Þjóðernissinninn - 07.06.1934, Blaðsíða 4
4
ÞJÖÐERNISSINNINN
tapi, eins og nú er. Þjóðérnissinnar vilja
losa bankana undan yfirráðum hring-
anna, sem leggja undir sig allt það fjár-
magn, sem lyfta á undir heilbrigða
fraínleiðslu hér á landi.
Leiðin, til þess að þessu takmarki
verði náð, er sú, að sameina þjóðina
aftur í eina samstarfandi heild, þar sem
lyftir undir með öðrum í staðinn fyrir
að troða skóinn hver niður af öðrum,
eins og nú er.
Þetta er stefna þjóðernissinna, og'
þetta er takmarkið, sem þeir munu
starfa að.
Ungi maður, sem átt eftir að lifa
mestan hluta æfi þinnar í þessu þjóð-
félagi, hverja stefnuna kýst þú?
Hvern kýst þú 24. júní?
M.
Hræddir menn.
Blöð jafnaðarmanna, framsóknar og
kommúnista hamast í sífellu yfir stjórn-
arástandinu í Mið-Evrópu.
Þeir tína til hverja lygafréttina eft-
ir aðra um ástandið þar. Hvers vegna
gera þeir þetta? Jú, þeir vita, sem er,
að hvergi í heiminum líður fólkinu eins
vel og einmitt í þessum löndum.
Jafnaðarmenn og kommúnistar vilja
í lengstu lög dylja fólkið hins rétta, því
að þeir vita, að komist fólkið að hinu
sanna í þessu efni, missa þeir fylgi þess,
og það er beint atvinnutjón fyrir þá,
að íólkinu líði vel.
Skriffinnum rauðu blaðanna er það
Ijóst, að það var alþýðan og bændur,
sem fyrst veittu þjóðernishreyfingunni
fylgi sitt, en því þegja »foringjarnir«
vandlega yfir.
X.
Þingræðið.
Við þjóðernissinnar komum vart svo
á mannamót, að okkur sé ekki borið það
á brýn, að við viljum afnema allt lýð-
ræði og þingræði. »Fáir ljúga meira en
helming« segir orðtakið, og í þessu til-
liti er það satt. Andstæðingar okkar
ljúga að þessu leyti ekki meira en helm-
ing. Við viljum afnema þingræðið, en
við viljum sk a p ci lýðræðið. Hver hugs-
andi kjósandi verður að gera sér það
ljóst, hve mikill munur liggur í þessum
tveim hugtökum, lýðræði og þingræði.
Lýðræðið segir að þjóðin sjálf eigi
að ráða málum sínum, og ekkert er okk-
ur nær skapi en það. Þingræðið er fast-
ákveðið stjórnskipulag, sem átti að
vinna á grundvelli lýðræðisins, en er nú
sú hörmulega skrípamynd þess, sem
raun ber vitni um.
Við viljum að landi og þjóð sje stjórn-
að þannig að flestir, eða allir, landsmenn
geti fellt sig við það, sem gert er og það,
sem er látið ógert. Ef við eigum að láta
í ljósi álit okkar um þingræðið, verðum
við fyrst að athuga hvort það, sem af-
Þeir sem kjósa sjálf-
stæðismenn kjósa aftur-
hald, aðg j örðaleysi
og afglapahátt.
laga fer, sé afleiðing af skipulaginu, eða
ekki.- Það er óhætt að fullyrða, að svo
sé. Hér á landi höfum við haft hreina
íhaldsstjórn, framsóknarstjórn með
stuðningi jafnaðarmanna, sambræðslu-
stjórn íhalds og framsóknar og nú í-
halds- og bændaflokksstjórn, en allar
hafa þær reynst jafn haldlitlar. Ýmsir
menn hafa skipað þessar stjórnir og
ýmsar stefnur hafa ríkt innan þeirra,
en það hafa þær allar haft sameiginlegt,
að þeim hefir orðið um megn að leysa
vandamál þjóðarinnar. Þannig hefir
reynslan og orðið í öðrum löndum. Allar
mögulegar stjórnir hafa verið reyndar,
jafnaðarmenn, íhaldsmenn, bænda-
flokksmenn, frjálslyndir og allt hvaö
eina, en allt hefir borið að sama brunni.
