Þjóðernissinninn - 07.06.1934, Blaðsíða 1

Þjóðernissinninn - 07.06.1934, Blaðsíða 1
íssinmnn Útgefandi: Flokkur pjóðernissinna Vestmannaeyjum, 7. jú.n 1934.1. ár. 1. tbi. tíoöi orð tll isenða i Vestnnnaep. Ungir kjósendur! Kynnið ykkur stefnuskrá pjóð- ernissinna áður en pið gangið að kjörborðinu. Þegar stjórn Flokks þjððernissinna bað mig um að vera í kjöri fyrir flokk- inn í Vestmannaeyjum við alþingis- kosningar þær, er nú fara i hönd, lof- aði ég þeim því, svo framarlega sem enginn heimamaður í Vestmannaeyjum vildi vera í kjöri fyrir flokkinn, því ég sá nauðsynina á, að mál okkar þjóð- ernissinna yrði flutt við þessar kosn- ingar í jafn-fjölmennu og vel metnu plássi og Vestmannaeyjar eru. Nú við þessar kosningar kemur fram fjöldi af ungum kjósendum, sem ekki hafa áður verið í neinum pólitískum félags- skap og vilja ekki vera í hinnm flokk- unum, sem framboð hafa í Vestmanna- eyjum. Við þjóðernissinnar þekkjum hug unga fólksins betur en nokkurir aðrir flokkar hér á landi og þótt starfsemi þjóðernissinna sé ekki gömul, þá hefir hún samt gert þjóðinni ómetanlegt gagn. Þjóðernisstefnan hefir tekið upp bar- áttuna gegn kommúnistum alsstaðar, og þó sérstaklega í öllum skólum landsins. Skólarnir voru að verða gagnsýrðir af kommúnisma með allri þeirri spillingu, öfund og hatri, sem þeirri stefnu fyigir. Háskólastúdentar stofnuðu deild þjóð- ernissinna hjá sér og gáfu út hið mynd- arlega stúdentablað »Mjölni«, en fylgi þeirra heíir aukist jafnmikið og fylgi kommúnista hefir minnkað. Sama er að segja um Menntaskólann, Iðriskólá'nn, Verzlunarskólann og Gagnfræðaskólann. Fylgi þjóðernissinna vex með degi hverj- um, en fylgi kommúnista þverr, og það svo greinilega, að kommúnisminn er al- veg að flosna upp úr sumum skólunum. Jafnaðarmenn (kratar) hafa ekkert fylgi átt hjá unga fólkinu eða í skól- unum. Til dæmis má taka, að í Gagn- fræða- og Menntaskóla Akureyrar eru aðeins tveir kratar af 180 nemendum; í Háskólanum er enginn af 140 nem- endum og líkt er um hina skólana. Ungu mennirnir og menntamennirnir sjá, að stefna jafnaðarmanna er hvorki fugl né fiskur og geta því jafnaðarmenn hælt sér af einhverju öðru en að unga fólkið fylgi þeim. Þjóðernissinnar hafa tekið ákveðna afstöðu til sjálfstæðismanna og geta ekki fylgt þeim að málum, vegna þess, að sá flokkur er í upplausn hvenær sem er og hann hefir tekið svo loðnum vett- lingatökum á málefnum þjóðarinnar, að furðu sætir. Sjálfstæðismenn hafa lát- ið rauðu flokkana leika með sig fram og aftur og alltaf verið 1 hrossakaup- um við þá og í hvoruga löppina þorað að stíga vegna þeirra. Hver treystir þeim flokki, sem hleður upp bitlingum í hundruðum þúsunda króna árlega, heldur með handónýtum og tilgangslausum embættum og lætur svo nokkra rauðmaga hefta allar fram- kvæmdir í landinu með ofbeldi sínu. þótt þeir svo annað veifið séu að grobba af því að hafa helming þjóðarinnar á bak við sig? y Sjálfstæðismenn hafa alltaf reynst sínum mönnum verstir, en andstæðing- unum beztir. Þeim er til einskis treyst- andi í pólitík. Þéir eru alltaf að reyna að