Þjóðernissinninn


Þjóðernissinninn - 13.06.1934, Qupperneq 2

Þjóðernissinninn - 13.06.1934, Qupperneq 2
2 ÞJÓÐERNISSINNINN Hraðfrystihús. Markaður fyrir frystan fisk eykst með ári hverju. Eitt af stærstu áhugamálum útgerð- armanna er það, að geta aflað sér ódýrr- ar beitu og ódýrs íss til notkunar hér heima og til að frysta fisk til útflutn- ings. I Miðevrópu er markaður og söluhorf- ur á frystum fiski að aukast og um leið og nýrri vélategundir og frystiaðferðir á sjávarafurðum verða fullkomnari og varan batnar, eykst notkunin og mark- aðurinn fyrir frystan fisk. Ég hefi aflað mér talsverðra upplýs- inga um þetta mál, bæði hvaða tegund frystitækja ætti að nota og hvaða mark- aað er að vænta fyrir frystan fisk. I stuttu máli vildi ég gera það að til- lögu minni, að Alþingi útvegaði sjávar- útveginum samskonar lán og kjör úr Viðlagasjóði og bændur hafa fengið' und- anfarin ár til kjötfrystihúsa sinna hér á landi. Síðan yrðu byggð 7—8 hrað- frystihús víðsvegar á landinu við hæfi landsmanna og markaðsmöguleikanna fyrir fiskinn. Hús þessi kosta frá 120 til 170 þúsund krónur hvert. Áður en húsin eru byggð, ætti að senda einn eða tvo menn til utlanda, til að kynna sei frystiaðferðir og markaðshorfur fyrir frystan fisk, bæði í Evrópu og í Amer- íku. Þetta yrðu að vera menn, sem treysta mætti og þekktu vel til atvinnu- veganna hér. Menn sjá nú, að ár frá ári þrengir meir og meir að um sölu á saltfiskinum, auk þess sem aðrar fiskitegundir en þorskurinn eru mjög verðmætar til frystingar, en oftast nær ómögulegt að koma þeim í verð með öðru móti. Allar líkur virðast benda til að með þessu móti væri hægt að afla landinu markaðs fyrir nokkurn hluta af fisk- afla sínum og ættu menn því að leggj- ast á eitt um að hrinda þessu máli í framkvæmd sem fyrst. Óskar Halldórsson. Páll inismlaiar sig. Páll Þorbjarnarson var lengi vel von- góður um fylgi sitt og var að hvísla að flokksbræðrum sínum og breiða það út, að hann gæti kannske orðið uppbótar- þingmaður. Þegar Páll sá hve mikið fylgi þjóð- ernissinnar höfðu hér á fundum sínum, fór honum að líða illa. Hann hafði mis- reiknað sig og haldið að óánægðu sjálf- stæðismennirnir myndu koma til sín. Hann hélt að kommúnistahópurinn, sem er að yíirgefa ísleif, kysi sig og hann hélt að aðdáendur og fylgismenn Kolka myndu kjósa sig. En allt þetta var misreikningur. Hann misreiknaði fylgi Öskars. Hann hélt í byrjun að það væri lítið fylgi, sem Óskar Halldórsson hefði, en nú veit hann að það eru vonbrigði og misreikningur. Hann veit að fylgi Óskars Halldórssonar fer langt fram úr fylgi hans. Og ofan á allt þetta bætist sú sorg fyrir aum- ingja Pál, að hann er að tapa af sínu eigin flokksfylgi yfir til Öskars. Páll misreiknaði fleira. Hann hélt að Þorsteinn Víglundarson myndi auka sér fylgi, en það fór öðru vísi en ætlað var. Páll hélt að það myndi verða klappað fyrir sér á fundunum, en þar misreikn- aði hann sig sem endranær. Jóhann yondnr og tiræiur Þegar Jóhann kom á fyrsta sameigin- lega fund allra frambjóðenda í barna- skólaportinu, var hann illur og súr yfir því, hve mikið fylgi þjóðernissinnar höfðu þar. Hann fann þá strax að fylgi hans var ótryggt og mennirnir, sem hann var van- ur að heilsa, kveðja og kjassa um kosn- ingar, tóku ekki eins innilega og áður á móti þessari venjulegu umhyggju, sem hann er vanur að sýna þeim fyrir kosn- ingar, því að þeim afstöðnum er svip- urinn, kveðjurnar og handbragðið allt öðruvísi. Kjósendur vita, að -fylgi óskars Hall- dórsonar vex með hverjum degi, en