Þjóðernissinninn - 07.06.1934, Blaðsíða 2

Þjóðernissinninn - 07.06.1934, Blaðsíða 2
2 Þ JOÐERNISSINNINN Hvar er sumaratvinnu að hafa? Vilja menn láta gera tilraunir með porsk- útgerð á Grænlandi um sumartímann? Hvort er réttara að nota stöðvar í landi eða stór flutningaskip til að leggja fiskinn upp 1? Mér hefir lengi verið það áhyggju- efni, hvort eigi væri neinsstaðar hægt að fá sumaratvinnu fyrir smábátaút- veginn, og á ég þá þar við vélbáta frá 15 til 25 smál. og jafnvel minni báta, eða svokallaða trillubáta. Það hefir sýnt sig nú um morg und- anfarin ár, að hér við land eru hvergi svo auðug þorskmið að sumrinu til, að útgerðin geti borið sig fjárhagslega. Ég hefi sjálfur fyrir þrem árum reynt þorskútgerð fyrir vestan og norðan land með ágætum bátum og mestu dugnað- armönnum, en það bar sig ekki. Þó var fiskvei’ð betra þá en nú, en aflinn var of lítill. I fyrra fóru nokkrir bátar af Akranesi til Austfjarða til þorskveiða, en árang’urinn varð sá, að útgerðin og skipshöfnin hafði ekki annað en tap og leiðindi af förinni. Ég hafði fyrir mörgum árum hreyft því á aðalfundi Fiskifélags Islands, að Fiskifélagið skyldi beita sér fyrir því, *• að láta' rannsaka útgerðarskilyrði við Grænland um sumartímann, og gerði ég það að tillögu minni, að ríkið léti 50 þúsund krónur af mörkum í tilraunina. Þetta fékk lítinn byr þá og féll svo nið- ur, þangað til í vetur á aðalfundi Fiski- félagsins, að ég kom á ný með tillögu um að rannsakaðir yrðu útgerðarmögu- leikar fyrir smábátaflotann íslenzka við Grænland um sumartímann og að fund- urinn kysi þriggja manna nefnd til að rannsaka þetta mál, og skyldi hún skila áliti uin það fyrir næsta aðalfund fé- lagsins, sem haldinn yrði í febrúar næsta ár (1935). Var þetta samþykkt og voru kosnir í nefndina Árni Friðriks- son, fiskifræðingur, Geir Sigurðsson, skipstjóri, og Öskar Halldórsson, út- gerðarmaður. Síðan nefndin var kosin höfum við haldið fundi um þetta mál og fengið hver í sínu lagi töluvert af upplýsingum. Auk þess var Árna Frið- rikssyni falið að skrifa stjórnarráðinu hér og biðja það um að skrifa dönsku stjórninni og fá hjá henni Ieyfi fyriv 2—3 höfnum á Grænlandi, þar sem ís- lenzkir fiskimenn og íslenzk útgerð fengi að athafna sig um sumartímann. Árni Friðriksson hefir fengið mikinn áhuga fyrir þessu máli og skrifaði ný- lega ríkisstjórninni hér og spurðist fyr- ir, hvort hún mundi ekki vilja leggja eitthvað fé af mörkum nú þegar, svo að hægt væri að gera tilraun strax í vor með t. d. einn togara, og væri þá hægt að fylgja fiskinum eftir á þær slóðir, sem Árni heldur að hann muni fara, er hann gengur frá landinu og yfir til Grænlands. Svar við þessu er enn ókomið frá ríkisstjórninni. Árni Friðriksson hefir ennfremur skrifað Fé- lagi íslenzkra togaraeigenda hér og spurt hvort það vildi leggja til skip og hálfan útgerðarkostnað á móts við rík- isstjórnina í þessa tilraun. Félag togara- eigenda hefir nú sem stendur þetta mál með höndum. Það er augljóst hverjum manni, að ef hægt væri að framlengja vertíðina hér með því að fylgja fiskinum eftir, þó ekki væri nema 10—14 daga, mundi það auka velmegun útgerðarinnar stór- kostlega og veita ógrynni fjár inn í landið. Með því lága verði, sem nú er orðið á síldinni, er engin leið til að láta rek- netaveiði bera sig. En hinir góðu og kraftmiklu bátar, sem Vestmannaeyj- ingar, Akurnesingar og Keflvíkingar eiga, eru tilvaldir til að fara til Græn- lands um sumartímann, og ætti það ekki að vera meiri vandi fyrir okkur Islendinga að sækja þessi mið á sumr- in, en aðrar þjóðir, sem sækja afla sinn og sumaratvinnu þangað. Þetta mál er