synda á milli skers og báru og svíkja þarafleiðandi alla. Bændaflokkurinn er nýr og hefir það efst á stefnuskrá sinni, að selja sig þeim flokkinum, sem hæst bjóði í sig. Þessu hefir formaður flokksins lýst yfir og virðist hann hafa erft þessa stefnuskrá eftir jafnaðarmenn, því eins og kunnugt er, gekk sá flokkur daglega kaupum og sölum í stjórnartíð hans. Framsóknarflokkurinn er nú hið sökkvandi skip á stjórnmálahafinu, enda er það að vonum, því efniviðir hans eru orðnir ormétnir og gagnsýrðir af komm- únisma, en þær kenningar eru með öllu ósamrýmanlegar hugsunarhætti og lífi íslenzkra bænda. Aðalstefnumál okkar þjóðernissinna er að stéttabaráttan verði afnumin og að ofbeldisflokkum, eins og jafnaðar- mönnum og kommúnistum, verði ekki látið haldast uppi að stofna atvinnu einstaklinganna í voða, og að þjóðfélag- ið íai að þroskast og þróast og veiti borgurunum jafnan rétt, en með því einu móti verðum við frjálsir menn í frjálsu landi. Til kjósenda mun ég skrifa nokkrar greinar um atvinnumál, bæði í þetta blað og næstu blöð okkar. þjóðernissinna, er við munum gefa út hér í Vestmanna- eyjum nú fyrir kosningarnar. Mér hefir frá upphafi verið það Ijóst, að sjávarútvegurinn er uppistaðan í þessu þjóðfélagi, enda er það hann, sem þjóðfélagið hvílir mest á nú, og hefir því aldrei riðið meir á en nú, að við. sem sjávarútveginn stundum, fylkjum okk- ur saman og beitum kröftum okkar hon- um til viðreisnar. Öskar Halldórsson. Ástandið í dag. Reynsla undangenginna ára á sviði atvinnu- og viðskiftamála hefir sýnt okkur, að ef slíku vindur áfram, er eigi fyrirsjáanlegt annað en atvinnu- leysi hjá almenningi og hrun fram- leiðslu- og viðskiftafyrirtækja. Otgjöld ríkissjóðs hafa vaxið, þrátt fyrir rýrn- aðar markaðshorfur og minnkandi skatt- þol þegnanna. Útgjöld ríkisins hafa að mestu farið til óarðbærra og lélegra framkvæmda eða í beinan óþarfa. Með- an lífsskilyrði fjöldans þrengdust og at- vinnuleysi jókst, þá þyngdust skatta- byrðirnar. Fyrirtæki, sem með hóflegri skattaálagningu hefðu stórfelda fram- faramöguleika og gætu borið allhátt kaupgjald, eru ekki einungis sliguð með hinum- beinu sköttum, heldur einnig neitað um helztu efni til framleiðslu sinnar (innflutningshöft), og sjá því ekki annað fram undan en gjaldþrot. Fyrirtækin reyna því að létta rekstui’s- kostnað sinn með uppsögn verkafólks, en það á þá aðeins fram undan stopula eða enga vinnu. Því atvinnuleysi, sem nú ríkir á þessu sviði, verður því ekki kippt í lag með aukinni skattaálagningu, heldur með samrýming hennar og gjaldþoli þegn- anna, og jafnframt að ríkið ryðji braut- ir fyrir atvinnuvegunum og verði þannig hlutverki sínu vaxið, sem þjónn þjóð- arinnar. Við verðum að kref jast þess, að stjórn- að sé með hag heildarinnar fyrir aug- um og öllum kröftum verði beitt i þágu almenningsheillar. J. A. Kjósendur! Munið að kjósa Óskar Halldörsson. 2 4. j ú n í .

x

Þjóðernissinninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðernissinninn
https://timarit.is/publication/656

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.