Jó- hanns minnkar, og kjósendur vita einnig, að Óskar tekur allan þann fjölda af sjálfstæðismönnum, er fráhverfast Jó- hann. Kjósendum er líka kunnugt um, að fylgi Öskars Halldórssonar fer nú svo hraðvaxandi, að ekkert þýðir lengur fyrir Jóhann eða aðra að þræta fyrir það. H. S. Ég kýs ÓSKAR. Ég er einn af þeim gömlu sjálfstæðis- mönnum, sem lengi hafa kosið Jóhann, því að það hefir ekki verið í annað hús að venda, en nú eftir fundi þjóðernis- sinna nú undanfarið hér í Eyjum, kýs ég fulltrúa þeirra hér, Öskar Halldórs- son. Við þekkjum margir Óskar, og ekki nema að góðu einu. Ég þori óhikað að fullyrða, að komist Óskar Halldórsson á þing, yrði hann þessu plássi til ómetan- legs gagns, bæði utan þings og innan. öskar Halldórsson er enginn ónytj- ungur og er þaulkunnur allri útgerð, sma;rri sem stærri. Ég vil ekki van- þakka Jóhanni Jósefssyni neitt. Hann hefir margt nýtilegt gert fyrir þetta pláss og alltaf verið góður og gildur kaupsýslumaður, en það er annað, sem ekki hefir komið fram hjá honum eins greinilega og hjá þeim þjóðernissinn- unum óskar Halldórssyni og Helga S. Jónssyni, en það er, að jafnara og rétt- ara má skifta vinnunni og afrakstri hennar, hvort heldur er á landi eða hlutur úr sjó. Sjómaður. Kosningabaráttan er hafin. Marxist- anir og íhaldsmenn hafa lagt land undir fót, og hvar sem þeir hafa farið, hefir sundrung og óvild manna á meðal farið vaxandi, því þar sem sundrung er út- rýmt, þrífast stéttaflokkar ekki, Flokkur þjóðernissinna hefir menn í kjöri aðeins í þrem kjördæmum. Eitt þeirra er Vestmannaeyjar. Þangað fóru í síðastliðinni viku sex þjóðernissinnar í Reykjavík, til þess aó útbreiða kenningar sínar. Þessarar farar munum við minnast alla æfi. Það er einkum tvennt, sem því veld- ur: Áhugi Vestmanneyinga á stefnu okk- ar og ágætis móttökur. Stjórnmálaviðhorfið í Vestmannaeyj- um er það sama og nú er um allt land. íhaldsinenn hafa lengst af farið meö völd í eyjunum. Eins og að líkum lætur hafa sömu annmarkar komið fram í at- vinnulífi og stjórnarfari þar eins og ann- arsstaðar, sem þeir hafa farið með völd. Áhugaleysi fyrir bættum kjörum alþýð- unnar og ósanngirni í viðskiftum við hana, hræðsla og þrekleysi í viðskiftum við marxista hafa stuðlað að sívaxandi fylgi rússnesksinnaðra föðurlandsníð- inga. Menn hafa ekki getað sætt sig við íhaldsstefnuna, og hvert áttu þeir svo að fara annað en í gapandi gin þessarai' stefnu? Þá kemur Flokkur þjóðernissinna fram á sjónarsviðið. Hann ákærir allt íhald og marxisma, innanlands sundrung og undirlægjuhátt gagnvart örðum ríkj- um (sbr. norsku samningana), stétta- baráttu og auðgun einstakra manna á kostnað heildarinnar. Hann ákærir ríkj- andi ástand. Hann krefst starfs, misk- unnarlausrar baráttu gegn öllum óheil- indum í íslenzku þjóðlífi. Hann heimtar, að þjóðarviljinn sé framkvæmdur. Þess vegna fylkjast allir unnendur menningarlegs, fjárhagslegs og stjórnar- farslegs sjálfstæðis Islands undir merki þjóðernissinna. Sennilega munu Vestmanneyingar verða fyrstir til að opna augun fyrir sannleiksgildi þjóðernisstefnunnar, þeir munu verða fyrstir allra til að hrinda af höndum sér afturhaldi og marxisma. Vestmannaeyjar verða fyrsta kjördæm- ið, sem sendir þjóðernissinna á þing. Þá hefir ferð okkar orðið til góðs. Vestmannaeyjafararnir. Ritstjóri: Hélgi S. Jónsson. Prentsmiðja Jóns Helgasonar,

x

Þjóðernissinninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðernissinninn
https://timarit.is/publication/656

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.