Öll vandamál þjóðanna hafa verið í jafn
miklu öngþveiti eftir sem áður. Meinið
hlýtur því að liggja í skipulaginu sjálfu.
Við þjóðernissinnar staðhæfum það og
því ráðumst við að þingræðinu. Ef ein-
hver skyldi álíta þingræði sama og lýð-
ræði vil jeg biðja þann sama góða mann
að gá ofurlítið um sig í þjóðfjelaginu.
Er það þjóðin, sem ræður því, að
hundruðum þúsunda er stolið úr bönk-
unum og að hylmt er yfir það? Er það
þjóðin, sem ræður því, að hundruð
manna ganga atvinnulausir? Er það
þjóðin, sem ræður því, að hún stynur
sáran undir skattabyrðinni? Er það
þjóðin, sem ræður því, að bændur flosna
upp af búum sínum og jarðirnar falla
í órækt? Er það þjóðin, sem ræður því,
að sumir hafa allt, en aðrir ekki neitt?
Nei, það er ekki þjóðin. Það eru »póli-
tískir«. spákaupmenn eins og Ölafur
Thors, Jónas frá Hriflu og Héðinn Valtli-
marsson.
Það er þessvegna sem við þjóðernis-
sinnar ráðumst á þingræðið. Þjóðin ræð-
ur ekki málum sínum sjálf. Við viljum
vekja þjóðina til umhugsunar um það
ástand, sem hún á við að búa. Þegar hún
.hefir sannfærst um að hið illa ástand
sé skipulaginu að kenna og hefir komist
fyrir hvar meinið liggur mun hún skapa
sér sjálf það skipulag, sem henni hent-
ar. Það skipulag, sem felur í sér kosti
núverandi skipulags en ekki galla þess.
Það skipulag, sem veitir hverjum ein-
stakling frelsi og svigrúm til að þroskast
og njóta sinna hæfileika án þess að
hrinda mörgum öðrum bræðrum sínum
í eymd og volæði. Það er hið samvirka
þjóðríki framtíðarinnar, sem þjóðernis-
sinnar berjast fyrir. St. V.
Þeir kjósendur, sem kjósa JafnaSar-
menn og Kommúnista, kjósa atvinnu-
Ieysi, eymd, volæði og upplausn þjóð-
félagsins.
x::::k::k::k::x::k::x::k::x::x::x::x::x::x::x
::xx::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::
::x ::x
x::
::x
x::
Sk
MM
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x::xx::x::::x::x::xx::x::::x::x::x::x::x::x
• •AoomMooAMmMíoAíoíoAooMMmAooIIooMoíMmIIoo
Kaupið og lesið blöð Þjóð-
ernissinna. — Landsmála-
blaðið í S L A N D kemur út
tvisvar í mánuði og kostar
5 kr. árgangurinn. — Rit-
stjóri Guttormur Erlendsson
— — Afgreiðsla á skrif-
stofu flokksins, Vallarstrœti
4, ReykjSiVík. - Pósthólf 433.
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
::x
»::
::x
x::
::x
x::
::x
x::
x::
::x
::x
x::
I næsta blaði koma ýmsar
greinar um landsmál, at-
vinnumál og hagsmuna-
mál Vestmanneyinga.
Vestmanneyjingar munið
að-kjósa Pjóðernissinna á
ping. Með pví er MÁLUM
ykkar bezt borgið.
■
blað pjóðemissinnaðra [
stúdenta.
■
Afgreidslumadar í V estmanneyjum er g
■ ' GISSUR ERLINGSSON •
Þeir, sem kjósa Þjóðernissinna, kjósa
útrýmingu atvinnuleysisins með arðber-
andi framkvæmdum. Þeir kjósa um-
sköpun þjóðfélagsins öllum þegnum
þess til hagsbóta. Þeir skoða hagsmuni
heildarinnar æðri hagsmunum einstak-
linga.
Kjósið Óskar Halldórsson!
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Helgi S. Jónsson.
fMNrauwjA jóh4 hiiaaiomar