að mínum dómi eitt- hvert mesta hagsmunamál, sem nú er á döfinni, fyrir íslenzka útgerð, og verð- ur að rannsaka það gaumgæfilega og fá menn til að gera tilraunir með það, sem ríkisstjórnin verður að sjálfsögðu að kosta að einhverju leyti. Ég hefi talað um þetta við fjölda erlendra og innlendra sjómanna, sem við Grænland hafa fiskað, og er það álit þeirra, að enginn vafi leiki á því, að íslendingar eigi þar óplægðan akur Það getur verið mikið vafamál, hvort eigi að hafa fastar landstöðvar á Græn- landi fyrir þenna útveg, eða hvort rétt- ara væri að hafa svokölluð móðurskip, sem tækju við fiskinum af bátunum og fylgdu þeim eftir á hin mismunandi mið. Við nefndarmennirnir munum afla okkur upplýsinga í þessu efni og athuga kostnaðarhliðina, hvort muni ódýrara að hafa móðurskip eða landstöðvar. Þegar svo svar Dana kemur, hvaða höfnum eða stöðum þeir vilja úthluta okkur, þá fyrst er hægt að taka ákvörðun í þessu máli, því þannig gæti svarið orðið, að staðir þeir, sem við fengjum úthlutað, væri ill-nothæfir. Menn vilja kannske svara þessu máli því, að við höfum nægan fisk hér við land og þurfum ekki að sækja fisk til annarra landa á meðan jafnerfitt og þröngt er um fisksölu og nú er. En þeim vil ég svara því, að þannig má enginn maður hugsa — að ætla sér að leggja árar í bát og láta svo aðrar þjóðir fylla upp þá markaði, sem við höfum. Að sjálfsögðu ber okkur að halda sem fast- ast þeim marköðum, sem við höfum, og leggja allt kapp á að afla okkur nýrra. Enda er venjulega gott verð á saltfiski og skortur á pressfiski að haustinu til. Sjómenn og útgerðarmenn verða sjálf- ir að fylgja þessu máli fast eftir, ef þeim leikur nokkur hugur á því. Óslcar Halldórsson.. lysrs yegna týs 1 Mér var það ánægjuefni er ég heyrði að Öskar Halldórsson yrði í kjöri í Vest- mannaeyjum af hálfu þjóðernissinna, og vil ég gera grein fyrir því með nokkrum orðum. Ég hefi þekkt Öskar lengi og veit að hann er fæddur og uppalinn á Akra- nesi og af góðu fólki kominn. Faðir hans var einhver mesti dugnaðar- og atorku- maður á Akranesi og var lengi formað- ur á opnum skipum, eins og þar gerð- ist í þá daga. Á Akranesi ólst Öskar upp þar til hann var 11 ára, og vandist vinnu þar, eins og allir unglingar á þeim árum. Síðan fluttust foreldrar hans til Reykjavíkur og hefir Öskar að mestu átt þar heima síðan. Faðir hans drukkn- aði fyrir mörgum árum, en móðir hans er enn á lífi og býr hjá Öskari. Það sýndi sig snemma, að Óskar Hall- dórsson var mjög þrekmikill, viljasterk- ur og óvenju-duglegur til allrar vinnu. Um fermingu fór hann á Hvanneyrar- skólann; sigldi síðan til Danmerkur 16 ára gamall og lærði garðrækt þar. Kom hann heim aftur 19 ára gamall og’ hafði garðrækt í 2 ár á Reykjum í Mosfells- sveit. Rak hann það fyrirtæki með mikl- um dugnaði og fyrirhyggju og flutti hann með sér heim ýmsar nýjungar í þeirri grein, eins og t. d. ræktun tómata. Það mun hafa verið árið 1916 að Öskar Halldórsson breytti um atvinnu- grein og byrjaði þá á lifrarbræðslu í Herdísarvík og Selvogi. Eftir 2 ár voru lifrarbræðslur hans orðnar 12, víðsveg- ar á landinu. Gengu þær vel og hon- um græddist fé. Um það leyti byrjaði hann á útgerð og síldarsöltun, og má segja, að um 15 ára skeið hafi hann verið einhver stærsti síldaratvinnurek- andi á landinu. Jafnhliða síldarsöltuninni rak öskar útgerð með mótorbátum og línuveiður- um í mörg ár og var ég starfsmaður hjá honum við þá útgerð í nokkur ár. Það

x

Þjóðernissinninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðernissinninn
https://timarit.is/publication/656

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.