r
Aletruðu
vinnuvetlingana
Verð kvenmannsvetlingar 1,00
karlmannavetlingar 1,2$
Reynzlan ermargsinn-
is búin að sýna að
þessir vetlingar endast
á við þrenna krónu-
vetlinga.
Fást allstaðar.
Hrifluliðið.
I.
Fyrsta, og nokkuð fram á annan
áratug þessarar aldar, var sjálf-
stæðisbarátta þjóðarinnar það, sem
skifti henni í flokka, og á þeim
tíma voru ekki til nema tveir flokk-
ar í landinu, Heimastjórnarmenn
og Sjálfstæðismenn og skiftust þessir
flokkar eftir því hvað langt væri
gengið í sjálfstæðiskröfunum hverjar
leiðir væru heppilggastar, til að fá
kröfunum framgengt. Arið 1916,
þegar sambandsmálið er að mestu
úr sögunni, fór í fýrsta sinn fram
landskjör, og kom þá fram, meðal
annara lista, listi óháðra bænda.
Samtök þau, sem voru um að koma
upp þessum lista, voru fyrsti vísir-
inn að stofnun nýs stjórnmálaflokks,
sem stofnaður var þá á næstunni
og nefndur Framsóknarflokkur, þó
munu ýmsir, er að samtökum
óháðra bænda stóðu, hafa dregið
sig í hlé, þegar þeirsáu hvertstefndi
með þennan nýja flokk. Flokkur
þessi mun hafa verið stofnaður
1917, og átti fulltrúa í fyrsta ráðu-
neyti Jóns Magnússonar. Um líkt
leyti var svo blaði flokksins, Tím-
anum, hleypt af stokkunum og varð
fyrsti ritstj. hans Guðbrandur sem
nú er orðirm þjóðkunnur fyrir
blöndunarhæfileika sina.
Pá var Jónas Jónsson frá Hriflu
kennari og lítt þektur meðal alþýðu
í stjórnmálaskoðunum var hann tal-
inn sósíalisti.
Pessi maður sem jafnan hefir
verið þyrstur í völd, en óvandur
að bardagaaðferð til að ná þeim,
varð þegar leiðandi maður flokks-
ins. Um þetta leyti hafði Tryggvi
Pórhallsson látið af prestskap, þeim
vændum að ná í embætti við há-
skólann, (en sú von brást honum,
sem kunnugt er.)
Gerðist hann þá þegar einn afleið-
togum Framsóknar og þeir hafa síðan
Tryggvi Pórhallsson og einkum þó
Jónas Jónsson, gjört flest glappa-
skotaog óhappaverk, allra íslenzkra
stjórnmálamanna.
Framsóknarflokkurinn taldi og tel-
ur sig bændaflokk, og var því það
fyrsta, sem þessir pólitízku loddar-
ar hugsuðu um, að gera bændur sér
háða á einhvern hátt, og ráðið fanst
fljótlega.. Pá voru í flestum sveit-
um starfandi kaupfélög og pöntun-
arfélög. Var nú þessum félögum
steipt saman í eina heildarkeðju með
stofnun S. í. S. og hnýtt saman
með öflugri samábyrgð, og síðan alt
gjört til að draga félögin inn i póli-
tízkar deilur og nota þau til viðgangs
Framsóknarflokknum, sem tókst von-
um fyr. Með þessu var lagður
grundvöliur að pólitík Jónasarliðsins.
Framh.
íslenzkir
Pjóðernissinnar.
Elskið ættjarðarbönd
Eflið þróttinn í hönd
Látið íslenzka endurreisn hljóma!
Finnið fjör ykkar lands,
Finnið afl sérhvers manns!
Verið ættlandi ykkar til sóma!
Stillið hörpuna hátt
Heyrið öldunnar slátt
er hún brotnar við boða og granda
Skynjið fossanna föll
Finnið lands ykkar köll
sem ei þola neinn útlendan anda.
Jafnt í eldraun sem ást,
Látið afl ykkar sjást
sem að frelsi vors föðurlands þráið
Yfir öræfin breið
Riðjið órudda leið.
Gróðrar-fræjum í fósturmold sáið.
Pá er framtíðaröld.
Pá er fagurt um kvöld,
þegar endurreisn íslands er borin
Pá slær birtu á hvern bæ,
blikar ljós yfir sæ,
eins og vermandi sunna á vorin.
Óþektur höf.
Olíuþylsi n
alþekktu, tvöföld aftan
og framan.
OLÍUDÚKUR
gulur o£ svartur, ný-
komið í
Skipaverzlunina.